Frjósemi á Íslandi aldrei verið minni en í fyrra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. júlí 2024 10:31 Frjósemi hefur aldrei mælst minni á Íslandi frá því mælingar hófust. Getty Frjósemi á Íslandi hefur aldrei verið minni en í fyrra frá því mælingar hófust fyrir um 170 árum síðan. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu á vef Hagstofu Íslands, en þar segir að fjöldi lifandi fæddra barna á Íslandi í fyrra hafi verið 4.315 sem er fækkun frá 2022 þegar fædd börn voru 4.382. Meðalaldur mæðra hefur einnig hækkað jafnt og þétt undanfarna áratugi og eignast konur nú sitt fyrsta barn að jafnaði síðar á ævinni en áður. Mælikvarði á frjósemi miðast við fjölda lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu. Árið 2023 var frjósemi samkvæmt tölfræði Hagstofunnar 1,59 barn á hverja konu og hefur aldrei verið minni frá því frjósemismælingar hófust árið 1853. Jafnan er miðað við að frjósemi þurfi að vera 2,1 barn á hverja konu til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma. Þannig heldur frjósemi áfram að dragast saman en árið 2022 var frjósemi 1,67 sem er næst minnsta frjósemi sem mælst hefur. Síðast mældist frjósemi á Íslandi yfir 2,1 fyrir fjórtán árum. Grafið hér að neðan sýnir þróun frjósemi á Íslandi frá 1950. Graf frá Hagstofu Íslands sem sýnir þróun frjósemi á Íslandi.Hagstofa Íslands Þegar nánar er rýnt í tölfræðina kemur í ljós að fæðingartíðni ungra mæðra undir tvítugu var 3,7 börn á hverjar þúsund konur í fyrra. Til samanburðar var fæðingartíðnin 84 börn á hverjar þúsund konur undir tvítugu á tímabilinu 1961 til 1965 þegar mest var. "yrir utan síðustu þrjú ár þarf að fara aftur til ársins 1870 til að finna ár þar sem fæðingartíðni mæðra undir tvítugu fór undir fjögur börn á hverjar 1.000 konur," segir í tilkynningu Hagstofunnar. Frá 1932 og allt til ársins 2018 var aldursbundin fæðingartíðni mest hjá konum í aldurshópnum 20 til 24 ára en árið 2019 var hún mest í aldurshópnum 25 til 29 ára. Nú er fæðingartíðni hins vegar mest meðal kvenna í aldurshópnum 30 til 34, en í fyrra fæddust 108 börn á hverjar þúsund konur í þeim aldurshópi. Nánari gögn um frjósemi og fæðingartíðni á Íslandi má lesa á vef Hagstofunnar. Börn og uppeldi Frjósemi Mannfjöldi Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Mælikvarði á frjósemi miðast við fjölda lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu. Árið 2023 var frjósemi samkvæmt tölfræði Hagstofunnar 1,59 barn á hverja konu og hefur aldrei verið minni frá því frjósemismælingar hófust árið 1853. Jafnan er miðað við að frjósemi þurfi að vera 2,1 barn á hverja konu til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma. Þannig heldur frjósemi áfram að dragast saman en árið 2022 var frjósemi 1,67 sem er næst minnsta frjósemi sem mælst hefur. Síðast mældist frjósemi á Íslandi yfir 2,1 fyrir fjórtán árum. Grafið hér að neðan sýnir þróun frjósemi á Íslandi frá 1950. Graf frá Hagstofu Íslands sem sýnir þróun frjósemi á Íslandi.Hagstofa Íslands Þegar nánar er rýnt í tölfræðina kemur í ljós að fæðingartíðni ungra mæðra undir tvítugu var 3,7 börn á hverjar þúsund konur í fyrra. Til samanburðar var fæðingartíðnin 84 börn á hverjar þúsund konur undir tvítugu á tímabilinu 1961 til 1965 þegar mest var. "yrir utan síðustu þrjú ár þarf að fara aftur til ársins 1870 til að finna ár þar sem fæðingartíðni mæðra undir tvítugu fór undir fjögur börn á hverjar 1.000 konur," segir í tilkynningu Hagstofunnar. Frá 1932 og allt til ársins 2018 var aldursbundin fæðingartíðni mest hjá konum í aldurshópnum 20 til 24 ára en árið 2019 var hún mest í aldurshópnum 25 til 29 ára. Nú er fæðingartíðni hins vegar mest meðal kvenna í aldurshópnum 30 til 34, en í fyrra fæddust 108 börn á hverjar þúsund konur í þeim aldurshópi. Nánari gögn um frjósemi og fæðingartíðni á Íslandi má lesa á vef Hagstofunnar.
Börn og uppeldi Frjósemi Mannfjöldi Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira