Erlent

Kókaín finnst í lifrum og vöðvum há­karla í Brasilíu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Umrædd hákarlategund er veidd til matar og kókaínið gæti þannig borist í menn.
Umrædd hákarlategund er veidd til matar og kókaínið gæti þannig borist í menn. Getty

Þrettán hákarlar af tegundinni Rhizoprionodon sem voru veiddir undan ströndum Rio de Janeiro í Brasilíu á tímabilinu september 2021 til ágúst 2023 reyndust allir hafa innbyrt kókaín.

Frá þessu er greint í grein sem birtist í vísindatímaritinu Science of the Total Environment.

Efnið fannst í lifrum og vöðvum hákarlana og grunar vísindamennina að það hafi borist í skepnurnar með skólpvatni. Þá er einnig mögulegt að dýrin hafi komist í pakka af kókaíni í sjónum.

Þetta mun vera í fyrsta sinn sem kókaín greinist í villtum hákörlum og þykir uppgötvunin til marks um að ólögleg viðskipti með fíkniefni séu einnig að hafa áhrif á dýra- og lífríkið almennt.

Hákarlarnir veiddir til matar og kókaínið gæti þannig borist í menn.

Kókaín hefur víða fundist í sjó og vatni, meðal annars umhverfis São Paulo, þar sem styrkur þess er sagður jafnast á við styrk koffíns í kaffi og te. Þá hefur það fundist í drykkjarvatni í ríkinu.

Efnir hefur einnig fundist í ferskvatnsrækjum á Bretlandseyjum, svo eitthvað sé nefnt.

Washington Post fjallaði um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×