Southgate hefur sagt upp störfum Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. júlí 2024 10:07 Gareth Southgate stýrði enska landsliðinu frá 2016. Richard Sellers/Getty Images Tveimur dögum eftir að hafa tapað úrslitaleik Evrópumótsins í annað sinn hefur Gareth Southgate sagt upp störfum sem landsliðsþjálfari Englands í fótbolta. Southgate tók við enska landsliðinu haustið 2016 af Sam Allardyce sem var ráðinn til tveggja ára eftir að Roy Hodgson var látinn fara fyrr um sumarið þegar England féll úr leik í 16-liða úrslitum EM gegn Íslandi. Stóri Sam sagði hins vegar af sér eftir aðeins 67 daga í starfi og Southgate var kallaður til eftir að hafa náð góðum árangri með u21 árs landsliðið. HM 2018 í Rússlandi var fyrsta stórmót Englendinga undir hans stjórn, þar fór liðið alla leið í undanúrslit og vann loks vítaspyrnukeppni (í 16-liða úrslitum gegn Kólumbíu) eftir að hafa fallið úr leik eftir vítaspyrnukeppni á þremur heimsmeistaramótum í röð. Á síðustu tveimur Evrópumótum hefur England farið alla leið í úrslit en tapað í bæði skipti. Á heimavelli 2020/21 gegn Ítalíu og nú síðasta sunnudag gegn Spáni. Southgate fór fáum orðum um framtíðina eftir tapið á sunnudag og sagðist bara þurfa að eiga samræður við sitt fólk áður en ákvörðun yrði tekin. Ákvörðunin var svo tilkynnt af enska knattspyrnusambandinu rétt í þessu og Southgate skrifaði kveðju til stuðningsmanna. After 102 games and almost eight years in charge, Gareth Southgate has announced he is to leave his role as manager of the #ThreeLions.— England (@England) July 16, 2024 „Sem stoltur Englendingur hefur það verið minn mesti heiður að spila fyrir og þjálfa enska landsliðið. Þetta hefur þýtt mikið fyrir mig og ég hef lagt mig allan fram. En nú er kominn tími á breytingar, nýjan kafla… Ég er og verð alltaf aðdáandi enska landsliðsins. Ég hlakka til að horfa og fagna því þegar liðið heldur áfram að skapa minningar fyrir þjóðina, tengja hana tilfinningaböndum og veita henni innblástur – eins og við vitum að það getur. Takk England, fyrir allt saman,“ var meðal þess sem Southgate skrifaði í kveðjunni. Fréttin hefur verið uppfærð. EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir „Vildum vinna þetta fyrir hann“ Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, var eðlilega niðurlútur eftir að liðinu mistókst að vinna sinn fyrsta Evrópumeistaratitil í sögunni er liðið tapaði 2-1 gegn Spánverjum í úrslitum EM í kvöld. 14. júlí 2024 22:30 Bellingham pirraður út í Southgate: „Breyttu einhverju, gerðu eitthvað“ Jude Bellingham ku hafa reiðst út í Gareth Southgate í úrslitaleik EM gegn Spáni. Hann vildi að landsliðsþjálfarinn gerði breytingar á liðinu í seinni hálfleik. 16. júlí 2024 07:30 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Southgate tók við enska landsliðinu haustið 2016 af Sam Allardyce sem var ráðinn til tveggja ára eftir að Roy Hodgson var látinn fara fyrr um sumarið þegar England féll úr leik í 16-liða úrslitum EM gegn Íslandi. Stóri Sam sagði hins vegar af sér eftir aðeins 67 daga í starfi og Southgate var kallaður til eftir að hafa náð góðum árangri með u21 árs landsliðið. HM 2018 í Rússlandi var fyrsta stórmót Englendinga undir hans stjórn, þar fór liðið alla leið í undanúrslit og vann loks vítaspyrnukeppni (í 16-liða úrslitum gegn Kólumbíu) eftir að hafa fallið úr leik eftir vítaspyrnukeppni á þremur heimsmeistaramótum í röð. Á síðustu tveimur Evrópumótum hefur England farið alla leið í úrslit en tapað í bæði skipti. Á heimavelli 2020/21 gegn Ítalíu og nú síðasta sunnudag gegn Spáni. Southgate fór fáum orðum um framtíðina eftir tapið á sunnudag og sagðist bara þurfa að eiga samræður við sitt fólk áður en ákvörðun yrði tekin. Ákvörðunin var svo tilkynnt af enska knattspyrnusambandinu rétt í þessu og Southgate skrifaði kveðju til stuðningsmanna. After 102 games and almost eight years in charge, Gareth Southgate has announced he is to leave his role as manager of the #ThreeLions.— England (@England) July 16, 2024 „Sem stoltur Englendingur hefur það verið minn mesti heiður að spila fyrir og þjálfa enska landsliðið. Þetta hefur þýtt mikið fyrir mig og ég hef lagt mig allan fram. En nú er kominn tími á breytingar, nýjan kafla… Ég er og verð alltaf aðdáandi enska landsliðsins. Ég hlakka til að horfa og fagna því þegar liðið heldur áfram að skapa minningar fyrir þjóðina, tengja hana tilfinningaböndum og veita henni innblástur – eins og við vitum að það getur. Takk England, fyrir allt saman,“ var meðal þess sem Southgate skrifaði í kveðjunni. Fréttin hefur verið uppfærð.
EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir „Vildum vinna þetta fyrir hann“ Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, var eðlilega niðurlútur eftir að liðinu mistókst að vinna sinn fyrsta Evrópumeistaratitil í sögunni er liðið tapaði 2-1 gegn Spánverjum í úrslitum EM í kvöld. 14. júlí 2024 22:30 Bellingham pirraður út í Southgate: „Breyttu einhverju, gerðu eitthvað“ Jude Bellingham ku hafa reiðst út í Gareth Southgate í úrslitaleik EM gegn Spáni. Hann vildi að landsliðsþjálfarinn gerði breytingar á liðinu í seinni hálfleik. 16. júlí 2024 07:30 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
„Vildum vinna þetta fyrir hann“ Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu, var eðlilega niðurlútur eftir að liðinu mistókst að vinna sinn fyrsta Evrópumeistaratitil í sögunni er liðið tapaði 2-1 gegn Spánverjum í úrslitum EM í kvöld. 14. júlí 2024 22:30
Bellingham pirraður út í Southgate: „Breyttu einhverju, gerðu eitthvað“ Jude Bellingham ku hafa reiðst út í Gareth Southgate í úrslitaleik EM gegn Spáni. Hann vildi að landsliðsþjálfarinn gerði breytingar á liðinu í seinni hálfleik. 16. júlí 2024 07:30