Kóngurinn Cantona: „Þarft að njóta leiksins og hafa ástríðu fyrir honum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2024 09:01 Hinn einstaki Eric Cantona. @ericcantona Erik Cantona eða King Eric eins og hann er enn kallaður af stuðningsfólki Manchester United eftir ótrúlegan tíma sinn hjá félaginu fór yfir víðan völl í viðtali á dögunum. Hann ræddi framtíð félagsins en hann telur Sir Jim Ratcliffe rétta manninn í að stýra félaginu í rétta átt. Jafnframt ræddi hann dálæti sitt á hinum 16 ára gamla Lamine Yamal sem hann telur einn besta knattspyrnumann heims um þessar mundir. Í viðtalinu sem birt var á íþróttamiðlinum The Athletic fer Cantona um víðan völl eins og honum einum er lagið. Hann er enn í guðatölu hjá sínum fyrrum félagi og eðlilega var það mikið til umræðu i viðtalinu sem tekið var af sérstökum Man United blaðamanni miðilsins. This beautiful game is more than just numbers ⚽️Welcome on board, @Snapdragon 🤝#UnitedBySnapdragon || #ShotOnSnapdragon pic.twitter.com/fP7fz3RsuT— Manchester United (@ManUtd) July 1, 2024 „Ég vill skoða heiminn, það er lífsmottó mitt. Ég elska að skoða hvað er að gerast í heiminum, ég elska að fylgjast með fólki og skapa minn eigin heim. Ég vil að þessi heimur gefi mér innblástur í mínum eigin heimi,“ segir Cantona heimspekilegur í upphafi viðtalsins. Þessi 58 ára gamli Frakki hefur aldrei talað né hagað sér eins og hinn hefðbundni fótboltamaður. Hann var með stuttan þráð sem leikmaður en fékk það frelsi sem hann þurfti á að halda hjá Manchester United, þökk sé Sir Alex Ferguson. View this post on Instagram A post shared by Manchester United (@manchesterunited) Hann gjörbreytti landslagi enskrar knattspyrnu og hjálpaði Man United að enda 26 ára bið eftir Englandsmeistaratitli. Alls vann hann fjóra slíka en þeir hefðu án efa orðið fimm hefði hann ekki verið dæmdur í leikbann fyrir að taka karatespark í bringu áhorfenda sem hreytti öllum fúkyrðum sem hann kunni í Cantona. Þá vann hann ensku bikarkeppninni tvívegis áður en hann lagði skóna óvænt á hilluna aðeins 31 árs gamall. Viðtalið snýr svo að Sir Jim Ratcliffe, hans hlut í Man United, í gegnum félagið Trawlers Ltd. en það nafn er bein tilvitnun í einn frægasta blaðamannafund Cantona, þau vita sem vita. Earlier this month, I interviewed Eric Cantona.About what he thinks of Sir Jim Ratcliffe, his favourite player at Euro 2024, and more.https://t.co/K35PnrjjL1 pic.twitter.com/VxyswB0NPJ— Carl Anka (@Ankaman616) July 20, 2024 „Ég er innblástur margra og fullt af fólki veitir mér innblástur,“ segir Cantona um nafnið á fyrirtækinu en hann og Ratcliffe hafa ekki verið í miklu sambandi síðan hann keypti 27,7 prósent hlut í Man United. „Þeir eru að vinna í grunni félagsins, hlutum sem við getum í raun ekki séð en það er mikilvægt að vinna í grunninum þegar þú ert að byggja hús.“ „Við gerum stundum lítið úr stjórnarformönnum, við tölum um leikmenn og þjálfara en horfðu á Chelsea eftir að Roman Abramovich fór. Þetta er ekki sama félag, það er mjög mikilvægt að hafa einhvern sem stýrir skútunni.“ „Það er mikilvægt að hafa réttan stjórnarformann og Jim Ratcliffe er rétta manneskjan til að byggja þennan grunn. Man United mun svo á verða meðal þeirra bestu á ný eftir nokkur ár.“ Cantona var spurður út í ákvörðun Ratcliffe að láta allt að 250 starfsmenn Man United fara. Frakkinn sagði einfaldlega að stundum þyrfti slíkt að gerast, stundum þyrfti að taka erfiðar ákvarðanir. Ratcliffe hefur líka skipað fólki að mæta til vinnu og vinna ekki að heiman. Það styður Cantona heilshugar. „Þegar ég var hjá félaginu þá vorum við eins og fjölskylda. Maður heilsaði öllum, þetta var ein stór fjölskylda og það myndaði orkuna í félaginu. Ekki aðeins milli leikmanna eða starfsliðsins heldur allra í félaginu.“ Cantona elskar leikmenn sem koma honum á óvart. Hann er yfir sig hrifinn af Lamine Yamal, leikmanni Barcelona og spænska landsliðsins. „Stundum kemur Bruno Fernandes mér á óvart, sem er gott.“ „Þú þarft að njóta leiksins og hafa ástríðu fyrir honum. Boltinn er vinur þinn, og það er yndislegt að eiga í sambandi við boltann. Boltinn er ekki óvinur þinn en alltof margir leikmenn virðast sjá boltann sem óvin. Ekki Yamal, þegar hann er með boltann finnst manni þeir vera vinir, bræður jafnvel,“ sagði Cantona að endingu á sinn einstaka hátt. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Sjá meira
Jafnframt ræddi hann dálæti sitt á hinum 16 ára gamla Lamine Yamal sem hann telur einn besta knattspyrnumann heims um þessar mundir. Í viðtalinu sem birt var á íþróttamiðlinum The Athletic fer Cantona um víðan völl eins og honum einum er lagið. Hann er enn í guðatölu hjá sínum fyrrum félagi og eðlilega var það mikið til umræðu i viðtalinu sem tekið var af sérstökum Man United blaðamanni miðilsins. This beautiful game is more than just numbers ⚽️Welcome on board, @Snapdragon 🤝#UnitedBySnapdragon || #ShotOnSnapdragon pic.twitter.com/fP7fz3RsuT— Manchester United (@ManUtd) July 1, 2024 „Ég vill skoða heiminn, það er lífsmottó mitt. Ég elska að skoða hvað er að gerast í heiminum, ég elska að fylgjast með fólki og skapa minn eigin heim. Ég vil að þessi heimur gefi mér innblástur í mínum eigin heimi,“ segir Cantona heimspekilegur í upphafi viðtalsins. Þessi 58 ára gamli Frakki hefur aldrei talað né hagað sér eins og hinn hefðbundni fótboltamaður. Hann var með stuttan þráð sem leikmaður en fékk það frelsi sem hann þurfti á að halda hjá Manchester United, þökk sé Sir Alex Ferguson. View this post on Instagram A post shared by Manchester United (@manchesterunited) Hann gjörbreytti landslagi enskrar knattspyrnu og hjálpaði Man United að enda 26 ára bið eftir Englandsmeistaratitli. Alls vann hann fjóra slíka en þeir hefðu án efa orðið fimm hefði hann ekki verið dæmdur í leikbann fyrir að taka karatespark í bringu áhorfenda sem hreytti öllum fúkyrðum sem hann kunni í Cantona. Þá vann hann ensku bikarkeppninni tvívegis áður en hann lagði skóna óvænt á hilluna aðeins 31 árs gamall. Viðtalið snýr svo að Sir Jim Ratcliffe, hans hlut í Man United, í gegnum félagið Trawlers Ltd. en það nafn er bein tilvitnun í einn frægasta blaðamannafund Cantona, þau vita sem vita. Earlier this month, I interviewed Eric Cantona.About what he thinks of Sir Jim Ratcliffe, his favourite player at Euro 2024, and more.https://t.co/K35PnrjjL1 pic.twitter.com/VxyswB0NPJ— Carl Anka (@Ankaman616) July 20, 2024 „Ég er innblástur margra og fullt af fólki veitir mér innblástur,“ segir Cantona um nafnið á fyrirtækinu en hann og Ratcliffe hafa ekki verið í miklu sambandi síðan hann keypti 27,7 prósent hlut í Man United. „Þeir eru að vinna í grunni félagsins, hlutum sem við getum í raun ekki séð en það er mikilvægt að vinna í grunninum þegar þú ert að byggja hús.“ „Við gerum stundum lítið úr stjórnarformönnum, við tölum um leikmenn og þjálfara en horfðu á Chelsea eftir að Roman Abramovich fór. Þetta er ekki sama félag, það er mjög mikilvægt að hafa einhvern sem stýrir skútunni.“ „Það er mikilvægt að hafa réttan stjórnarformann og Jim Ratcliffe er rétta manneskjan til að byggja þennan grunn. Man United mun svo á verða meðal þeirra bestu á ný eftir nokkur ár.“ Cantona var spurður út í ákvörðun Ratcliffe að láta allt að 250 starfsmenn Man United fara. Frakkinn sagði einfaldlega að stundum þyrfti slíkt að gerast, stundum þyrfti að taka erfiðar ákvarðanir. Ratcliffe hefur líka skipað fólki að mæta til vinnu og vinna ekki að heiman. Það styður Cantona heilshugar. „Þegar ég var hjá félaginu þá vorum við eins og fjölskylda. Maður heilsaði öllum, þetta var ein stór fjölskylda og það myndaði orkuna í félaginu. Ekki aðeins milli leikmanna eða starfsliðsins heldur allra í félaginu.“ Cantona elskar leikmenn sem koma honum á óvart. Hann er yfir sig hrifinn af Lamine Yamal, leikmanni Barcelona og spænska landsliðsins. „Stundum kemur Bruno Fernandes mér á óvart, sem er gott.“ „Þú þarft að njóta leiksins og hafa ástríðu fyrir honum. Boltinn er vinur þinn, og það er yndislegt að eiga í sambandi við boltann. Boltinn er ekki óvinur þinn en alltof margir leikmenn virðast sjá boltann sem óvin. Ekki Yamal, þegar hann er með boltann finnst manni þeir vera vinir, bræður jafnvel,“ sagði Cantona að endingu á sinn einstaka hátt.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Sjá meira