Lífið

Hel­vítis kokkurinn: Butterfly kjúk­lingur og Hel­vítis grillsósan

Boði Logason skrifar
Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn.
Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn. Vísir

Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn sem ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á fimmtudögum á Stöð 2, Vísi og á Stöð 2+ í sumar.

Matreiðsluþátturinn er fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat. Í þetta skiptið er það grillaður kjúklingur með blómkáli og brokkólí . Þáttinn má sjá í heild sinni hér fyrir neðan.

Marinering fyrir kjúkling:

  • 100 gr. olía
  • 6 hvítlauksrif
  • 3 msk púðursykur
  • 2 msk sesamfræ
  • 3 msk Dijon sinnep
  • 30 gr engifer
  • 2 msk appelsínudjús
  • 20 gr. kóríander
  • 20 gr. steinselja
  • 1 stk lime, safinn kreistur yfir kjúlla eftir eldun

Grillað blómkál og broccoli

  • olía salt pipar
  • 30 gr. graslaukur
  • 1 skalottulaukur saxaður
  • 1 haus íssalat
  • 6 konfekt tómatar,
  • ½ krukka Krónan ódýrt veisluostur

Brauðteningar:

  • 4 sneiðar súrdeigsbrauð
  • Salt
  • Hvítlauksolía

Sósa:

  • 2 msk sýrður rjómi
  • 1 msk Helvítis eldpiparsulta með rauðum jalapeno og basil

Kjúklingur

Skerið hrygg úr kjúkling og fletjið út, Kryddið með salti og pipar á báðum hliðum og leggið í bakka. Setjið allt innihald fyrir marineringu í matvinnsluvél og blandið vel saman. Hellið marineringu yfir kjúkling og látið standa við stofuhita í 1 klst. Grillið kjúkling á báðum hliðum og kryddið með salti og pipar þangað til kjarnhiti hefur náð 65-70 gráðum, takið af grilli og látið standa undir álpappír í um 10 mínútur.

Salat

Skerið broccoli og blómkál í grófa bita og veltið upp úr olíu og salt og pipar. Grillið grænmetið á álbakka í 5-10 mín (fer eftir hita á grilli) og leggið til hliðar og leyfið að kólna. Skerið broccoli og blómkál í smærri bita, saxið skalottulauk og graslauk smátt og blandið saman við. Skerið íssalatið og tómatana út í grænmetið, hellið veisluosti yfir og blandið.

Brauð

Grillið brauðsneiðarnar á heitu grilli, penslið með hvítlauksolíu á meðan og munið að krydda með salti. Skerið í teninga og blandið við salat.

Sósa

Blandið saman Helvítis eldpiparsultunni og sýrðum rjóma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.