Lífið

Eyddi tíu milljónum í tískuvörur fyrir kærustuna

Máni Snær Þorláksson skrifar
Travis Kelce er sagður að hafa eytt háum upphæðum í tískuvörur fyrir Taylor Swift.
Travis Kelce er sagður að hafa eytt háum upphæðum í tískuvörur fyrir Taylor Swift. EPA/JOHN G. MABANGLO

Kaupæði virðist hafa gripið Travis Kelce, innherja Kansas City Chiefs í NFL-deildinni, í Mílanó á Ítalíu á dögunum. Kelce er sagður hafa eytt á 75 þúsund dollara, um tíu milljónir í íslenskum krónum, í alls konar tískuvörur fyrir kærustuna sína, tónlistarkonuna Taylor Swift.

Samkvæmt heimildum breska götublaðsins The Sun á Kelce að hafa verslað flíkur og töskur frá ítölsku tískuhúsunum Valentino, Prada Bottega Veneta og Fendi. Til að mynda er hann sagður hafa keypt kjól í Valentino fyrir rúmar tvær milljónir íslenskra króna og tösku fyrir tæpa hálfa milljón.

Þá á hann að hafa keypt tvö pör af skóm í Bottega Venetta. Annars vegar Sharp Chain Pumps skó á 180 þúsund krónur og hins vegar skó úr kálfaskinni á rúmar 200 þúsund krónur. Kelce endaði víst verslunarferðina í Fendi þar sem hann keypti tösku, silkibuxur og silkikjól fyrir samtals 1,6 milljón krónur.

Þótt Taylor Swift verði eflaust ánægð með þessar dýru gjafir kærastans þá vanhagar hana líklega ekki um neitt. Tónlistarkonan komst á milljarðamæringalista Forbes í fyrra og er metin á um 1,1 milljarð bandaríkjadala. Það gerir rúmlega 150 milljarða í íslenskum krónum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×