Segir stöðuna auka líkur á að kjarasamningum verði sagt upp Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. júlí 2024 13:10 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Stöð 2/Arnar Leiguverð hefur hækkað um þrettán prósent síðastliðið ár og hefur hækkað meira en almennt verðlag og íbúðaverð. Staðan á húsnæðismarkaði og langvarandi hátt vaxtastig er algjör forsendubrestur og eykur líkur á að nýgerðum kjarasamningum verði sagt upp við endurskoðun þeirra á næsta ári að sögn formanns VR. Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði í júní um 2,5 prósent á milli mánaða samkvæmt tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Á ársgrundvelli hefur vísitala leiguverðs hækkað um 13 prósent frá því í júní í fyrra. Á sama tíma mældist verðbólga 5,8 prósent og íbúðaverð hækkaði um 9,1 prósent. Þannig hefur leiguverð á síðastliðnu ári hækkað nokkuð umfram bæði almennt verðlag og hækkun íbúðaverðs. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir þróunina því miður ekki koma á óvart. „Þetta er auðvitað þróun sem að er fyrirsjáanleg og ég hef bent á þetta í mjög langan tíma að það sem vofir yfir leigumarkaðnum er ákveðin snjóhengja sem að er brostin,“ segir Ragnar. Hann telur ljóst að nú sé markaðurinn farinn að fylgja þeim félögum sem hafi leitt „gríðarlega miklar og ósanngjarnar hækkanir“ á síðustu árum. „Þetta í rauninni endurspeglar í rauninni vandann og það hrikalega ástand sem fólk á leigumarkaði býr við. Þar sem að öll sú framfærsluaukning og kaupmáttaraukning sem við erum að semja um í kjarasamningum hún er fokin út um gluggann nánast einhverjum vikum eða mánuðum seinna og gott betur,“ segir Ragnar. Hann segir stöðuna á húsnæðismarkaði og langvarandi hátt vaxtastig vera forsendubrest nýgerða kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Sú staða sem uppi er auki líkur á því „til mikilla muna“ að þeim verði sagt upp þegar til endurskoðunar kemur á næsta ári. Ragnar vill meina að einnig sé við ríki og sveitarfélög að sakast, en hann er jafnframt stjórnarformaður óhagnaðardrifna íbúðafélagsins Bjargs. Brask með lóðir ýti verði upp „Við höfum ekki þurft að hækka leiguna. Við höfum verið með svona um það bil tvö til þrjú hundruð íbúðir í byggingu á hverjum tíma en nú erum við með um sjötíu íbúðir í byggingu og það endurspeglar í rauninni grundvallarvandann, það er bara lóðaskortur. Við fáum ekki lóðir til að byggja hagkvæmt, þær fara bara á markað, þær eru seldar bröskurum og hæstbjóðendum og einhverjum byggingarþróunarfélögum sem eru ekkert að fara að byggja,“ segir Ragnar. Hann kveðst vita um mýmörg dæmi þess að byggingarlóðir á þéttingarreitum hafi gengið kaupum og sölu og skipt um eigendur sem ýti verðinu upp. „Ef við tökum til dæmis Höfðabakkann sem var seldur nýlega, byggingarreitur þar, það voru yfir þrír milljarðar sem bættust við á verðmiðann á milli eigendaskipta og það er ekki farin skófla ofan í jörðu,“ segir Ragnar. Þetta sé vandamál og því verði að setja skorður. „Sveitarfélögin þau horfa á þetta sem tekjustofn og selja hæstbjóðendum án þess að það séu sýnilega settar miklar kvaðir á það að þeir sem fá úthlutað raunverulega byggi á lóðunum. Í dag er þetta þannig að verktakarnir þeir stjórna algjörlega þessum markaði.“ Þá sakar Ragnar stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, fyrir skort á hugrekki til að setja skorður á skammtímaleigu til ferðamanna. Í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er bent á að kólnun í ferðaþjónustu gæti dregið úr skorti á framboði. Hins vegar ríki áfram ójafnvægi milli framboðs og eftirspurnar á leigumarkaði. Húsnæðismál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Leigumarkaður Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði í júní um 2,5 prósent á milli mánaða samkvæmt tölum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Á ársgrundvelli hefur vísitala leiguverðs hækkað um 13 prósent frá því í júní í fyrra. Á sama tíma mældist verðbólga 5,8 prósent og íbúðaverð hækkaði um 9,1 prósent. Þannig hefur leiguverð á síðastliðnu ári hækkað nokkuð umfram bæði almennt verðlag og hækkun íbúðaverðs. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir þróunina því miður ekki koma á óvart. „Þetta er auðvitað þróun sem að er fyrirsjáanleg og ég hef bent á þetta í mjög langan tíma að það sem vofir yfir leigumarkaðnum er ákveðin snjóhengja sem að er brostin,“ segir Ragnar. Hann telur ljóst að nú sé markaðurinn farinn að fylgja þeim félögum sem hafi leitt „gríðarlega miklar og ósanngjarnar hækkanir“ á síðustu árum. „Þetta í rauninni endurspeglar í rauninni vandann og það hrikalega ástand sem fólk á leigumarkaði býr við. Þar sem að öll sú framfærsluaukning og kaupmáttaraukning sem við erum að semja um í kjarasamningum hún er fokin út um gluggann nánast einhverjum vikum eða mánuðum seinna og gott betur,“ segir Ragnar. Hann segir stöðuna á húsnæðismarkaði og langvarandi hátt vaxtastig vera forsendubrest nýgerða kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Sú staða sem uppi er auki líkur á því „til mikilla muna“ að þeim verði sagt upp þegar til endurskoðunar kemur á næsta ári. Ragnar vill meina að einnig sé við ríki og sveitarfélög að sakast, en hann er jafnframt stjórnarformaður óhagnaðardrifna íbúðafélagsins Bjargs. Brask með lóðir ýti verði upp „Við höfum ekki þurft að hækka leiguna. Við höfum verið með svona um það bil tvö til þrjú hundruð íbúðir í byggingu á hverjum tíma en nú erum við með um sjötíu íbúðir í byggingu og það endurspeglar í rauninni grundvallarvandann, það er bara lóðaskortur. Við fáum ekki lóðir til að byggja hagkvæmt, þær fara bara á markað, þær eru seldar bröskurum og hæstbjóðendum og einhverjum byggingarþróunarfélögum sem eru ekkert að fara að byggja,“ segir Ragnar. Hann kveðst vita um mýmörg dæmi þess að byggingarlóðir á þéttingarreitum hafi gengið kaupum og sölu og skipt um eigendur sem ýti verðinu upp. „Ef við tökum til dæmis Höfðabakkann sem var seldur nýlega, byggingarreitur þar, það voru yfir þrír milljarðar sem bættust við á verðmiðann á milli eigendaskipta og það er ekki farin skófla ofan í jörðu,“ segir Ragnar. Þetta sé vandamál og því verði að setja skorður. „Sveitarfélögin þau horfa á þetta sem tekjustofn og selja hæstbjóðendum án þess að það séu sýnilega settar miklar kvaðir á það að þeir sem fá úthlutað raunverulega byggi á lóðunum. Í dag er þetta þannig að verktakarnir þeir stjórna algjörlega þessum markaði.“ Þá sakar Ragnar stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, fyrir skort á hugrekki til að setja skorður á skammtímaleigu til ferðamanna. Í nýrri mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er bent á að kólnun í ferðaþjónustu gæti dregið úr skorti á framboði. Hins vegar ríki áfram ójafnvægi milli framboðs og eftirspurnar á leigumarkaði.
Húsnæðismál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Leigumarkaður Mest lesið Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent June 17th is Independence Day News in english Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira