Frjósemi á Íslandi aldrei verið minni en í fyrra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. júlí 2024 10:31 Frjósemi hefur aldrei mælst minni á Íslandi frá því mælingar hófust. Getty Frjósemi á Íslandi hefur aldrei verið minni en í fyrra frá því mælingar hófust fyrir um 170 árum síðan. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu á vef Hagstofu Íslands, en þar segir að fjöldi lifandi fæddra barna á Íslandi í fyrra hafi verið 4.315 sem er fækkun frá 2022 þegar fædd börn voru 4.382. Meðalaldur mæðra hefur einnig hækkað jafnt og þétt undanfarna áratugi og eignast konur nú sitt fyrsta barn að jafnaði síðar á ævinni en áður. Mælikvarði á frjósemi miðast við fjölda lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu. Árið 2023 var frjósemi samkvæmt tölfræði Hagstofunnar 1,59 barn á hverja konu og hefur aldrei verið minni frá því frjósemismælingar hófust árið 1853. Jafnan er miðað við að frjósemi þurfi að vera 2,1 barn á hverja konu til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma. Þannig heldur frjósemi áfram að dragast saman en árið 2022 var frjósemi 1,67 sem er næst minnsta frjósemi sem mælst hefur. Síðast mældist frjósemi á Íslandi yfir 2,1 fyrir fjórtán árum. Grafið hér að neðan sýnir þróun frjósemi á Íslandi frá 1950. Graf frá Hagstofu Íslands sem sýnir þróun frjósemi á Íslandi.Hagstofa Íslands Þegar nánar er rýnt í tölfræðina kemur í ljós að fæðingartíðni ungra mæðra undir tvítugu var 3,7 börn á hverjar þúsund konur í fyrra. Til samanburðar var fæðingartíðnin 84 börn á hverjar þúsund konur undir tvítugu á tímabilinu 1961 til 1965 þegar mest var. "yrir utan síðustu þrjú ár þarf að fara aftur til ársins 1870 til að finna ár þar sem fæðingartíðni mæðra undir tvítugu fór undir fjögur börn á hverjar 1.000 konur," segir í tilkynningu Hagstofunnar. Frá 1932 og allt til ársins 2018 var aldursbundin fæðingartíðni mest hjá konum í aldurshópnum 20 til 24 ára en árið 2019 var hún mest í aldurshópnum 25 til 29 ára. Nú er fæðingartíðni hins vegar mest meðal kvenna í aldurshópnum 30 til 34, en í fyrra fæddust 108 börn á hverjar þúsund konur í þeim aldurshópi. Nánari gögn um frjósemi og fæðingartíðni á Íslandi má lesa á vef Hagstofunnar. Börn og uppeldi Frjósemi Mannfjöldi Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 Sjá meira
Mælikvarði á frjósemi miðast við fjölda lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu. Árið 2023 var frjósemi samkvæmt tölfræði Hagstofunnar 1,59 barn á hverja konu og hefur aldrei verið minni frá því frjósemismælingar hófust árið 1853. Jafnan er miðað við að frjósemi þurfi að vera 2,1 barn á hverja konu til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma. Þannig heldur frjósemi áfram að dragast saman en árið 2022 var frjósemi 1,67 sem er næst minnsta frjósemi sem mælst hefur. Síðast mældist frjósemi á Íslandi yfir 2,1 fyrir fjórtán árum. Grafið hér að neðan sýnir þróun frjósemi á Íslandi frá 1950. Graf frá Hagstofu Íslands sem sýnir þróun frjósemi á Íslandi.Hagstofa Íslands Þegar nánar er rýnt í tölfræðina kemur í ljós að fæðingartíðni ungra mæðra undir tvítugu var 3,7 börn á hverjar þúsund konur í fyrra. Til samanburðar var fæðingartíðnin 84 börn á hverjar þúsund konur undir tvítugu á tímabilinu 1961 til 1965 þegar mest var. "yrir utan síðustu þrjú ár þarf að fara aftur til ársins 1870 til að finna ár þar sem fæðingartíðni mæðra undir tvítugu fór undir fjögur börn á hverjar 1.000 konur," segir í tilkynningu Hagstofunnar. Frá 1932 og allt til ársins 2018 var aldursbundin fæðingartíðni mest hjá konum í aldurshópnum 20 til 24 ára en árið 2019 var hún mest í aldurshópnum 25 til 29 ára. Nú er fæðingartíðni hins vegar mest meðal kvenna í aldurshópnum 30 til 34, en í fyrra fæddust 108 börn á hverjar þúsund konur í þeim aldurshópi. Nánari gögn um frjósemi og fæðingartíðni á Íslandi má lesa á vef Hagstofunnar.
Börn og uppeldi Frjósemi Mannfjöldi Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 Sjá meira