Fasteignakaup fjárfesta vísbending um að fasteignaverð haldi áfram að hækka Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. júlí 2024 13:16 Jónas Atli Gunnarsson er hagfræðingur hjá HMS. Vísir/Einar Fjölgun íbúða í eigu stórtækra íbúðaeigenda hefur aukist á undanförnum árum á meðan hlutfall þeirra sem eiga aðeins eina íbúð til eigin nota hefur dregist saman. Hagfræðingur segir þetta vísbendingu um að fjárfestar telji að fasteignaverð muni halda áfram að hækka. Aftur á móti tengist þróunin að miklu leyti einnig aukinni uppbyggingu félagslegra íbúða sem og uppkaupum Þórkötlu á íbúðarhúsnæði í Grindavík. Fram kemur í grein Innherja á Vísi í gær, þar sem vitnað er til skrifa framkvæmdastjóra Aflvaka þróunarfélags, að nærri níu af hvernum tíu seldum íbúðum á árinu hafi verið keyptar af fjárfestum. Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, segir stofnunina hafa merkt þróun í þessa veru að undanförnu. „Við höfum verð að sjá breytingarnar frá því að vextir byrjuðu að hækka árið 2022, að fjölgun íbúða væri í minna mæli að fara til íbúðaeigenda sem eiga bara eina íbúð, það sem við myndum kalla „venjulega“ íbúðaeigendur. En á sama tíma hafa fjársterkir íbúðaeigendur verið að auka hlutdeild sína á íbúðamarkaðinum,“ segir Jónas Atli. Stórtækir íbúðaeigendur vísar til bæði lögaðila og einstaklinga sem eiga fleiri en eina íbúð. Háir vextir eru meðal þess sem skýrir minni fjölgun íbúðareigenda sem eiga bara eina íbúð að sögn Jónasar. „Það er erfiðara að kaupa íbúðir þegar vextir eru hærri og lánaskilyrði eru þrengri,“ segir Jónas. Það séu aftur á móti nokkrir þættir sem kunni að skýra aukna fjölgun stórtækari íbúðareigenda. „Við alla veganna teljum hjá HMS að stóran hluta af þessari þróun megi skýra með íbúðaeigendur sem eru ekki að kaupa endilega í fjárfestingaskini. Heldur er þetta ríkisstjórnin, annað hvort í gegnum Þórkötlukaupin, eða þá eru þetta félagslegar leiguíbúðir,“ segir Jónas og vísar þar til þess að hátt í þrjú þúsund íbúðir hafi verið teknar í notkun að undanförnu með hjálp stofnframlaga frá ríkinu. Þá sé þróunin í ár að miklu leyti tilkomin vegna stórtækra uppkaupa fasteignafélagsins Þórkötlu á íbúðum í Grindavík, auk kaupa leigufélaga á íbúðum til útleigu fyrir Grindvíkinga. Væntingar um áframhaldandi hækkun fasteignaverðs Jónas bendir á að ef ekki væri fyrir kaup Þórkötlu á íbúðarhúsnæði hefði íbúðum í eigu „venjulegra“ íbúðaeigenda að öllum líkindum fjölgað hraðar í ár heldur en í fyrra. Einnig sé sennilegt að margar þeirra íbúða sem keyptar hafa verið af fjársterkum aðilum skili sér á leigumarkaðinn, þar sem eftirspurnin sé töluvert meiri en framboðið sem stendur. Viðvarandi eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði viðhaldi háu fasteignaverð, en eftirspurnin hefur haldist mikil þrátt fyrir háa vexti. „Mætti draga þá ályktun af því að stórir fjárfestar, sem eru ekki þessir félagslegu fjárfestar heldur kannski aðrir sem eru að sjá sér kannski hagnaðarvon í að kaupa íbúðir, þeir telja að fasteignaverð muni halda áfram að hækka,“ segir Jónas. Húsnæðismál Efnahagsmál Fasteignamarkaður Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Sjá meira
Fram kemur í grein Innherja á Vísi í gær, þar sem vitnað er til skrifa framkvæmdastjóra Aflvaka þróunarfélags, að nærri níu af hvernum tíu seldum íbúðum á árinu hafi verið keyptar af fjárfestum. Jónas Atli Gunnarsson, hagfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, segir stofnunina hafa merkt þróun í þessa veru að undanförnu. „Við höfum verð að sjá breytingarnar frá því að vextir byrjuðu að hækka árið 2022, að fjölgun íbúða væri í minna mæli að fara til íbúðaeigenda sem eiga bara eina íbúð, það sem við myndum kalla „venjulega“ íbúðaeigendur. En á sama tíma hafa fjársterkir íbúðaeigendur verið að auka hlutdeild sína á íbúðamarkaðinum,“ segir Jónas Atli. Stórtækir íbúðaeigendur vísar til bæði lögaðila og einstaklinga sem eiga fleiri en eina íbúð. Háir vextir eru meðal þess sem skýrir minni fjölgun íbúðareigenda sem eiga bara eina íbúð að sögn Jónasar. „Það er erfiðara að kaupa íbúðir þegar vextir eru hærri og lánaskilyrði eru þrengri,“ segir Jónas. Það séu aftur á móti nokkrir þættir sem kunni að skýra aukna fjölgun stórtækari íbúðareigenda. „Við alla veganna teljum hjá HMS að stóran hluta af þessari þróun megi skýra með íbúðaeigendur sem eru ekki að kaupa endilega í fjárfestingaskini. Heldur er þetta ríkisstjórnin, annað hvort í gegnum Þórkötlukaupin, eða þá eru þetta félagslegar leiguíbúðir,“ segir Jónas og vísar þar til þess að hátt í þrjú þúsund íbúðir hafi verið teknar í notkun að undanförnu með hjálp stofnframlaga frá ríkinu. Þá sé þróunin í ár að miklu leyti tilkomin vegna stórtækra uppkaupa fasteignafélagsins Þórkötlu á íbúðum í Grindavík, auk kaupa leigufélaga á íbúðum til útleigu fyrir Grindvíkinga. Væntingar um áframhaldandi hækkun fasteignaverðs Jónas bendir á að ef ekki væri fyrir kaup Þórkötlu á íbúðarhúsnæði hefði íbúðum í eigu „venjulegra“ íbúðaeigenda að öllum líkindum fjölgað hraðar í ár heldur en í fyrra. Einnig sé sennilegt að margar þeirra íbúða sem keyptar hafa verið af fjársterkum aðilum skili sér á leigumarkaðinn, þar sem eftirspurnin sé töluvert meiri en framboðið sem stendur. Viðvarandi eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði viðhaldi háu fasteignaverð, en eftirspurnin hefur haldist mikil þrátt fyrir háa vexti. „Mætti draga þá ályktun af því að stórir fjárfestar, sem eru ekki þessir félagslegu fjárfestar heldur kannski aðrir sem eru að sjá sér kannski hagnaðarvon í að kaupa íbúðir, þeir telja að fasteignaverð muni halda áfram að hækka,“ segir Jónas.
Húsnæðismál Efnahagsmál Fasteignamarkaður Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Sjá meira