Körfubolti

Kefl­víkingar fá þýskan fram­herja

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jarelle Reischel mun leika með Keflvíkingum á komandi leiktíð í Bónus-deild karla.
Jarelle Reischel mun leika með Keflvíkingum á komandi leiktíð í Bónus-deild karla. TF-Images/Getty Images

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur samið við þýska leikmanninn Jarelle Reischel um að leik mað liðinu á komandi tímabili í Bónus-deild karla í körfubolta.

Reischel er tveggja metra hár framherji sem kemur til Keflavíkur frá Eisbären Bremerhaven í Þýskalandi þar sem hann hefur leikið undanfarin þrjú tímabil.

Með Bremerhaven, sem leikur í þýsku B-deildinni, skilaði Reischel 14 stigum að meðaltali í leik, ásamt fjórum fráköstum og þremur stoðsendingum.

Reischel er 32 ára gamall, en Keflvíkingar greindu frá vistaskiptunum á samfélagsmiðlum sínum.

Keflvíkingar höfnuðu í þriðja sæti deildarinnar á síðasta tímabili, en féll úr leik í undanúrslitum úrslitakeppninnar eftir rimmu gegn Grindavík. Keflvíkingar urðu hins vegar bikarmeistarar á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×