Lífið

Hugar­á­stand snýr aftur

Máni Snær Þorláksson skrifar
Hér má sjá tvíeykið Hugarástand sem samanstendur af þeim Frímanni og Arnari. Óþarfi er að taka fram hvor er hvað þar sem þeir eru vel merktir á myndinni.
Hér má sjá tvíeykið Hugarástand sem samanstendur af þeim Frímanni og Arnari. Óþarfi er að taka fram hvor er hvað þar sem þeir eru vel merktir á myndinni.

Plötusnúðatvíeykið Hugarástand, sem samanstendur af þeim Frímanni Andréssyni og Arnari Símonarsyni, snýr aftur um helgina. Þeir hafa ekki spilað saman opinberlega síðan árið 2016.

Tvíeykið kemur saman aftur á skemmtistaðnum Radar en að því er fram kemur í tilkynningu er búist við miklu fjöri á dansgólfinu. Upphitun verður í höndum Sbeen Around og Evu Luna, það er Evu H. Baldursdóttur. 

Sú síðarnefnda starfaði áður sem lögfræðingur í fjármálaráðuneytinu og var virk í pólitík en hóf svo að spila danstónlist aftur eftir áratuga hlé. „Það eru allir rosa spenntir, það er mikil stemning,“ segir Eva í samtali við fréttamann.

Búist sé við góðri mætingu frá því fólki sem var hvað mest í þessari senu í kringum aldarmótin. Frímann og Arnar voru einmitt þekktastir á þeim tíma og spiluðu þá á helstu skemmtistöðum landsins. 

Eva nefnir að þeir hafi spilað með heimsþekktum plötusnúðum á sínum tíma. Sem dæmi má nefna plötusnúða á borð við Sasha, Kevin Saunderson og Laurent Garnier.

Á Radar  verður einnig boðið upp á aðeins harðari tónlist í kjallaranum, meira teknó. Þar munu þau Friðfinnur „Oculus“ Sigurðsson og Ása Kolla „The Clubkid“ ráða ríkjum.

Sjá má nánari upplýsingar um viðburðinn hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.