Met slegið í fjölda kaupsamninga vegna uppkaupa Þórkötlu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. júlí 2024 06:23 Kaup ríkisins á íbúðum í Grindavík setur mark sitt á fasteignamarkaðinn. Vísir/Vilhelm Met var slegið í fjölda kaupsamninga í maí en það má rekja til uppkaupa Þórkötlu á íbúðum í Grindavík. Kaupsamningar voru samtals 1.760 en rúmlega 1.300 ef kaupsamningar í Grindavík eru ekki taldir með. Þetta er meðal þess sem kemur fram í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar greinir einnig frá því að vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4 prósent á milli mánaða í júní. Íbúðaverð hafi hækkað um 6,4 prósent frá janúar, sem jafngildi um 16 prósent hækkun á ársgrundvelli. Íbúðaverð hafi nú hækkað um 3,1 prósent umfram vísitölu neysluverðs síðustu 12 mánuði. „Hátt hlutfall eigna selst á yfirverði sem gæti bent til áframhaldandi hækkana á verði. Á höfuðborgarsvæðinu seldust um 20 prósent eigna yfir ásettu verði síðustu mánuði en þegar fasteignamarkaður er í jafnvægi má gera ráð fyrir að hlutfallið sé um 10 prósent,“ segir í samantekt. Enn er ójafnvægi á leigumarkaði en vísitala leiguverðs hækkaði um 2,5 prósent í júní og hefur hækkað um 7,4 prósent á síðustu þremur mánuðum. Framboð á hótelherbergjum hafi aukist og nýtingin versnað, sem gæti dregið úr skammtímaleigu og létt á þrýstingi á leigumarkaðnum á komandi misserum. „Lánamarkaðurinn varð fyrir áhrifum af uppkaupum Þórkötlu á íbúðarhúsnæði í Grindavík. Hrein ný íbúðalán námu einungis 2 milljörðum króna þrátt fyrir mikla veltu á íbúðamarkaði. Í tölum Seðlabankans um bankakerfið má sjá að útlán til fyrirtækja í þjónustu tengdri fasteignafélögum jukust um 28 milljarða í maí, mest í tengslum við sölu Grindvíkinga á fasteignum sínum til fasteignafélagsins Þórkötlu,“ segir í samantektinni. Þá segir að hægt hafi á íbúðauppbyggingu en fullbúnum íbúðum hafi fjölgað um 3.096 síðustu tólf mánuði, á meðan þeim hafði fjölgað um 3.446 um miðjan febrúar. Aðeins um 5 prósent íbúða sem komið hafa á markað á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári eru sérbýli en hlutfallið er 38 prósent annars staðar. Í báðum tilfellum er um að ræða sögulega lágt hlutfall. Hér má finna skýrsluna í heild. Húsnæðismál Grindavík Leigumarkaður Fasteignamarkaður Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Þar greinir einnig frá því að vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4 prósent á milli mánaða í júní. Íbúðaverð hafi hækkað um 6,4 prósent frá janúar, sem jafngildi um 16 prósent hækkun á ársgrundvelli. Íbúðaverð hafi nú hækkað um 3,1 prósent umfram vísitölu neysluverðs síðustu 12 mánuði. „Hátt hlutfall eigna selst á yfirverði sem gæti bent til áframhaldandi hækkana á verði. Á höfuðborgarsvæðinu seldust um 20 prósent eigna yfir ásettu verði síðustu mánuði en þegar fasteignamarkaður er í jafnvægi má gera ráð fyrir að hlutfallið sé um 10 prósent,“ segir í samantekt. Enn er ójafnvægi á leigumarkaði en vísitala leiguverðs hækkaði um 2,5 prósent í júní og hefur hækkað um 7,4 prósent á síðustu þremur mánuðum. Framboð á hótelherbergjum hafi aukist og nýtingin versnað, sem gæti dregið úr skammtímaleigu og létt á þrýstingi á leigumarkaðnum á komandi misserum. „Lánamarkaðurinn varð fyrir áhrifum af uppkaupum Þórkötlu á íbúðarhúsnæði í Grindavík. Hrein ný íbúðalán námu einungis 2 milljörðum króna þrátt fyrir mikla veltu á íbúðamarkaði. Í tölum Seðlabankans um bankakerfið má sjá að útlán til fyrirtækja í þjónustu tengdri fasteignafélögum jukust um 28 milljarða í maí, mest í tengslum við sölu Grindvíkinga á fasteignum sínum til fasteignafélagsins Þórkötlu,“ segir í samantektinni. Þá segir að hægt hafi á íbúðauppbyggingu en fullbúnum íbúðum hafi fjölgað um 3.096 síðustu tólf mánuði, á meðan þeim hafði fjölgað um 3.446 um miðjan febrúar. Aðeins um 5 prósent íbúða sem komið hafa á markað á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári eru sérbýli en hlutfallið er 38 prósent annars staðar. Í báðum tilfellum er um að ræða sögulega lágt hlutfall. Hér má finna skýrsluna í heild.
Húsnæðismál Grindavík Leigumarkaður Fasteignamarkaður Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira