Valur mun spila seinni leikinn í Albaníu: „Verðum að trúa því og treysta að þetta verði í lagi“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 15. júlí 2024 11:27 Mynd úr fyrri leik liðanna á Hlíðarenda áður en allt sauð upp úr. Vísir / Anton Brink Þrátt fyrir ofbeldisfulla hegðun fær albanska liðið Vllaznia að halda heimaleik fyrir opnum dyrum gegn Val næsta fimmtudag í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Þetta staðfestir Jörundur Áki Sveinsson, framkvæmdastjóri KSÍ, í samtali við Vísi. „Leikurinn mun fara fram í Albaníu. UEFA lítur málið alvarlegum augum og okkar skilningur er sá að UEFA mun tryggja öryggi Vals. Síðan er þetta mál bara í ferli hjá UEFA. Ekkert komið enn þá [hvað varðar sekt eða aðra refsingu].“ Átök brutust út eftir leik á Hlíðarenda síðasta fimmtudag. Valur skoraði 2-2 jöfnunarmarkið eftir að uppgefinn uppbótartími hafði runnið sitt skeið og eftir leik fór allt úr böndunum. Öryggisvörður var laminn í andlitið, líflátshótanir voru hafðar af bæði stuðningsmönnum og starfsfólki Vllaznia í átt stuðningsmanna, stjórnarmanna og starfsfólks Vals. Stjórnarmaður Vllaznia henti aðskotahlut í andlit dómara leiksins á meðan forseti og framkvæmdastjóri félagsins létu öllum illum látinn. Málið er á borði Interpol þar sem um er að ræða alþjóðlegan viðburð. Skiljanlega eru Valsmenn ekki mjög spenntir fyrir því að fara út til Albaníu eftir slíkan atburð en UEFA ákvað að leikurinn skyldi fara þar fram og frá því verður ekki vikið. „Valur var einnig á þessum fundi í morgun og auðvitað eru þeir áhyggjufullir en á endanum er það UEFA sem tekur þessa ákvörðun og þar við situr. Valur verður að mæta í leikinn og trúa því að UEFA tryggi öryggi þeirra á leikstað.“ Ekki er gert ráð fyrir því að aðdáendur Vals geri sér ferð til Albaníu og setji sig í hættu. „Ég held ekki. Ég held að það sé aðeins leikmannahópur og starfslið í kringum liðið sem er að fara frá Íslandi. Það er niðurstaðan og við hjá knattspyrnusambandinu erum Valsmönnum auðvitað innan handar í þessu ferli og reynum að styðja þá eins vel og við mögulega getum. Við lítum þetta alvarlegum augum en verðum að trúa því og treysta að þetta verði í lagi,“ sagði Jörundur að lokum. Valur sendi frá sér yfirlýsingu síðasta föstudag og mun ekki tjá sig frekar um málið. Sambandsdeild Evrópu Valur Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira
„Leikurinn mun fara fram í Albaníu. UEFA lítur málið alvarlegum augum og okkar skilningur er sá að UEFA mun tryggja öryggi Vals. Síðan er þetta mál bara í ferli hjá UEFA. Ekkert komið enn þá [hvað varðar sekt eða aðra refsingu].“ Átök brutust út eftir leik á Hlíðarenda síðasta fimmtudag. Valur skoraði 2-2 jöfnunarmarkið eftir að uppgefinn uppbótartími hafði runnið sitt skeið og eftir leik fór allt úr böndunum. Öryggisvörður var laminn í andlitið, líflátshótanir voru hafðar af bæði stuðningsmönnum og starfsfólki Vllaznia í átt stuðningsmanna, stjórnarmanna og starfsfólks Vals. Stjórnarmaður Vllaznia henti aðskotahlut í andlit dómara leiksins á meðan forseti og framkvæmdastjóri félagsins létu öllum illum látinn. Málið er á borði Interpol þar sem um er að ræða alþjóðlegan viðburð. Skiljanlega eru Valsmenn ekki mjög spenntir fyrir því að fara út til Albaníu eftir slíkan atburð en UEFA ákvað að leikurinn skyldi fara þar fram og frá því verður ekki vikið. „Valur var einnig á þessum fundi í morgun og auðvitað eru þeir áhyggjufullir en á endanum er það UEFA sem tekur þessa ákvörðun og þar við situr. Valur verður að mæta í leikinn og trúa því að UEFA tryggi öryggi þeirra á leikstað.“ Ekki er gert ráð fyrir því að aðdáendur Vals geri sér ferð til Albaníu og setji sig í hættu. „Ég held ekki. Ég held að það sé aðeins leikmannahópur og starfslið í kringum liðið sem er að fara frá Íslandi. Það er niðurstaðan og við hjá knattspyrnusambandinu erum Valsmönnum auðvitað innan handar í þessu ferli og reynum að styðja þá eins vel og við mögulega getum. Við lítum þetta alvarlegum augum en verðum að trúa því og treysta að þetta verði í lagi,“ sagði Jörundur að lokum. Valur sendi frá sér yfirlýsingu síðasta föstudag og mun ekki tjá sig frekar um málið.
Sambandsdeild Evrópu Valur Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti Fleiri fréttir Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Bellingham fyrir Arsenal leikinn: Kvöld hannað fyrir Real Madrid Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Sjá meira