Enski boltinn

Rashford missir bíl­prófið í hálft ár

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Marcus Rashford í æfingaleik Manchester United og Rosenborg í vikunni. Norska liðið vann leikinn, 1-0.
Marcus Rashford í æfingaleik Manchester United og Rosenborg í vikunni. Norska liðið vann leikinn, 1-0. getty/Ash Donelon

Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, hefur misst bílprófið í hálft ár vegna hraðaksturs.

Rashford var tekinn á tæplega 170 kílómetra hraða á klukkustund á Rolls Royce bíl sínum í Manchester í desember á síðasta ári. Leikmaðurinn fékk væna sekt og má ekki keyra næstu sex mánuðina.

Þremur mánuðum áður en lögreglan stöðvaði Rashford fyrir hraðaksturinn lenti hann í árekstri og eyðilagði annan Rolls Royce bíl.

Rashford er mikill bílakall en auk Rolls Royce á hann McLaren og Lamborghini bíla. Hann má þó ekki keyra þá aftur fyrr en í janúar.

Hinn 26 ára Rashford var ekki valinn í EM-hóp enska landsliðsins. Hann náði sér ekki á strik á síðasta tímabili eftir að hafa spilað mjög vel tímabilið þar á undan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×