Segir stöðuna auka líkur á að kjarasamningum verði sagt upp Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. júlí 2024 13:10 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Stöð 2/Arnar Leiguverð hefur hækkað um þrettán prósent síðastliðið ár og hefur hækkað meira en almennt verðlag og íbúðaverð. Staðan á húsnæðismarkaði og langvarandi hátt vaxtastig er algjör forsendubrestur og eykur líkur á að nýgerðum kjarasamningum verði sagt upp við endurskoðun þeirra á næsta ári að sögn formanns VR. Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði í júní um 2,5 prósent á milli mánaða samkvæmt tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Á ársgrundvelli hefur vísitala leiguverðs hækkað um 13 prósent frá því í júní í fyrra. Á sama tíma mældist verðbólga 5,8 prósent og íbúðaverð hækkaði um 9,1 prósent. Þannig hefur leiguverð á síðastliðnu ári hækkað nokkuð umfram bæði almennt verðlag og hækkun íbúðaverðs. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir þróunina því miður ekki koma á óvart. „Þetta er auðvitað þróun sem að er fyrirsjáanleg og ég hef bent á þetta í mjög langan tíma að það sem vofir yfir leigumarkaðnum er ákveðin snjóhengja sem að er brostin,“ segir Ragnar. Hann telur ljóst að nú sé markaðurinn farinn að fylgja þeim félögum sem hafi leitt „gríðarlega miklar og ósanngjarnar hækkanir“ á síðustu árum. „Þetta í rauninni endurspeglar í rauninni vandann og það hrikalega ástand sem fólk á leigumarkaði býr við. Þar sem að öll sú framfærsluaukning og kaupmáttaraukning sem við erum að semja um í kjarasamningum hún er fokin út um gluggann nánast einhverjum vikum eða mánuðum seinna og gott betur,“ segir Ragnar. Hann segir stöðuna á húsnæðismarkaði og langvarandi hátt vaxtastig vera forsendubrest nýgerða kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Sú staða sem uppi er auki líkur á því „til mikilla muna“ að þeim verði sagt upp þegar til endurskoðunar kemur á næsta ári. Ragnar vill meina að einnig sé við ríki og sveitarfélög að sakast, en hann er jafnframt stjórnarformaður óhagnaðardrifna íbúðafélagsins Bjargs. Brask með lóðir ýti verði upp „Við höfum ekki þurft að hækka leiguna. Við höfum verið með svona um það bil tvö til þrjú hundruð íbúðir í byggingu á hverjum tíma en nú erum við með um sjötíu íbúðir í byggingu og það endurspeglar í rauninni grundvallarvandann, það er bara lóðaskortur. Við fáum ekki lóðir til að byggja hagkvæmt, þær fara bara á markað, þær eru seldar bröskurum og hæstbjóðendum og einhverjum byggingarþróunarfélögum sem eru ekkert að fara að byggja,“ segir Ragnar. Hann kveðst vita um mýmörg dæmi þess að byggingarlóðir á þéttingarreitum hafi gengið kaupum og sölu og skipt um eigendur sem ýti verðinu upp. „Ef við tökum til dæmis Höfðabakkann sem var seldur nýlega, byggingarreitur þar, það voru yfir þrír milljarðar sem bættust við á verðmiðann á milli eigendaskipta og það er ekki farin skófla ofan í jörðu,“ segir Ragnar. Þetta sé vandamál og því verði að setja skorður. „Sveitarfélögin þau horfa á þetta sem tekjustofn og selja hæstbjóðendum án þess að það séu sýnilega settar miklar kvaðir á það að þeir sem fá úthlutað raunverulega byggi á lóðunum. Í dag er þetta þannig að verktakarnir þeir stjórna algjörlega þessum markaði.“ Þá sakar Ragnar stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, fyrir skort á hugrekki til að setja skorður á skammtímaleigu til ferðamanna. Í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er bent á að kólnun í ferðaþjónustu gæti dregið úr skorti á framboði. Hins vegar ríki áfram ójafnvægi milli framboðs og eftirspurnar á leigumarkaði. Húsnæðismál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Leigumarkaður Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Sjá meira
Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði í júní um 2,5 prósent á milli mánaða samkvæmt tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Á ársgrundvelli hefur vísitala leiguverðs hækkað um 13 prósent frá því í júní í fyrra. Á sama tíma mældist verðbólga 5,8 prósent og íbúðaverð hækkaði um 9,1 prósent. Þannig hefur leiguverð á síðastliðnu ári hækkað nokkuð umfram bæði almennt verðlag og hækkun íbúðaverðs. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir þróunina því miður ekki koma á óvart. „Þetta er auðvitað þróun sem að er fyrirsjáanleg og ég hef bent á þetta í mjög langan tíma að það sem vofir yfir leigumarkaðnum er ákveðin snjóhengja sem að er brostin,“ segir Ragnar. Hann telur ljóst að nú sé markaðurinn farinn að fylgja þeim félögum sem hafi leitt „gríðarlega miklar og ósanngjarnar hækkanir“ á síðustu árum. „Þetta í rauninni endurspeglar í rauninni vandann og það hrikalega ástand sem fólk á leigumarkaði býr við. Þar sem að öll sú framfærsluaukning og kaupmáttaraukning sem við erum að semja um í kjarasamningum hún er fokin út um gluggann nánast einhverjum vikum eða mánuðum seinna og gott betur,“ segir Ragnar. Hann segir stöðuna á húsnæðismarkaði og langvarandi hátt vaxtastig vera forsendubrest nýgerða kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Sú staða sem uppi er auki líkur á því „til mikilla muna“ að þeim verði sagt upp þegar til endurskoðunar kemur á næsta ári. Ragnar vill meina að einnig sé við ríki og sveitarfélög að sakast, en hann er jafnframt stjórnarformaður óhagnaðardrifna íbúðafélagsins Bjargs. Brask með lóðir ýti verði upp „Við höfum ekki þurft að hækka leiguna. Við höfum verið með svona um það bil tvö til þrjú hundruð íbúðir í byggingu á hverjum tíma en nú erum við með um sjötíu íbúðir í byggingu og það endurspeglar í rauninni grundvallarvandann, það er bara lóðaskortur. Við fáum ekki lóðir til að byggja hagkvæmt, þær fara bara á markað, þær eru seldar bröskurum og hæstbjóðendum og einhverjum byggingarþróunarfélögum sem eru ekkert að fara að byggja,“ segir Ragnar. Hann kveðst vita um mýmörg dæmi þess að byggingarlóðir á þéttingarreitum hafi gengið kaupum og sölu og skipt um eigendur sem ýti verðinu upp. „Ef við tökum til dæmis Höfðabakkann sem var seldur nýlega, byggingarreitur þar, það voru yfir þrír milljarðar sem bættust við á verðmiðann á milli eigendaskipta og það er ekki farin skófla ofan í jörðu,“ segir Ragnar. Þetta sé vandamál og því verði að setja skorður. „Sveitarfélögin þau horfa á þetta sem tekjustofn og selja hæstbjóðendum án þess að það séu sýnilega settar miklar kvaðir á það að þeir sem fá úthlutað raunverulega byggi á lóðunum. Í dag er þetta þannig að verktakarnir þeir stjórna algjörlega þessum markaði.“ Þá sakar Ragnar stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, fyrir skort á hugrekki til að setja skorður á skammtímaleigu til ferðamanna. Í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er bent á að kólnun í ferðaþjónustu gæti dregið úr skorti á framboði. Hins vegar ríki áfram ójafnvægi milli framboðs og eftirspurnar á leigumarkaði.
Húsnæðismál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Leigumarkaður Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Sjá meira