Nýi meistarinn viðurkenndi að hafa tapað fyrir Jordan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2024 15:16 Michael Jordan og Xander Schauffele mættust á dögunum á golfvellinum. Samsett/Getty&EPA Bestu kylfingar heims hafa flestir kynnst því að keppa við Michael Jordan á golfvellinum. Nýjasti meistarinn á sögu af slíku og útkoman var ekki honum í hag. Bandaríski kylfingurinn Xander Schauffele vann Opna breska meistaramótið í golfi í gær og hefur þar með unnið tvo af fjórum risamótum ársins. Schauffele vann PGA-meistaramótið í maí þegar hann lék á 21 höggi undir pari en að þessu sinni dugði honum að leika á níu höggum undir pari. Hann endaði tveimur höggum á undan Billy Horschel og Justin Rose. A new name added to the most iconic trophy in golf. Xander Schauffele has been etched into golfing history. pic.twitter.com/2FESc4gOfW— The Open (@TheOpen) July 21, 2024 Eftir sigurinn í gær kom fram myndband með Schauffele þar sem hann fór yfir samskipti sín við NBA goðsögnina Michael Jordan. CBS sýndi myndbandið á miðlum sínu. Schauffele viðurkenndi þar að hann hafi tapað á móti Jordan á dögunum og það var í golfi en ekki einn á einn í körfubolta. Jordan er mikill golfáhugamaður og spilaði íþróttina grimmt á meðan hann var enn að spila körfubolta. Jordan er líka mikill keppnismaður og þekktur fyrir að leggja pening undir á golfvellinum. Fór að „tala skít“ við Jordan. Schauffele sagði söguna af leik sínum við Jordan. Allt hafi litið vel út framan af. Vandamál Schauffele hafi byrjað þegar hann fór að „tala skít“ við Jordan. Schauffele lýsti því þegar Jordan hætti þá að tala við hann á hringnum, setti upp mikinn einbeitingarsvip og náði síðan hverjum fuglinum á fætur öðrum. „Ég gerði mitt besta en hann vann mig sem er vandræðalegt,“ sagði Schauffele en má sjá þetta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Golf on CBS (@golfoncbs) Golf Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Xander Schauffele vann Opna breska meistaramótið í golfi í gær og hefur þar með unnið tvo af fjórum risamótum ársins. Schauffele vann PGA-meistaramótið í maí þegar hann lék á 21 höggi undir pari en að þessu sinni dugði honum að leika á níu höggum undir pari. Hann endaði tveimur höggum á undan Billy Horschel og Justin Rose. A new name added to the most iconic trophy in golf. Xander Schauffele has been etched into golfing history. pic.twitter.com/2FESc4gOfW— The Open (@TheOpen) July 21, 2024 Eftir sigurinn í gær kom fram myndband með Schauffele þar sem hann fór yfir samskipti sín við NBA goðsögnina Michael Jordan. CBS sýndi myndbandið á miðlum sínu. Schauffele viðurkenndi þar að hann hafi tapað á móti Jordan á dögunum og það var í golfi en ekki einn á einn í körfubolta. Jordan er mikill golfáhugamaður og spilaði íþróttina grimmt á meðan hann var enn að spila körfubolta. Jordan er líka mikill keppnismaður og þekktur fyrir að leggja pening undir á golfvellinum. Fór að „tala skít“ við Jordan. Schauffele sagði söguna af leik sínum við Jordan. Allt hafi litið vel út framan af. Vandamál Schauffele hafi byrjað þegar hann fór að „tala skít“ við Jordan. Schauffele lýsti því þegar Jordan hætti þá að tala við hann á hringnum, setti upp mikinn einbeitingarsvip og náði síðan hverjum fuglinum á fætur öðrum. „Ég gerði mitt besta en hann vann mig sem er vandræðalegt,“ sagði Schauffele en má sjá þetta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Golf on CBS (@golfoncbs)
Golf Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira