Lífið

Stjörnulífið: „Ég er ekkert eðli­lega skotin í þessum gæja“

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Stjörnulífið er liður á Vísi en þar er farið yfir það helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að gera undanfarna daga.
Stjörnulífið er liður á Vísi en þar er farið yfir það helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að gera undanfarna daga.

Íslenska sumarið hjá stjörnum landsins einkennist af ferðalögum í leit að sól og blíðu, hvort sem það er úti á landi eða erlendri grundu. 

Ef Instagram færslurnar birtast ekki er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðunni.

Gleði og kærleikur í hjóna-keppni

Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór Jónsson og eiginkona hans Lísa Hafliðadóttir sigruðu hjónin Jón Jónsson og  Hafdísi Björk Jónsdóttur í gríðarlega spennandi padel-keppni í sólinni erlendis.

Knattspyrnukappar í veiði

Knatt­spyrnu­menn­irn­ir Gylfi Þór Sigurðsson, Adam Ægir Pálsson og Aron Jó­hanns­son, fóru saman í veiði en komu tómhentir heim.

Nýtt lag IceGuys!

Strákabandið IceGuys gaf út nýjan smell í vikunni. 

Fyrsta utanvegahlaupið

Ingileif Friðriksdóttir fór í sitt fyrsta utanvegahlaup á Ísafirði þar sem hún hafnaði í þriðja sæti í sínum aldursflokki. Vel gert!

Reiðtúr úr Kjósinni

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra fann sólina í nokkrum dölum innanlands. 

Ástfangin á fjöllum

Rakel María Hjaltadóttir förðunarfræðingur og kærastinn hennar, Guðmundur Lúther Hallgrímsson fóru í fjallgöngu saman á dögunum á Kerhólakambi.

Níu ára brúðkaupsafmæli

Leikkonan Svandís Dóra Einarsdóttir og eiginmaður hennar Sigtryggur Magnason fögnuðu níu ára brúðkaupsafmæli sínu á Parliament hótel í miðborg Reykjavíkur. 

Franskur draumur 

Tara Sif Birgisdóttir dansari og fasteignasali er komin heim úr draumafríi í Frakklandi.

Bewitched-túr um heiminn

Grammy verðlaunahafinn og ein frægasta söngkona okkar Íslendinga Laufey Lín birti myndir úr  tónleikaferðalaginu Bewitched þar sem hún kemur fram í yfir 60 borgum.

Syngjandi um landið

Tónlistarkonan Bríet Isis túraði um landið og kom meðal annars fram á Græna hattinum á Akureyri.

Póstkort úr sólinni

Förðunarfræðingurinn og TikTok-stjarnan Embla Wigum sendi póstkort frá Marbella á Spáni þar sem hún er stödd í fríi.

Sólstrandagæi

Björn Boði Björnsdóttir Worldclass-erfingi og flugþjónn nýtur lífsins á grísku eyjunni Míkonos.

Afmælisfögnuður

Leikkonan Júlíana Sara Gunnarsdóttir fer brosandi glöð inn í 35. aldursárið. 

Ást á Flateryi

Ljósmyndarinn og áhrifavaldurinn Helgi Ómarsson og unnusti hans Pétur Sveinsson skemmtu sér vel á Flateyri um helgina.

Bjarni Ben á fundi konungs

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hitti Karl Bretakonung að loknm fundi Evrópuleiðtoga í Blenheim höll í vikunni. 

Allir í stíl í sundlauginni

Fjölmiðlakonan Snærós Sindradóttir er stöd í fríi með fjölskyldunni í Tyrklandi. Hún birti skemmtilega mynd af þeim saman við sundlaugabakkann þar sem þau eru öll í eins sundfötum.

Svínslegt partý í Sykursalnum

Björn Bragi Arnarson fjölmiðlamaður fagnaði 40 ára afmæli sínu með pompi og prakt á dögunum. Veislan var haldin í Sykursalnum í Grósku þar sem allar helstu stjörnu landsins komu saman í svínslegri stemningu líkt og myndirnar gefa til kynna.

Ástfanginn Júlí

Júlí Heiðar Halldórson listamaður birti fallega mynd af sér og unnustu sinni, Þórdísi Björk Þorfinnsdóttur listakonu.

Ísbað í sólinni

Bergsveinn Ólafsson, doktorsnemi í sálfræði og fyrrverandi knattspyrnumaður - betur þekktur sem Beggi Ólafs, skellti sér í ísbaði í sólinni í Los Angeles.  

Gerir það sem honum sýnist

Gummi Emil einkaþjálfari segist gera það sem honum sýnist og hnyklaði vöðvana. 


Tengdar fréttir

Stjörnulífið: Dauð mús og djamm í Mykonos

Síðastliðin vika var viðburðarík að vanda en veðrið stendur sannarlega upp úr hjá samfélagsmiðlastjörnunum, hvort sem það hafi verið í bongó blíðu á höfuðborgarsvæðinu, í kulda fyrir norðan eða í suðrænni sól. 

Stjörnubrúðkaup á Siglufirði: „Partý sem fór hálfpartinn úr böndunum“

Snorri Másson fjölmiðlamaður og Nadine Guðrún Yaghi samskiptastjóri Play giftu sig við hátíðlega athöfn á Siglufirði liðna helgi þar sem þjóðlegt þema einkenndi herlegheitin í ljósi áttatíu ára lýðveldisafmælisins. Um hundrað og fimmtíu gestir mættu í gleðskapinn. Lúðrasveit, skrúðganga og íslenski fáninn settu sterkan svip á daginn.

Stjörnulífið: Afmæli í sitthvoru lagi, 17. júní og brúðkaupsveislur

Liðin vika var með eindæmum hátíðleg. Þjóðhátíðardagur okkar Íslendinga, brúðkaup og útskriftir í blíðskaparveðri báru þar hæst. Myndir frá ferðalögum eru einnig áberandi þar sem Íslendingar virðast æstir í sleikja sólina hér á landi sem og erlendis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.