Littler skaust upp á stjörnuhimininn þegar hann komst í úrslit á HM í pílukasti um áramótin. Þessi sautján ára strákur fylgdi því svo eftir með því að vinna úrvalsdeildina í pílukasti.
Littler og Milburn byrjuðu saman skömmu fyrir heimsmeistaramótið en núna er sambandinu lokið og pílukastarinn ungi ku vera í sárum.
Samband Littlers og Milburns vakti talsverða athygli, ekki síst vegna fjögurra ára aldursmunar á þeim. Áreitið var svo mikið að Littler þurfti að fá utanaðkomandi hjálp til að eyða neikvæðum og meiðandi athugasemdum af Instagram-síðu sinni.
Milburn viðurkenndi einnig að hún hefði átt erfitt með að tækla allt áreitið sem fylgdi sambandinu við Littler.