Verðbólgutölur minnki líkur á vaxtalækkun „allverulega“ Árni Sæberg skrifar 24. júlí 2024 12:18 Birkir Thor segir ósennilega að þau Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, og aðrir meðlimir peningastefnunefndar lækki stýrivexti í ágúst. Vísir Ársverðbólga mældist 6,3 prósentustig í júní og jókst um hálft prósentustig milli mánaða. Birkir Thor Björnsson, hagfræðingur í greiningu hjá Íslandsbanka segir tíðindi morgunsins hafa komið starfsfólki bankans nokkuð á óvart. „Þetta kom okkur á óvart. Þetta var svolítið óþægilega mikið yfir okkar spá. Það voru ýmsir undirliðir sem komu á óvart. Þar má helst nefna flugfargjöldin hækkuðu svolítið meira en við höfðum spá og svo erum við að sjá líka hækkun á matarkörfunni umfram það sem við höfum spáð. Því til viðbótar, sem veldur fráviki frá spánni, er að útsöluáhrifin voru aðeins grynnri en við höfðum vænt. Föt og skór sem lækkuðu ekki eins mikið og við áttum von á.“ Flugfargjöld hækkuðu um 16,5 prósent Í tilkynningu á vef Hagstofunnar segir að vísitala neysluverðs án húsnæðis sé 512,9 stig og hækki um 0,45 prósent frá júní 2024. Sumarútsölur séu víða í gangi og föt og skór hafi lækkað um 6,2 prósent en einnig húsgögn og heimilisbúnaður um 6,2 prósent. Áhrif þess á vísitöluna hafi verið lækkun upp á 0,24 og 0,13 prósent. Matvörur hafi hækkað um 1,1 prósent og valdið 0,15 prósenta hækkun á vísitölunni. Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði, reiknuð húsaleiga, hafi hækkað um 0,5 prósent, áhrif 0,09 prósent, og flugfargjöld til útlanda hafi hækkað um 16,5 prósent, áhrif 0,34 prósent. Dregur úr líkum á vaxtalækkun Aðalhagfræðingur Íslandsbanka sagði í vikunni að hann teldi að peningastefnunefnd Seðlabankans myndi lækka stýrivexti strax á næsta fundi sínum þann 21. ágúst. „Við erum svo sem ekki að slá vaxtalækkun ný yfir haustið út af borðinu en þessi tíðindi morgunsins minnka líkurnar á vaxtalækkun í ágúst allverulega. Það er þá líklegra, teljum við, að vaxtalækkunarferlið hefjist í september eða nóvember, frekar en í ágúst eins og við höfðum áður frekar átt von á,“ segir Birkir Thor. Verðbólgan muni minnka hressilega fljótlega Þó segir Birkir Thor að tíðindi morgunsins hafi ekki teljandi áhrif á verðbólguspá Íslandsbanka fram á haustið. „Ég ætla ekki að ganga svo langt að verðbólgan sé að fara á eitthvað flug yfir haustið. Við erum að spá því, til dæmis, að árstakturinn fari hressilega niður í október en í september verður ekki mikil breyting, samkvæmt okkar spá.“ Jákvæður punktur líka Þá séu verðbólgutölurnar ekki alslæmar. „Það er jákvæður punktur kannski í mælingunni að reiknuð húsaleiga er ekki að hækka jafnmikið og við höfum átt von á. Þessir fyrstu tveir mánuðir, sem hefur verið notast við nýja aðferð við að meta þennan undirlið verðbólgunnar, hafa gefið góða raun.“ Þó sjáist, án þess að það komi fram í verðbólgutölum, að markaðsverð íbúðarhúsnæðis sé enn að hækka mikið. Það sé annar þáttur sem dregur úr líkum á að vextir verði lækkaðir á allra næstu vaxtaákvörðunardögum Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira
„Þetta kom okkur á óvart. Þetta var svolítið óþægilega mikið yfir okkar spá. Það voru ýmsir undirliðir sem komu á óvart. Þar má helst nefna flugfargjöldin hækkuðu svolítið meira en við höfðum spá og svo erum við að sjá líka hækkun á matarkörfunni umfram það sem við höfum spáð. Því til viðbótar, sem veldur fráviki frá spánni, er að útsöluáhrifin voru aðeins grynnri en við höfðum vænt. Föt og skór sem lækkuðu ekki eins mikið og við áttum von á.“ Flugfargjöld hækkuðu um 16,5 prósent Í tilkynningu á vef Hagstofunnar segir að vísitala neysluverðs án húsnæðis sé 512,9 stig og hækki um 0,45 prósent frá júní 2024. Sumarútsölur séu víða í gangi og föt og skór hafi lækkað um 6,2 prósent en einnig húsgögn og heimilisbúnaður um 6,2 prósent. Áhrif þess á vísitöluna hafi verið lækkun upp á 0,24 og 0,13 prósent. Matvörur hafi hækkað um 1,1 prósent og valdið 0,15 prósenta hækkun á vísitölunni. Kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði, reiknuð húsaleiga, hafi hækkað um 0,5 prósent, áhrif 0,09 prósent, og flugfargjöld til útlanda hafi hækkað um 16,5 prósent, áhrif 0,34 prósent. Dregur úr líkum á vaxtalækkun Aðalhagfræðingur Íslandsbanka sagði í vikunni að hann teldi að peningastefnunefnd Seðlabankans myndi lækka stýrivexti strax á næsta fundi sínum þann 21. ágúst. „Við erum svo sem ekki að slá vaxtalækkun ný yfir haustið út af borðinu en þessi tíðindi morgunsins minnka líkurnar á vaxtalækkun í ágúst allverulega. Það er þá líklegra, teljum við, að vaxtalækkunarferlið hefjist í september eða nóvember, frekar en í ágúst eins og við höfðum áður frekar átt von á,“ segir Birkir Thor. Verðbólgan muni minnka hressilega fljótlega Þó segir Birkir Thor að tíðindi morgunsins hafi ekki teljandi áhrif á verðbólguspá Íslandsbanka fram á haustið. „Ég ætla ekki að ganga svo langt að verðbólgan sé að fara á eitthvað flug yfir haustið. Við erum að spá því, til dæmis, að árstakturinn fari hressilega niður í október en í september verður ekki mikil breyting, samkvæmt okkar spá.“ Jákvæður punktur líka Þá séu verðbólgutölurnar ekki alslæmar. „Það er jákvæður punktur kannski í mælingunni að reiknuð húsaleiga er ekki að hækka jafnmikið og við höfum átt von á. Þessir fyrstu tveir mánuðir, sem hefur verið notast við nýja aðferð við að meta þennan undirlið verðbólgunnar, hafa gefið góða raun.“ Þó sjáist, án þess að það komi fram í verðbólgutölum, að markaðsverð íbúðarhúsnæðis sé enn að hækka mikið. Það sé annar þáttur sem dregur úr líkum á að vextir verði lækkaðir á allra næstu vaxtaákvörðunardögum
Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Sjá meira