Reiknar með 15 þúsund manns í Herjólfsdal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. júlí 2024 20:03 Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar, sem segist verða mjög sáttur ef 15 þúsund manns mæta á hátíðina í Herjólfsdal í ár. Magnús Hlynur Hreiðarsson Spenna og eftirvænting fyrir þjóðhátíð í Vestmannaeyjum vex og vex með hverjum deginum en formaður þjóðhátíðarnefndar reiknar með 15 þúsund manns í dalinn. Bekkjabílar verða á sínum stað og efnt verður til búningakeppni í tilefni af 150 ára afmæli þjóðhátíðar. Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar er nú inn í dal alla daga fram að þjóðhátíð um verslunarmannahelgina með sínum sjálfboðaliðum að undirbúa herlegheitin en huga þarf að mörgum þáttum vegna hátíðarinnar. „Við erum náttúrulega að setja upp hérna nokkur mannvirki. Við erum með Hofið og litla sviðið, nýtt litla svið, sem við verðum með núna og svo erum við bara að græja dalinn, merkja göturnar fyrir hvítu tjöldin já, fullt af verkefnum,” segir Jónas. „Við ákváðum í tilefni afmælisins að bæta aðeins í þannig að við lengdum dagskrána aðeins, byrjum 20:30 á kvöldin í staðin fyrir 21:00 og við erum með töluvert fleiri atriði,” bætir Jónas við. Jónas segir að bekkjabíll verði á ferðinni á þjóðhátíðinni í tilefni af 150 ára afmælinu, þá verður sérstakur brennukóngur og Hjalti Úrsus verður með hálendaleika og keppnisbrautir fyrir krakka í anda frjálsíþrótta, sem voru alltaf á þjóðhátíð í gamla daga. Einnig verður búningakeppnin endurvakin en hún var í mörg ár á þjóðhátíð. Bekkjarbíll verður á ferðinni á þjóðhátíð í tilefni af 150 ára afmæli hátíðarinnar.Aðsend En hvað reiknar Jónas við mörgum á þjóðhátíð? „Ég væri sáttur við 15 þúsund manns,” segir hann brosandi. Það er alltaf mikil spenna og tilhlökkun í Vestmannaeyjum vikurnar fyrir þjóðhátíð.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar er nú inn í dal alla daga fram að þjóðhátíð um verslunarmannahelgina með sínum sjálfboðaliðum að undirbúa herlegheitin en huga þarf að mörgum þáttum vegna hátíðarinnar. „Við erum náttúrulega að setja upp hérna nokkur mannvirki. Við erum með Hofið og litla sviðið, nýtt litla svið, sem við verðum með núna og svo erum við bara að græja dalinn, merkja göturnar fyrir hvítu tjöldin já, fullt af verkefnum,” segir Jónas. „Við ákváðum í tilefni afmælisins að bæta aðeins í þannig að við lengdum dagskrána aðeins, byrjum 20:30 á kvöldin í staðin fyrir 21:00 og við erum með töluvert fleiri atriði,” bætir Jónas við. Jónas segir að bekkjabíll verði á ferðinni á þjóðhátíðinni í tilefni af 150 ára afmælinu, þá verður sérstakur brennukóngur og Hjalti Úrsus verður með hálendaleika og keppnisbrautir fyrir krakka í anda frjálsíþrótta, sem voru alltaf á þjóðhátíð í gamla daga. Einnig verður búningakeppnin endurvakin en hún var í mörg ár á þjóðhátíð. Bekkjarbíll verður á ferðinni á þjóðhátíð í tilefni af 150 ára afmæli hátíðarinnar.Aðsend En hvað reiknar Jónas við mörgum á þjóðhátíð? „Ég væri sáttur við 15 þúsund manns,” segir hann brosandi. Það er alltaf mikil spenna og tilhlökkun í Vestmannaeyjum vikurnar fyrir þjóðhátíð.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira