Komið að endalokum eftir 25 ár Máni Snær Þorláksson og Eiður Þór Árnason skrifa 20. júlí 2024 21:58 Það var góð stemning á síðustu Lunga hátíðinni. Vísir Listahátíðin Lunga fer nú fram á Seyðisfirði í síðasta sinn eftir tuttugu og fimm ára farsæla sögu. Skipuleggjendur segja tímamótin einkennast af trega og gleði í bland. Lokakvöld hátíðarinnar fer nú í hönd, þar sem haldnir eru stórtónleikar í tilefni endalokanna. Líf og fjör var á Seyðisfirði síðdegis og hátíðargestir greinilega spenntir fyrir kvöldinu. „Þetta er fyrsta skiptið mitt. Ég hef alltaf ætlað að koma og alltaf langað að prófa að koma og ákveð að núna þar sem þetta er seinasta skiptið þá verð ég að nýta tækifærið til að gera það,“ segir Birta Björg Heiðarsdóttir, gestur á hátíðinni. Gunnar Ingi Jones húðflúrari er búinn að vera á Seyðisfirði í tæplega viku og hefur verið önnum kafinn við það að húðflúra fólk. „Já, það er búið að vera alveg nóg að gera. Þetta eru búnir að vera langir dagar, yfirleitt mætt svona kannski tíu á morgnanna og erum að slefa heim svona ellefu, tólf á kvöldin. Þetta er bara búið að vera mjög næs.“ Birta Björg hefði viljað koma aftur á Lunga á næsta ári ætti hún þess kost og dvelja alla vikuna á Seyðisfirði. „Af því að ég kom hérna í gær og það var geðveikt mikið af skemmtilegu í boði. Ég hefði alveg verið til í að prófa meira og sjá meira.“ Leggur til að Punga taki við Gunnar Ingi segir skemmtilegt að koma einu sinni á Lunga og fá að húðflúra fólk áður en hún hættir. „En vissulega mjög leiðinlegt. Kemur ekki bara eitthvað nýtt eftir þetta? Punga?“ Kristín Sesselja Einarsdóttir tónlistarkona er hluti af stórum hópi listafólks sem fram kemur á hátíðinni í ár. Hún hefur áður komið á Lunga, árið 2019, en þá kom hún til að læra. „Ég var búin að vera að semja tónlist í einhver ár en ég vissi ekki hvernig ég ætti að koma þessu á næsta stig og fór á Lunga í svona verksmiðju, lærði á [tónlistarhugbúnaðinn] Ableton og svo er ég að loka hringnum núna með því að spila á Lunga, það er mjög sérstakt.“ Kristín Sesselja Einarsdóttir tónlistarkona er meðal þeirra sem koma fram á Lunga í ár.Vísir Hún sé leið yfir því að þetta verði í seinasta skiptið sem hátíðin Lunga verður haldin. Vill ekki fara aftur heim Paul Anton Jean André Le Boterff kom alla leið frá Bandaríkjunum til að upplifa hátíðina með íslenskum vinum sínum. Hann lofar Seyðisfjörð en furðar sig á skemmtiferðarskipunum þar. „Þetta er magnað, virkilega fallegt. Skipin eru svolítið fáranleg en þetta er fáranlegt land, á góðan hátt,“ segir Paul sem langar ekki að fara aftur heim til sín. „Það kom upp vandamál í gær þegar ég var að horfa á sólarupprásina, þá hugsaði ég með mér að mig langar ekki að fara aftur til Los Angeles, það er glataður staður.“ Hugi Ólafsson, einn af vinum Pauls, segir að stemningin sé búin að vera góð. „Smá rigning en það stoppar okkur ekki. Frábær kveðjuhátíð, góð stemning í fólki, bara eins og það á að vera.“ LungA Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
„Þetta er fyrsta skiptið mitt. Ég hef alltaf ætlað að koma og alltaf langað að prófa að koma og ákveð að núna þar sem þetta er seinasta skiptið þá verð ég að nýta tækifærið til að gera það,“ segir Birta Björg Heiðarsdóttir, gestur á hátíðinni. Gunnar Ingi Jones húðflúrari er búinn að vera á Seyðisfirði í tæplega viku og hefur verið önnum kafinn við það að húðflúra fólk. „Já, það er búið að vera alveg nóg að gera. Þetta eru búnir að vera langir dagar, yfirleitt mætt svona kannski tíu á morgnanna og erum að slefa heim svona ellefu, tólf á kvöldin. Þetta er bara búið að vera mjög næs.“ Birta Björg hefði viljað koma aftur á Lunga á næsta ári ætti hún þess kost og dvelja alla vikuna á Seyðisfirði. „Af því að ég kom hérna í gær og það var geðveikt mikið af skemmtilegu í boði. Ég hefði alveg verið til í að prófa meira og sjá meira.“ Leggur til að Punga taki við Gunnar Ingi segir skemmtilegt að koma einu sinni á Lunga og fá að húðflúra fólk áður en hún hættir. „En vissulega mjög leiðinlegt. Kemur ekki bara eitthvað nýtt eftir þetta? Punga?“ Kristín Sesselja Einarsdóttir tónlistarkona er hluti af stórum hópi listafólks sem fram kemur á hátíðinni í ár. Hún hefur áður komið á Lunga, árið 2019, en þá kom hún til að læra. „Ég var búin að vera að semja tónlist í einhver ár en ég vissi ekki hvernig ég ætti að koma þessu á næsta stig og fór á Lunga í svona verksmiðju, lærði á [tónlistarhugbúnaðinn] Ableton og svo er ég að loka hringnum núna með því að spila á Lunga, það er mjög sérstakt.“ Kristín Sesselja Einarsdóttir tónlistarkona er meðal þeirra sem koma fram á Lunga í ár.Vísir Hún sé leið yfir því að þetta verði í seinasta skiptið sem hátíðin Lunga verður haldin. Vill ekki fara aftur heim Paul Anton Jean André Le Boterff kom alla leið frá Bandaríkjunum til að upplifa hátíðina með íslenskum vinum sínum. Hann lofar Seyðisfjörð en furðar sig á skemmtiferðarskipunum þar. „Þetta er magnað, virkilega fallegt. Skipin eru svolítið fáranleg en þetta er fáranlegt land, á góðan hátt,“ segir Paul sem langar ekki að fara aftur heim til sín. „Það kom upp vandamál í gær þegar ég var að horfa á sólarupprásina, þá hugsaði ég með mér að mig langar ekki að fara aftur til Los Angeles, það er glataður staður.“ Hugi Ólafsson, einn af vinum Pauls, segir að stemningin sé búin að vera góð. „Smá rigning en það stoppar okkur ekki. Frábær kveðjuhátíð, góð stemning í fólki, bara eins og það á að vera.“
LungA Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira