Thomas Müller leggur landsliðsskóna á hilluna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. júlí 2024 09:31 Thomas Müller hefur ákveðið að segja skilið við þýska landsliðið eftir langan og farsælan landsliðsferil. Richard Sellers/Sportsphoto/Allstar via Getty Images Thomas Müller, þriðji leikjahæsti leikmaður þýska landsliðsins frá upphafi, hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna frægu. Müller greindi frá tíðindunum á samfélagsmiðlum sínum og lét einnig hjartnæmt myndband á Youtube fylgja með. Í myndbandinu stiklar Müller á stóru og fer yfir það helsta sem á daga hans hefur drifið með landsliðinu. Time to say goodbye. Servus 🖤❤️💛➡️https://t.co/bBHJLd5U9f#ServusDFBteam #esmuellert #dfbteam #Euro2024 #Nationalmannschaft🇩🇪 pic.twitter.com/xGda1CF4ZN— Thomas Müller (@esmuellert_) July 15, 2024 Á 14 ára löngum landsliðsferli lék hinn 34 ára gamlu Müller 131 leik fyrir þýska landsliðið, sem gerir hann að þriðja leikjahæsta leikmanni liðsins frá upphafi. Aðeins Lothar Matthäus og Miroslav Klose hafa leikið fleiri leiki fyrir þýska landsliðið. Þá skoraði Müller 45 mörk í þessum 131 leik fyrir þýska landsliðið og er þar með sjötti markahæsti leikmaður liðsins frá upphafi, ásamt Karl-Heinz Rummenigge sem einnig skoraði 45 mörk fyrir liðið. Með þýska landsliðinu varð Müller heimsmeistari árið 2014 og hafnaði í þriðja sæti árið 2010. Hann sópaði einnig að sér einstaklingsverðlaunum með þýska liðinu og varð meðal annars markahæsti leikmaður mótsins á HM 2010 þar sem hann var einnig valinn besti ungi leikmaður mótsins. Hans síðasti leikur með landsliðinu var í átta liða úrslitum á EM í Þýskalandi sem lauk í gær, sunnudag. Þá kom hann inn á sem varamaður á 80. mínútu er Þjóðverjar féllu úr leik gegn Spánverjum. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Müller greindi frá tíðindunum á samfélagsmiðlum sínum og lét einnig hjartnæmt myndband á Youtube fylgja með. Í myndbandinu stiklar Müller á stóru og fer yfir það helsta sem á daga hans hefur drifið með landsliðinu. Time to say goodbye. Servus 🖤❤️💛➡️https://t.co/bBHJLd5U9f#ServusDFBteam #esmuellert #dfbteam #Euro2024 #Nationalmannschaft🇩🇪 pic.twitter.com/xGda1CF4ZN— Thomas Müller (@esmuellert_) July 15, 2024 Á 14 ára löngum landsliðsferli lék hinn 34 ára gamlu Müller 131 leik fyrir þýska landsliðið, sem gerir hann að þriðja leikjahæsta leikmanni liðsins frá upphafi. Aðeins Lothar Matthäus og Miroslav Klose hafa leikið fleiri leiki fyrir þýska landsliðið. Þá skoraði Müller 45 mörk í þessum 131 leik fyrir þýska landsliðið og er þar með sjötti markahæsti leikmaður liðsins frá upphafi, ásamt Karl-Heinz Rummenigge sem einnig skoraði 45 mörk fyrir liðið. Með þýska landsliðinu varð Müller heimsmeistari árið 2014 og hafnaði í þriðja sæti árið 2010. Hann sópaði einnig að sér einstaklingsverðlaunum með þýska liðinu og varð meðal annars markahæsti leikmaður mótsins á HM 2010 þar sem hann var einnig valinn besti ungi leikmaður mótsins. Hans síðasti leikur með landsliðinu var í átta liða úrslitum á EM í Þýskalandi sem lauk í gær, sunnudag. Þá kom hann inn á sem varamaður á 80. mínútu er Þjóðverjar féllu úr leik gegn Spánverjum.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur Sport „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira