Uppgjörið: Tindastóll - Valur 1-4 | Meistararnir sigu fram úr í seinni hálfleik Arnar Skúli Atlason skrifar 24. júlí 2024 21:20 Valskonur stigu á bensíngjöfina í seinni hálfleik. vísir/anton Íslandsmeistarar Vals tryggðu sér sigur á Tindastóli í Bestu deild kvenna í kvöld með því að skora þrjú mörk á fimmtán mínútum í seinni hálfleik. Lokatölur á Króknum 1-4, Valskonum í vil. Leikurinn byrjaði í miklu jafnvægi, hvorugt liði var að skapa sér opin færi, mikil barátta voru í báðum liðum Tindastóls liðið lokaði svæðum á meðan Valur hélt í boltann. Það dróg til tíðinda á 17. mínútu. Berglind Rós Ágústsdóttir, fyrirliði Vals, komst inn í sendingu á miðjum vallar helmingi Tindastóls sem voru að fara að geysast í sókn og keyrði í átt að vörninni og setti Jasmín Erlu Ingadóttir í gegnum vörn Tindastóls lagði boltann framhjá Monicu Wilhelm og gestir frá Hlíðarenda komnir í 0-1. Valsmenn heldu áfram að pressa og fengu gott færi þegar Natasha Anasi skallaði aukaspyrnu í slána og niður, þar barst boltinn á Jasmín Erlu sem setti boltann einnig í slána og Tindastóll stál heppið að vera ekki komið tveimur mörkum undir. Strax í næstu sókn settu Laufey Harpa Halldórsdóttir og Elísa Bríet Björnsdóttir varnarmenn Vals undir mikla pressu og unni boltann hátt á vellinum, Laufey lagði slaka sendingu varnarmanns Vals fyrir sig og lagði boltann á Elísu sem þrumaði boltanum í hornið fjær óverjandi fyrir Fanney Ingu í marki Vals og staðan 1-1 og þannig stóðu leikar í hálfleik. Seinni hálfleikur byrjaði kröftuglega hjá Val og Tindastóll átti í vök að verjast, Valur komst meira á bakvið vörn Tindastóls sem voru skrefinu á eftir enda stutt síðan þær spiluðu seinasta leik. Á 61. mínútu byrjaði Hailey Whitaker sókn fyrir Valsmenn og eftir frábært spil fékk hún sendingu í gegnum vörn Tindastóls og lagði boltann fyrir markið, Þar beið Jasmín Erla á fjær stönginni og kláraði í opið mark og Valskonur komnar í forystu. Valskonur héldu áfram og að bæta í og næsta mark kom á 73. mínútu leiksins. Berglind Rós sendi þá boltann á milli miðvarðar og bakvarðar þar sem Fanndís Friðriksdóttir komst upp að endamörkum og sendi boltann inn í. Þar var mætt Berglind Björg Þorvaldsdóttir og hún lék á einn varnarmann og klíndi honum svo í samskeytin óverjandi fyrir Monicu í markinu Tindastóls. Þær voru svo ekki hættar þremur mínútum seinna var Berglind Björg búinn að skora aftur. Aftur komst Fanndís upp hægri vænginn og kom boltanum fyrir markið og Tindastóls stelpurnar komu ekki boltanum frá marki sínu og boltinn barst á Berglindi Björgu sem setti boltann á sama stað í markvinkil Tindastóls. Eftir þetta fjaraði leikur út og Valskonur unnu örugglega 1-4 á Sauðárkróki í kvöld og þegar uppi var staðið var þetta mjög sanngjarn sigur. Atvik leiksins Skipting á 60. mínútu þegar Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom inná í stöðunni 1-1, í fyrstu sókninni komast Valskonur yfir og hún skorar svo tvö mörk. Stjörnur og skúrkar Jasmín Erla, Berglind Björg, Fanndís voru langbestu leikmenn Vals í dag og Tindastóll átti í erfileikum með að stöðva þær. Ég vil ekki velja neinn skúrk í dag, bæði lið stóðu sig vel. Dómarar Hann hefur átt betri daga, gaf óþarfa gul spjöld á leikmenn Tindastóls og línan var skýr hjá honum á löngum köflum. Hann fær 4/10 í dag. Stemning og umgjörð Það var vel mætt í dag og þétt setið í stúkunni einnig fólk í grasstúkunn. Það rætist úr veðrinu og það var allt upp í topp í skipurlagi á þessum leik. Besta deild kvenna Valur Tindastóll
Íslandsmeistarar Vals tryggðu sér sigur á Tindastóli í Bestu deild kvenna í kvöld með því að skora þrjú mörk á fimmtán mínútum í seinni hálfleik. Lokatölur á Króknum 1-4, Valskonum í vil. Leikurinn byrjaði í miklu jafnvægi, hvorugt liði var að skapa sér opin færi, mikil barátta voru í báðum liðum Tindastóls liðið lokaði svæðum á meðan Valur hélt í boltann. Það dróg til tíðinda á 17. mínútu. Berglind Rós Ágústsdóttir, fyrirliði Vals, komst inn í sendingu á miðjum vallar helmingi Tindastóls sem voru að fara að geysast í sókn og keyrði í átt að vörninni og setti Jasmín Erlu Ingadóttir í gegnum vörn Tindastóls lagði boltann framhjá Monicu Wilhelm og gestir frá Hlíðarenda komnir í 0-1. Valsmenn heldu áfram að pressa og fengu gott færi þegar Natasha Anasi skallaði aukaspyrnu í slána og niður, þar barst boltinn á Jasmín Erlu sem setti boltann einnig í slána og Tindastóll stál heppið að vera ekki komið tveimur mörkum undir. Strax í næstu sókn settu Laufey Harpa Halldórsdóttir og Elísa Bríet Björnsdóttir varnarmenn Vals undir mikla pressu og unni boltann hátt á vellinum, Laufey lagði slaka sendingu varnarmanns Vals fyrir sig og lagði boltann á Elísu sem þrumaði boltanum í hornið fjær óverjandi fyrir Fanney Ingu í marki Vals og staðan 1-1 og þannig stóðu leikar í hálfleik. Seinni hálfleikur byrjaði kröftuglega hjá Val og Tindastóll átti í vök að verjast, Valur komst meira á bakvið vörn Tindastóls sem voru skrefinu á eftir enda stutt síðan þær spiluðu seinasta leik. Á 61. mínútu byrjaði Hailey Whitaker sókn fyrir Valsmenn og eftir frábært spil fékk hún sendingu í gegnum vörn Tindastóls og lagði boltann fyrir markið, Þar beið Jasmín Erla á fjær stönginni og kláraði í opið mark og Valskonur komnar í forystu. Valskonur héldu áfram og að bæta í og næsta mark kom á 73. mínútu leiksins. Berglind Rós sendi þá boltann á milli miðvarðar og bakvarðar þar sem Fanndís Friðriksdóttir komst upp að endamörkum og sendi boltann inn í. Þar var mætt Berglind Björg Þorvaldsdóttir og hún lék á einn varnarmann og klíndi honum svo í samskeytin óverjandi fyrir Monicu í markinu Tindastóls. Þær voru svo ekki hættar þremur mínútum seinna var Berglind Björg búinn að skora aftur. Aftur komst Fanndís upp hægri vænginn og kom boltanum fyrir markið og Tindastóls stelpurnar komu ekki boltanum frá marki sínu og boltinn barst á Berglindi Björgu sem setti boltann á sama stað í markvinkil Tindastóls. Eftir þetta fjaraði leikur út og Valskonur unnu örugglega 1-4 á Sauðárkróki í kvöld og þegar uppi var staðið var þetta mjög sanngjarn sigur. Atvik leiksins Skipting á 60. mínútu þegar Berglind Björg Þorvaldsdóttir kom inná í stöðunni 1-1, í fyrstu sókninni komast Valskonur yfir og hún skorar svo tvö mörk. Stjörnur og skúrkar Jasmín Erla, Berglind Björg, Fanndís voru langbestu leikmenn Vals í dag og Tindastóll átti í erfileikum með að stöðva þær. Ég vil ekki velja neinn skúrk í dag, bæði lið stóðu sig vel. Dómarar Hann hefur átt betri daga, gaf óþarfa gul spjöld á leikmenn Tindastóls og línan var skýr hjá honum á löngum köflum. Hann fær 4/10 í dag. Stemning og umgjörð Það var vel mætt í dag og þétt setið í stúkunni einnig fólk í grasstúkunn. Það rætist úr veðrinu og það var allt upp í topp í skipurlagi á þessum leik.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti