Í tilkynningu á vef Félags skipstjórnarmanna segir að rafrænni atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning farmanna á milli Félags skipstjórnarmanna og Samtaka atvinnulífsins hafi lokið klukkan 12:00 þann 15. júlí. Farmenn eru sjómenn sem mynda áhafnir flutningaskipa.
Alls hafi 44 félagsmenn verið með þátttökurétt og 38 þeirra tekið þátt, eða 86,36 prósent. Samningurinn hafi verið felldur með 60,53 prósent atkvæða.
Annar samningur farmanna samþykktur með minnsta mun
Sama dag gengu farmenn í VM - Félagi vélstjóra og málmtæknimanna til atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning við SA. Á vef VM segir að 49 hafi verið á kjörskrá en aðeins 17 atkvæði greidd, eða 34,7 prósent.
Níu hafi greitt atkvæði með samningnum, 52,9 prósent og átta á móti, 47,1 prósent.