Fótbolti

Cecilía Rán spilar með Internazionale í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cecilía Rán Rúnarsdóttir var boðin velkomin til Internzionale eins og sjá má hér.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir var boðin velkomin til Internzionale eins og sjá má hér. inter.it

Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir verður lánuð til Ítalíu á tímabilinu 2024-25.

Bayern München staðfestir það á miðlum sínum að markvörðurinn ungi spili allt næsta tímabil með Internazionale frá Mílanó.

Internazionale endaði í fimmta sæti í ítölsku deildinni á síðustu leiktíð. Félagið staðfestir líka fréttirnar um komu íslenska markvarðarins.

Cecilía Rán fylgir þar með í fótspor varnarmannsins Önnu Bjarkar Kristjánsdóttur sem spilaði með ítalska félaginu frá 2021 til 2023.

Cecilía Rán missti af nær öllu síðasta tímabili vegna meiðsla og þarf nauðsynlega á spilatíma að halda. Hún var í íslenska landsliðshópnum sem tryggði sér sæti á EM en spilaði ekki.

Það var útséð um að hún fengi spilatíma hjá aðalliði Bayern á næstu leiktíð en nú fær hún tækifæri til að sýna sig og sanna í ítölsku deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×