Heildarstærð hússins er 177,6 fermetrar og er á þremur hæðum. Samtals eru fimm svefnherbergi og eitt baðherbergi.
Gengið er inn á jarðhæð hússins, en það er að finna opið og bjart alrými með aukinni lofthæð sem skiptist í stofu, borðstofu og eldhús. Þaðan er útgengt í gróinn og skjólgóðan garð.

Upprunalegur sjarmi og klassísk hönnun
Gluggar, hurðir og loftlistar, og viðarbitar í loftum gefa eigninni einstakan sjarma í anda upprunalegs bygginarstíls hússins.
Heimilið er innréttað á heillandi máta þar sem mildir litatónar og klassísk hönnun er í aðalhlutverki.
Eldhúsinnréttingin er dökk með góðu vinnu- og skápaplássi og borðplötu úr við. Fyrir miðju rými er frístandandi eyja. Við borðstofuborðið eru svartar Sjöur eftir danska hönnuðinn Arne Jacobsen. Yfir borðinu er klassískt PH5-ljós í rauðum lit sem poppar skemmtilega upp á rýmið.
Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.




