Fjallar um móður sína sem er fyrsti Íslendingurinn ættleiddur frá Asíu Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 22. júlí 2024 11:16 Móðir Friðriks Agna Árnasonar var ættleidd til Íslands árið frá Indlandi 1969, þá tveggja og hálfs árs gömul. Vísir Móðir þjálfarans og kvikmyndagerðarmannsins Friðriks Agna Árnasonar er fyrsta ættleidda barnið sem kom frá Asíu til Íslands. Friðrik hyggst gera heimildamynd um móður sína þar sem hann freistar þess að komast á snoðir um uppruna hennar. Friðrik ræddi sögu móður sinnar í Bítinu. Hún fæddist á Indlandi, fannst úti á götu í Bombay fyrir framan munaðarleysingjahæli og var tekin þangað inn. „Svo var hún ættleidd hingað til Íslands af þýskri konu sem bjó þá hér á landi árið 1969. Það eru engar upplýsingar um mömmu þar sem hún náttúrlega fannst úti á götu,“ segir Friðrik. En saga hennar og móður hennar sé áhugaverð. „Það var ekkert mikið af erlendu fólki sem bjó hérna á Íslandi á þessum tíma,“ segir Friðrik. Hann segir frá því að amma hans hafi horfið frá Íslandi í nokkra mánuði og komið til baka með litla indverska stelpu. „Þetta var sem sagt í fyrsta skipti sem það var einhvert opinbert ættleiðingarferli í gangi.“ Friðrik segir Kristján Eldjárn þáverandi forseta hafi þurft að skrifa undir leyfisbréf fyrir ættleiðingunni. Móðir hans eigi það bréf enn. Heimilið enn opið Aðspurður segir hann móður sína ekki hafa reynt að komast á snoðir um uppruna sinn. „Það er svo erfitt. Það eina sem við vitum er að ættleiðingarheimilið er ennþá til, þar sem hún fannst, og það eru ennþá börn sem búa þar. Þannig að það er eins langt og við komumst í rauninni,“ segir Friðrik. „Við komumst þangað og við getum spurt spurninga þar og við vitum ekki hvert það mun leiða okkur. Kannski eru til gögn sem voru varðveitt frá þessum árum. Þetta eru náttúrlega alveg fimmtíu plús árum síðan. Þannig að það er eitthvað sem við munum komast að í þessu ferðalagi núna í desember.“ Friðrik segir verkefnið hafa byrjað þegar hann gerði tveggja þátta útvarpsseríu um móður sína fyrir tveimur árum. „Það spratt út frá þessum hugsunum sem maður hefur um sjálfan sig sem flestir hafa, en kannski ég meira en aðrir. Því þarna er náttúrlega alveg fimmtíu prósent af minni sögu sem ég veit ekkert um,“ segir Friðrik. Erfitt þegar amman skildi móðurina eftir Hann segist oft hafa staðið sig að því að reyna að bæla frá indverskan uppruna sinn. „Af því að ég náttúrlega fæddist hér og þekki ekkert annað en ég er náttúrlega dökkur þannig að það er augljóslega eitthvað annað þarna á bak við. Og í fyrsta skipti núna í gegnum sögu mömmu er ég að fanga þennan hluta af sjálfum mér.“ Hann segir erfiðasta hluta þeirrar sögu að amma hans hafi snúið aftur til Þýskalands þegar móðir hans var tíu ára og skilið hana eftir hjá pabba sínum. Hann hafi uppgötvað í gegn um útvarpsþáttagerðina að það hafi verið móður hans mjög sárt. „Þær eiga gott samband í dag en það tók rosalega langan tíma fyrir þær að finna sinn kjarna, finna sitt samband.“ Friðrik segist ætla að leggja land undir fót í desember og ferðast í fyrsta skipti til Indlands í leit að uppruna móður sinnar og taka upp heimildamynd um ferðalagið. Þau stefni á að fara beint á ættleiðingarheimilið og þau hafi þegar haft samband við það. Hvaða væntingar hafið þið fyrir þessu? „Það er best að vera ekki með of miklar væntingar. Ég hugsa að handritið skrifi sig svolítið sjálft þegar við erum komin út.“ Indland Börn og uppeldi Ástin og lífið Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
Friðrik ræddi sögu móður sinnar í Bítinu. Hún fæddist á Indlandi, fannst úti á götu í Bombay fyrir framan munaðarleysingjahæli og var tekin þangað inn. „Svo var hún ættleidd hingað til Íslands af þýskri konu sem bjó þá hér á landi árið 1969. Það eru engar upplýsingar um mömmu þar sem hún náttúrlega fannst úti á götu,“ segir Friðrik. En saga hennar og móður hennar sé áhugaverð. „Það var ekkert mikið af erlendu fólki sem bjó hérna á Íslandi á þessum tíma,“ segir Friðrik. Hann segir frá því að amma hans hafi horfið frá Íslandi í nokkra mánuði og komið til baka með litla indverska stelpu. „Þetta var sem sagt í fyrsta skipti sem það var einhvert opinbert ættleiðingarferli í gangi.“ Friðrik segir Kristján Eldjárn þáverandi forseta hafi þurft að skrifa undir leyfisbréf fyrir ættleiðingunni. Móðir hans eigi það bréf enn. Heimilið enn opið Aðspurður segir hann móður sína ekki hafa reynt að komast á snoðir um uppruna sinn. „Það er svo erfitt. Það eina sem við vitum er að ættleiðingarheimilið er ennþá til, þar sem hún fannst, og það eru ennþá börn sem búa þar. Þannig að það er eins langt og við komumst í rauninni,“ segir Friðrik. „Við komumst þangað og við getum spurt spurninga þar og við vitum ekki hvert það mun leiða okkur. Kannski eru til gögn sem voru varðveitt frá þessum árum. Þetta eru náttúrlega alveg fimmtíu plús árum síðan. Þannig að það er eitthvað sem við munum komast að í þessu ferðalagi núna í desember.“ Friðrik segir verkefnið hafa byrjað þegar hann gerði tveggja þátta útvarpsseríu um móður sína fyrir tveimur árum. „Það spratt út frá þessum hugsunum sem maður hefur um sjálfan sig sem flestir hafa, en kannski ég meira en aðrir. Því þarna er náttúrlega alveg fimmtíu prósent af minni sögu sem ég veit ekkert um,“ segir Friðrik. Erfitt þegar amman skildi móðurina eftir Hann segist oft hafa staðið sig að því að reyna að bæla frá indverskan uppruna sinn. „Af því að ég náttúrlega fæddist hér og þekki ekkert annað en ég er náttúrlega dökkur þannig að það er augljóslega eitthvað annað þarna á bak við. Og í fyrsta skipti núna í gegnum sögu mömmu er ég að fanga þennan hluta af sjálfum mér.“ Hann segir erfiðasta hluta þeirrar sögu að amma hans hafi snúið aftur til Þýskalands þegar móðir hans var tíu ára og skilið hana eftir hjá pabba sínum. Hann hafi uppgötvað í gegn um útvarpsþáttagerðina að það hafi verið móður hans mjög sárt. „Þær eiga gott samband í dag en það tók rosalega langan tíma fyrir þær að finna sinn kjarna, finna sitt samband.“ Friðrik segist ætla að leggja land undir fót í desember og ferðast í fyrsta skipti til Indlands í leit að uppruna móður sinnar og taka upp heimildamynd um ferðalagið. Þau stefni á að fara beint á ættleiðingarheimilið og þau hafi þegar haft samband við það. Hvaða væntingar hafið þið fyrir þessu? „Það er best að vera ekki með of miklar væntingar. Ég hugsa að handritið skrifi sig svolítið sjálft þegar við erum komin út.“
Indland Börn og uppeldi Ástin og lífið Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira