Howe, Gerrard og Lampard líklegir til að taka við enska landsliðinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. júlí 2024 11:01 Eddie Howe, Steven Gerrard og Frank Lampard eru allir á lista enska knattspyrnusambandsins yfir mögulega arftaka Gareth Southgate. Samsett/Getty Eddie Howe, þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle, er sagður vera einn af líklegustu valkostunum til að taka við enska karlalandsliðinu. Fyrr í dag bárust fregnir þess efnis að Gareth Southgate, sem hafði stýrt enska liðinu frá árinu 2016, hefði sagt starfi sínu lausu. Southgate kom enska liðinu alla leið í úrslit Evrópumótsins sem lauk síðastliðinn sunnudag, en Englendingar þurftu að sætta sig við silfur eftir tap gegn Spánverjum í úrslitum. Þetta var annað Evrópumótið í röð sem Englendingar fara í úrslit undir stjórn Southgate, en hann hefur einnig stýrt liðinu í undanúrslit HM. Þrátt fyrir gott gengi Englendinga undir hans stjórn hefur liðinu ekki tekist að vinna titil. Þá hefur leikstíll og spilamennska liðsins undir stjórn Southgate ekki heillað alla og því velta margir fyrir sér hver næstu skref verða hjá þjálfaranum. Enski miðillinn The Guardian greinir nú frá því að enska knattspyrnusambandið, FA, hafi sett saman lista yfir mögulega arftaka Southgate. 🚨🚨| Eddie Howe, Graham Potter and Thomas Tuchel will be the leading candidates to become England manager if current boss Gareth Southgate steps down. [@guardian] pic.twitter.com/kGxLoXehpY— CentreGoals. (@centregoals) July 16, 2024 Samkvæmt heimildum The Guardian eru þeir Eddie Howe, þjálfari Newcastle, Graham Potter, fyrrverandi þjálfari Chelsea og Brighton og Thomas Tuchel, fyrrverandi þjálfari Chelsea, PSG og Bayern München, meðal þeirra sem þykja líklegastir til að taka við starfinu. Þremenningarnir eru þó ekki þeir einu sem eru á lista FA yfir mögulega arftaka Southgate því miðillinn nefnir einnig þá Mauricio Pochettino, fyrrverandi þjálfara Chelsea, Tottenham og PSG, Lee Carsley, þjálfara enska U-21 árs landsliðsins og fyrrum miðjumenn enska landsliðsins, Frank Lampard og Steven Gerrard til sögunnar. Enski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira
Fyrr í dag bárust fregnir þess efnis að Gareth Southgate, sem hafði stýrt enska liðinu frá árinu 2016, hefði sagt starfi sínu lausu. Southgate kom enska liðinu alla leið í úrslit Evrópumótsins sem lauk síðastliðinn sunnudag, en Englendingar þurftu að sætta sig við silfur eftir tap gegn Spánverjum í úrslitum. Þetta var annað Evrópumótið í röð sem Englendingar fara í úrslit undir stjórn Southgate, en hann hefur einnig stýrt liðinu í undanúrslit HM. Þrátt fyrir gott gengi Englendinga undir hans stjórn hefur liðinu ekki tekist að vinna titil. Þá hefur leikstíll og spilamennska liðsins undir stjórn Southgate ekki heillað alla og því velta margir fyrir sér hver næstu skref verða hjá þjálfaranum. Enski miðillinn The Guardian greinir nú frá því að enska knattspyrnusambandið, FA, hafi sett saman lista yfir mögulega arftaka Southgate. 🚨🚨| Eddie Howe, Graham Potter and Thomas Tuchel will be the leading candidates to become England manager if current boss Gareth Southgate steps down. [@guardian] pic.twitter.com/kGxLoXehpY— CentreGoals. (@centregoals) July 16, 2024 Samkvæmt heimildum The Guardian eru þeir Eddie Howe, þjálfari Newcastle, Graham Potter, fyrrverandi þjálfari Chelsea og Brighton og Thomas Tuchel, fyrrverandi þjálfari Chelsea, PSG og Bayern München, meðal þeirra sem þykja líklegastir til að taka við starfinu. Þremenningarnir eru þó ekki þeir einu sem eru á lista FA yfir mögulega arftaka Southgate því miðillinn nefnir einnig þá Mauricio Pochettino, fyrrverandi þjálfara Chelsea, Tottenham og PSG, Lee Carsley, þjálfara enska U-21 árs landsliðsins og fyrrum miðjumenn enska landsliðsins, Frank Lampard og Steven Gerrard til sögunnar.
Enski boltinn EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Mark tekið af Andra Lucasi á umdeilanlegan hátt Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira