Matreiðsluþátturinn er fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat. Í þetta skiptið eru það Tomahawk nautasteikur, kartöflur og grillað grænmeti.
Steikur:
- 2 stk Tomahawk nautasteikur
- 2 stk Sashi T bone
- salt og pipar
- 4 msk noisette smjör
Kartöflur:
- 6 bökunarkartöflur
Kryddsmjör:
- 500 gr smjör
- 1 box smápaprika
- 20 gr dill
- 20 gr kóriander
- 10 gr mynta
- 10 gr steinselja
- 10 gr basil
- Börkur af einni sítrónu
- 2 skalottulaukar
- 3 hvítlauksrif
Bakað grænmeti:
- 1 laukur
- 1 rauðlaukur
- 6 tómatar
- Salt og pipar
- Olía
Kryddsmjör
Takið stofuheitt smjörið og setjið á smjörpappír. Saxið papriku, hvítlauk, skalottulauk og kryddjurtir og blandið saman við smjörið ásamt berki af heilli sítrónu. Mótið smjörið í lengu og kælið. Skerið svo sneiðar af því eftir hentugleika
Kartöflur
Setjið kartöflur í álpappír og bakið á grilli í 30 mín á hvorri hlið. Skerið rauf í kartöflu og fyllið með 1 msk af kryddsmjöri.
Steikur
Grillið á háum hita fyrstu 10 mín og munið að salta og pipra á báðum hliðum. Þegar steikurnar hafa náð 56° kjarnahita leggið þá á bakka eða bretti og leyfið að hvíla í 10-15 mín. Hellið noisette smjöri yfir áður en steikurnar eru skornar niður.
Laukur og tómatar
Skerið tómata og lauk í báta og setjið í stóra örk af álpappír. Hellið olíu yfir og kryddið með salti og pipar. Lokið álpappírnum og bakið á grilli í 15 – 20 mín.