Thomas Müller leggur landsliðsskóna á hilluna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. júlí 2024 09:31 Thomas Müller hefur ákveðið að segja skilið við þýska landsliðið eftir langan og farsælan landsliðsferil. Richard Sellers/Sportsphoto/Allstar via Getty Images Thomas Müller, þriðji leikjahæsti leikmaður þýska landsliðsins frá upphafi, hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna frægu. Müller greindi frá tíðindunum á samfélagsmiðlum sínum og lét einnig hjartnæmt myndband á Youtube fylgja með. Í myndbandinu stiklar Müller á stóru og fer yfir það helsta sem á daga hans hefur drifið með landsliðinu. Time to say goodbye. Servus 🖤❤️💛➡️https://t.co/bBHJLd5U9f#ServusDFBteam #esmuellert #dfbteam #Euro2024 #Nationalmannschaft🇩🇪 pic.twitter.com/xGda1CF4ZN— Thomas Müller (@esmuellert_) July 15, 2024 Á 14 ára löngum landsliðsferli lék hinn 34 ára gamlu Müller 131 leik fyrir þýska landsliðið, sem gerir hann að þriðja leikjahæsta leikmanni liðsins frá upphafi. Aðeins Lothar Matthäus og Miroslav Klose hafa leikið fleiri leiki fyrir þýska landsliðið. Þá skoraði Müller 45 mörk í þessum 131 leik fyrir þýska landsliðið og er þar með sjötti markahæsti leikmaður liðsins frá upphafi, ásamt Karl-Heinz Rummenigge sem einnig skoraði 45 mörk fyrir liðið. Með þýska landsliðinu varð Müller heimsmeistari árið 2014 og hafnaði í þriðja sæti árið 2010. Hann sópaði einnig að sér einstaklingsverðlaunum með þýska liðinu og varð meðal annars markahæsti leikmaður mótsins á HM 2010 þar sem hann var einnig valinn besti ungi leikmaður mótsins. Hans síðasti leikur með landsliðinu var í átta liða úrslitum á EM í Þýskalandi sem lauk í gær, sunnudag. Þá kom hann inn á sem varamaður á 80. mínútu er Þjóðverjar féllu úr leik gegn Spánverjum. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Sjá meira
Müller greindi frá tíðindunum á samfélagsmiðlum sínum og lét einnig hjartnæmt myndband á Youtube fylgja með. Í myndbandinu stiklar Müller á stóru og fer yfir það helsta sem á daga hans hefur drifið með landsliðinu. Time to say goodbye. Servus 🖤❤️💛➡️https://t.co/bBHJLd5U9f#ServusDFBteam #esmuellert #dfbteam #Euro2024 #Nationalmannschaft🇩🇪 pic.twitter.com/xGda1CF4ZN— Thomas Müller (@esmuellert_) July 15, 2024 Á 14 ára löngum landsliðsferli lék hinn 34 ára gamlu Müller 131 leik fyrir þýska landsliðið, sem gerir hann að þriðja leikjahæsta leikmanni liðsins frá upphafi. Aðeins Lothar Matthäus og Miroslav Klose hafa leikið fleiri leiki fyrir þýska landsliðið. Þá skoraði Müller 45 mörk í þessum 131 leik fyrir þýska landsliðið og er þar með sjötti markahæsti leikmaður liðsins frá upphafi, ásamt Karl-Heinz Rummenigge sem einnig skoraði 45 mörk fyrir liðið. Með þýska landsliðinu varð Müller heimsmeistari árið 2014 og hafnaði í þriðja sæti árið 2010. Hann sópaði einnig að sér einstaklingsverðlaunum með þýska liðinu og varð meðal annars markahæsti leikmaður mótsins á HM 2010 þar sem hann var einnig valinn besti ungi leikmaður mótsins. Hans síðasti leikur með landsliðinu var í átta liða úrslitum á EM í Þýskalandi sem lauk í gær, sunnudag. Þá kom hann inn á sem varamaður á 80. mínútu er Þjóðverjar féllu úr leik gegn Spánverjum.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Sjá meira