Heimsleikarnir gætu byrjað klukkan sex um morguninn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júlí 2024 09:01 Katrín Tanja Davíðsdóttir gat ekki tekið þátt í tímabilinu í ár vegna bakmeiðsla en hún heimsótti á dögunum fyrrum æfingafélaga sinn Cole Sager sem var að undirbúa sig fyrir heimsleikana ásamt fleirum. @katrintanja Það styttist í heimsleikana í CrossFit sem að þessu sinni fara fram í Texas fylki í Bandaríkjunum. Fyrsti keppnisdagurinn í ár er fimmtudaginn 8. ágúst og það er þegar búið að tilkynna um fyrstu greinina. Hún mun snúast um sund og útihlaup eins og við höfum séð áður. Keppendur munu hlaupa í kringum Marine Creek vatnið og synda einnig í vatninu. Þetta verður líklegast hópstart og því mikið fjör. Fer fram rétt hjá Dallas Marine Creek Lake er rétt fyrir utan Forth Wort sem er hluti stórborgarsvæði Dallas-Fort Worth-Arlington og er fjórða stærsta stórborgarsvæði Bandaríkjanna. Það sem er nýtt í ár er keppnistíminn. CrossFit fólkið þekkir það vissulega að þurfa að byrja daginn snemma en þá kannski að vakna klukkan sjö en ekki byrja að keppa klukkan sjö. Nú verður hins vegar breyting á þessu og keppendur þurfa væntanlega að vakna og borða morgunmatinn sinn um miðja nótt. „Við munum byrja klukkan sjö um morguninn, þannig mjög snemma um morguninn,“ sagði Dave Castro íþróttastjóri leikanna í spjalli við The Barbell Spin eins og sjá má hér fyrir neðan. Þar sem heimsleikarnir fara nú fram mun sunnar á hnettinum en í Madison þá gæti orðið mjög heitt á þessum tíma. Það kallar á það að byrja keppnina mjög snemma. Gæti flýtt keppni frá sjö til sex „Í vikunni fyrir leikana þá munum við prófa þessa fyrstu grein klukkan sjö um morguninn til að sjá hvernig þetta kemur út hvað varðar hitann og annað slíkt. Ef að það verður of heitt á þeim tíma þá þurfum við bara að byrja keppnina klukkan sex,“ sagði Castro. „Við munum byrja keppnina þennan morgunn það er bara spurning um klukkan hvað,“ sagði Castro. Björgvin Karl Guðmundsson er sá eini frá Íslandi sem keppir á heimsleikum fullorðinna í ár en keppni í aldursflokkum og fötlunarflokkum er nú haldið sér. View this post on Instagram A post shared by The Barbell Spin (@thebarbellspin) CrossFit Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Sjá meira
Fyrsti keppnisdagurinn í ár er fimmtudaginn 8. ágúst og það er þegar búið að tilkynna um fyrstu greinina. Hún mun snúast um sund og útihlaup eins og við höfum séð áður. Keppendur munu hlaupa í kringum Marine Creek vatnið og synda einnig í vatninu. Þetta verður líklegast hópstart og því mikið fjör. Fer fram rétt hjá Dallas Marine Creek Lake er rétt fyrir utan Forth Wort sem er hluti stórborgarsvæði Dallas-Fort Worth-Arlington og er fjórða stærsta stórborgarsvæði Bandaríkjanna. Það sem er nýtt í ár er keppnistíminn. CrossFit fólkið þekkir það vissulega að þurfa að byrja daginn snemma en þá kannski að vakna klukkan sjö en ekki byrja að keppa klukkan sjö. Nú verður hins vegar breyting á þessu og keppendur þurfa væntanlega að vakna og borða morgunmatinn sinn um miðja nótt. „Við munum byrja klukkan sjö um morguninn, þannig mjög snemma um morguninn,“ sagði Dave Castro íþróttastjóri leikanna í spjalli við The Barbell Spin eins og sjá má hér fyrir neðan. Þar sem heimsleikarnir fara nú fram mun sunnar á hnettinum en í Madison þá gæti orðið mjög heitt á þessum tíma. Það kallar á það að byrja keppnina mjög snemma. Gæti flýtt keppni frá sjö til sex „Í vikunni fyrir leikana þá munum við prófa þessa fyrstu grein klukkan sjö um morguninn til að sjá hvernig þetta kemur út hvað varðar hitann og annað slíkt. Ef að það verður of heitt á þeim tíma þá þurfum við bara að byrja keppnina klukkan sex,“ sagði Castro. „Við munum byrja keppnina þennan morgunn það er bara spurning um klukkan hvað,“ sagði Castro. Björgvin Karl Guðmundsson er sá eini frá Íslandi sem keppir á heimsleikum fullorðinna í ár en keppni í aldursflokkum og fötlunarflokkum er nú haldið sér. View this post on Instagram A post shared by The Barbell Spin (@thebarbellspin)
CrossFit Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Í beinni: Valur - Breiðablik | Stórleikur á Hlíðarenda Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Sjá meira