Hefja viðgerðir á næstu dögum þrátt fyrir óvissuástand Tómas Arnar Þorláksson skrifar 16. júlí 2024 12:18 Töluvert þarf að gera í Grindavík til að tryggja öryggi. Vísir/Arnar Grindavíkurnefnd hyggst ráðast sem allra fyrst í framkvæmdir og viðgerðir í Grindavík svo að hægt verði að opna bæinn að fullu á nýjan leik þrátt fyrir óvissuástand á svæðinu. Árni Þór Sigurðsson, formaður nefndarinnar, kveðst vilja tryggja flóttaleiðir með viðgerðum á götum og stígum. Störf nefndarinnar hafi gengið vel síðan að nefndin tók til starfa þann fyrsta júní. „Við erum búnir að kynna aðgerðaráætlun sem gengur út á það að ráðast í viðgerðir á götum í Grindavík og fylla upp í sprungur og loka sprungum af og líka girða af hættulega staði til að gera bæinn eins öruggan og hægt er.“ Góð viðbrögð frá stjórnvöldum Nefndin kynnti áætlunina fyrir ríkisstjórninni í síðustu viku sem hafi tekið vel í fyrirætlanirnar og verið sammála um að leggja kapp á að tryggja öryggi í Grindavík svo íbúar geti snúið aftur þangað. „Almennt góð viðbrögð við því og mætti stuðningi hjá stjórnvöldum líka sem er mikilvægt. Þannig að vonandi verður hægt að fara í þetta bara núna á næstu dögum.“ Ekki gæt að bíða endalaust Árni segir mikilvægt að hefja viðgerðir sem fyrst þrátt fyrir óvissu ástand á svæðinu á meðan landris heldur áfram og búist er við öðru eldgosi á næstu vikum eða mánuðum. „Ef við ætluðum að bíða eftir því að öllu þessu væri lokið þá gætum við þurft að bíða ansi lengi og þá sé rétt að fara í viðgerðir núna á því sem hægt er og reyna að opna bæinn meira og glæða hann meira lífi.“ Sex til níu mánuðir Verkefnið gæti tekið allt að sex til níu mánuði í heild sinni en Árni segir of snemmt til að segja til um hvenær fólk getur dvalið í Grindavík. „Hvort það verður hægt að opna hann algerlega án takmarkanna það er nú kannski ekki alveg víst hvort það verði alveg strax en eftir því sem þessum framkvæmdum vindur fram og öryggi í bænum eykst þá verður auðvitað hægt að opna hann meira og vonandi gerist það á næstu vikum.“ Grindavík Vegagerð Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Árni Þór Sigurðsson, formaður nefndarinnar, kveðst vilja tryggja flóttaleiðir með viðgerðum á götum og stígum. Störf nefndarinnar hafi gengið vel síðan að nefndin tók til starfa þann fyrsta júní. „Við erum búnir að kynna aðgerðaráætlun sem gengur út á það að ráðast í viðgerðir á götum í Grindavík og fylla upp í sprungur og loka sprungum af og líka girða af hættulega staði til að gera bæinn eins öruggan og hægt er.“ Góð viðbrögð frá stjórnvöldum Nefndin kynnti áætlunina fyrir ríkisstjórninni í síðustu viku sem hafi tekið vel í fyrirætlanirnar og verið sammála um að leggja kapp á að tryggja öryggi í Grindavík svo íbúar geti snúið aftur þangað. „Almennt góð viðbrögð við því og mætti stuðningi hjá stjórnvöldum líka sem er mikilvægt. Þannig að vonandi verður hægt að fara í þetta bara núna á næstu dögum.“ Ekki gæt að bíða endalaust Árni segir mikilvægt að hefja viðgerðir sem fyrst þrátt fyrir óvissu ástand á svæðinu á meðan landris heldur áfram og búist er við öðru eldgosi á næstu vikum eða mánuðum. „Ef við ætluðum að bíða eftir því að öllu þessu væri lokið þá gætum við þurft að bíða ansi lengi og þá sé rétt að fara í viðgerðir núna á því sem hægt er og reyna að opna bæinn meira og glæða hann meira lífi.“ Sex til níu mánuðir Verkefnið gæti tekið allt að sex til níu mánuði í heild sinni en Árni segir of snemmt til að segja til um hvenær fólk getur dvalið í Grindavík. „Hvort það verður hægt að opna hann algerlega án takmarkanna það er nú kannski ekki alveg víst hvort það verði alveg strax en eftir því sem þessum framkvæmdum vindur fram og öryggi í bænum eykst þá verður auðvitað hægt að opna hann meira og vonandi gerist það á næstu vikum.“
Grindavík Vegagerð Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði