„Væri ekki bara einfaldast fyrir mig að skipta um þjóðerni“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2024 10:00 Davíð Tómas Tómasson hefur dæmt oddaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin þrjú ár. Vísir/Hulda Margrét Íslenski körfuboltadómarinn Davíð Tómas Tómasson náði stóru markmiði um helgina þegar hann dæmdi undanúrslitaleik á EM 20 ára landsliða í Póllandi. Davíð Tómas var einn af 24 dómurum á mótinu og var í hópi þeirra sex sem fengu að dóma undanúrslitaleikina. Hann dæmdi þá leik Belgíu og Slóveníu sem Slóvenar unnu. Hinir tveir dómararnir með Davíð voru Ítalarnir Lorenzo Baldini og Andrea Bongiorni. Davíð fer yfir þessi tímamót sín í pistli á samfélagsmiðlinum Facebook en þetta er ekki aðeins mikill heiður fyrir hann heldur einnig fyrir íslenskan körfubolta. Verið talsverð brekka Davíð Tómas segir að það sé ekki að auðvelda honum að vera frá Íslandi. „Minn Evrópuferill hefur verið talsverð brekka frá því að hann byrjaði og hafa allskonar þættir spilað þar inn í. Þeir tveir þættir sem hafa kannski spilað hvað stærsta hlutverk er auðvitað gríðarlega sterk samkeppni hér úti þar sem að flestir af þessum dómurum koma úr sterkum atvinnumannadeildum og svo auðvitað líka landfræðileg lega,“ skrifaði Davíð. Davíð Tómas Tómasson með Sigmundi Má Herbertssyni sem var kosinn besti dómari síðasta tímabils.Vísir/Bára Davíð hefur lengi verið í hópi bestu dómara landsins og hefur sem dæmi dæmt oddaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin þrjú ár. Hann var líka kosinn besti dómari ársins veturinn 2022-2023. „Það er ekkert leyndarmál að það er talsvert erfitt að fá verkefni þegar maður kemur frá lítilli eyju í ballarhafi. Sem dæmi var ég að ræða við Hlyn Bæringsson á flugvellinum á leiðinni hingað, við vorum að ræða markmið mín erlendis og hann spurði mig beint út hvort það væri ekki bara einfaldast fyrir mig að skipta um þjóðerni,“ skrifaði Davíð. Hræddur um að mistakast Davíð segir að eitthvað hafi þurft að breytast hjá honum svo að hann kæmist upp þessa brekku og hann áttaði sig á því fyrir ári. „Ég hef verið svo hræddur um að mistakast og ná ekki að láta drauma mína rætast. Auðvelda leiðin hefur verið að fara í fórnarlambs hlutverk og gera lítið úr vonum mínum og væntingum ásamt möguleikum,“ skrifaði Davíð. Davíð Tómas Tómasson ræðir hér við Finn Frey Stefánsson, þjálfara Íslandsmeistara Vals.Vísir/Bára „Síðastliðið ár er ég búinn að vinna eins og hundur, dag og nótt í öllum pínulitlu smáatriðum sem ég mögulega get lagað og bætt og það var algjörlega mögnuð tilfinning að uppskera af þeirri vinnu. Að það hafi núna loksins verið tekið eftir manni í hafsjó af hæfileikabúntum úr atvinnumannadeildum,“ skrifaði Davíð en hann er ekki hættur. Ætlar sér að dæma í Meistaradeildinni Hann ætlar sér inn á stórmót og að dæma í Meistaradeildinni á næstu tíu árum. „Miðað við frammistöðu á þessu móti er ég á undan fyrirhugaðri áætlun en við slökum samt ekki á,“ skrifaði Davíð eins og sjá má hér fyrir neðan. Subway-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira
Davíð Tómas var einn af 24 dómurum á mótinu og var í hópi þeirra sex sem fengu að dóma undanúrslitaleikina. Hann dæmdi þá leik Belgíu og Slóveníu sem Slóvenar unnu. Hinir tveir dómararnir með Davíð voru Ítalarnir Lorenzo Baldini og Andrea Bongiorni. Davíð fer yfir þessi tímamót sín í pistli á samfélagsmiðlinum Facebook en þetta er ekki aðeins mikill heiður fyrir hann heldur einnig fyrir íslenskan körfubolta. Verið talsverð brekka Davíð Tómas segir að það sé ekki að auðvelda honum að vera frá Íslandi. „Minn Evrópuferill hefur verið talsverð brekka frá því að hann byrjaði og hafa allskonar þættir spilað þar inn í. Þeir tveir þættir sem hafa kannski spilað hvað stærsta hlutverk er auðvitað gríðarlega sterk samkeppni hér úti þar sem að flestir af þessum dómurum koma úr sterkum atvinnumannadeildum og svo auðvitað líka landfræðileg lega,“ skrifaði Davíð. Davíð Tómas Tómasson með Sigmundi Má Herbertssyni sem var kosinn besti dómari síðasta tímabils.Vísir/Bára Davíð hefur lengi verið í hópi bestu dómara landsins og hefur sem dæmi dæmt oddaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn undanfarin þrjú ár. Hann var líka kosinn besti dómari ársins veturinn 2022-2023. „Það er ekkert leyndarmál að það er talsvert erfitt að fá verkefni þegar maður kemur frá lítilli eyju í ballarhafi. Sem dæmi var ég að ræða við Hlyn Bæringsson á flugvellinum á leiðinni hingað, við vorum að ræða markmið mín erlendis og hann spurði mig beint út hvort það væri ekki bara einfaldast fyrir mig að skipta um þjóðerni,“ skrifaði Davíð. Hræddur um að mistakast Davíð segir að eitthvað hafi þurft að breytast hjá honum svo að hann kæmist upp þessa brekku og hann áttaði sig á því fyrir ári. „Ég hef verið svo hræddur um að mistakast og ná ekki að láta drauma mína rætast. Auðvelda leiðin hefur verið að fara í fórnarlambs hlutverk og gera lítið úr vonum mínum og væntingum ásamt möguleikum,“ skrifaði Davíð. Davíð Tómas Tómasson ræðir hér við Finn Frey Stefánsson, þjálfara Íslandsmeistara Vals.Vísir/Bára „Síðastliðið ár er ég búinn að vinna eins og hundur, dag og nótt í öllum pínulitlu smáatriðum sem ég mögulega get lagað og bætt og það var algjörlega mögnuð tilfinning að uppskera af þeirri vinnu. Að það hafi núna loksins verið tekið eftir manni í hafsjó af hæfileikabúntum úr atvinnumannadeildum,“ skrifaði Davíð en hann er ekki hættur. Ætlar sér að dæma í Meistaradeildinni Hann ætlar sér inn á stórmót og að dæma í Meistaradeildinni á næstu tíu árum. „Miðað við frammistöðu á þessu móti er ég á undan fyrirhugaðri áætlun en við slökum samt ekki á,“ skrifaði Davíð eins og sjá má hér fyrir neðan.
Subway-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Sjá meira