Ocon verður fyrsti sigurvegarinn til að keyra fyrir Haas Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. júlí 2024 17:30 Esteban Ocon er afburðaökumaður en hefur átt erfitt að undanförnu og leitar nú að nýjum tækifærum hjá Haas. Qian Jun/MB Media/Getty Images Esteban Ocon verður fyrsti Formúlu 1 sigurvegarinn til að aka fyrir Haas. Hann samdi við bandaríska félagið og mun mynda nýtt Haas lið á næsta ári með nýliðanum Oliver Bearman. Haas hefur átt lið í Formúlu 1 síðan 2014 en aldrei fagnað brautarsigri, og aldrei haft ökuþór sem hefur unnið keppni, en það breytist á næsta ári þegar Ocon kemur til félagsins. Þar mun hann hitta liðsstjórann Ayao Komatsu en þeir unnu áður saman hjá Lotus. Löngu var vitað að Ocon yrði ekki áfram hjá Alpine en félagið vildi ekki framlengja við hann eftir áreksturinn í Mónakó. Nico Hulkenberg og Kevin Magnussen ákváðu sjálfir að láta gott heita hjá Haas og framlengdu ekki samninginn sem er að renna út eftir tímabilið. Þetta verður nýtt upphaf fyrir Ocon, sem hefur sannað sig sem afburðaökumann og fagnað sigri í ungverska kappakstrinum 2021, en átt erfitt uppdráttar að undanförnu. Alpine hefur ekki gefið honum samkeppnishæfan bíl og liðsfélagi hans Pierre Gasly virðist fara agalega í taugarnar á honum. Því skiljast leiðir Ocon og Enstone félagsins sem á Alpine og hefur áður gengið undir nöfnum Lotus og Renault. Akstursíþróttir Mest lesið Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Haas hefur átt lið í Formúlu 1 síðan 2014 en aldrei fagnað brautarsigri, og aldrei haft ökuþór sem hefur unnið keppni, en það breytist á næsta ári þegar Ocon kemur til félagsins. Þar mun hann hitta liðsstjórann Ayao Komatsu en þeir unnu áður saman hjá Lotus. Löngu var vitað að Ocon yrði ekki áfram hjá Alpine en félagið vildi ekki framlengja við hann eftir áreksturinn í Mónakó. Nico Hulkenberg og Kevin Magnussen ákváðu sjálfir að láta gott heita hjá Haas og framlengdu ekki samninginn sem er að renna út eftir tímabilið. Þetta verður nýtt upphaf fyrir Ocon, sem hefur sannað sig sem afburðaökumann og fagnað sigri í ungverska kappakstrinum 2021, en átt erfitt uppdráttar að undanförnu. Alpine hefur ekki gefið honum samkeppnishæfan bíl og liðsfélagi hans Pierre Gasly virðist fara agalega í taugarnar á honum. Því skiljast leiðir Ocon og Enstone félagsins sem á Alpine og hefur áður gengið undir nöfnum Lotus og Renault.
Akstursíþróttir Mest lesið Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira