Stikla fyrir nýja íslenska grínþætti: „Þetta er ógeðslega fyndið“ Máni Snær Þorláksson skrifar 25. júlí 2024 15:01 Fyrsti þátturinn er frumsýndur á Stöð 2 í ágúst. Vísir Ný og spennandi grínþáttasería er væntanleg á Stöð 2 á næstunni. Þættirnir fjalla um vini sem ákveða að kaupa subbulegan bar sem er við það að fara á hausinn. Þættirnir heita Flamingó bar en í þeim reyna vinirnir Bjarki og Tinna Olsen að breyta ímynd barsins og snúa rekstrinum við. Þau gera það ásamt breyskum starfsmönnum en vafasamir fastagestir og óvæntar uppákomur eiga eftir að gera þeim lífið leitt. Hér fyrir neðan má sjá stiklu fyrir þættina. Klippa: Flamingó bar - stikla Um er að ræða sex þátta seríu sem er víst bæði sprenghlægileg og með hjarta. Aron Ingi Davíðsson og Birna Rún Eiríksdóttir leikstýra og skrifa einnig handrit ásamt Guðmundi Einari, Bjarna Snæbjörnssyni, Telmu Huld Jóhannesdóttur, Björk Guðmundsdóttur og Vilhelm Neto. „Við erum að deyja úr spenningi. Ég er buin að fá að sjá nokkur brot úr nokkrum senum og þetta er algjört kast. Þetta er ógeðslega fyndið,“ segir Björk, sem fer einnig með eitt aðalhlutverkanna, í samtali við fréttamann. Gaman að gera grín með góðum vinum Hópurinn sem kemur að þáttunum séu góðir vinir og að það hafi verið gaman að fá að vinna þá saman. „Þetta var smá eins og að vera í sumarbúðum með bestu vinum sínum að gera grín saman, þannig ég hefði ekki getað óskað mér betra ferli.“ Þá segist hún ekki hafa trú á öðru en að þættirnir eigi eftir að fá góðar viðtökur. „Við erum náttúrulega öll ótrúlega fyndin þannig ég hugsa að þetta muni bara slá í gegn.“ Tökumaður þáttanna er Anton Kristensen, leikmynd gerir Sara Blöndal, Magnús Ómarsson sér um hljóðhönnun og Heimir Bjarnason og Katrín Briem sjá um klippingu. Studio Fin gerir grafík, markaðsefni og VFX. Þættirnir eru væntanlegir þann 23. ágúst næstkomandi á Stöð 2. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Grín og gaman Mest lesið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Fleiri fréttir Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Sjá meira
Þættirnir heita Flamingó bar en í þeim reyna vinirnir Bjarki og Tinna Olsen að breyta ímynd barsins og snúa rekstrinum við. Þau gera það ásamt breyskum starfsmönnum en vafasamir fastagestir og óvæntar uppákomur eiga eftir að gera þeim lífið leitt. Hér fyrir neðan má sjá stiklu fyrir þættina. Klippa: Flamingó bar - stikla Um er að ræða sex þátta seríu sem er víst bæði sprenghlægileg og með hjarta. Aron Ingi Davíðsson og Birna Rún Eiríksdóttir leikstýra og skrifa einnig handrit ásamt Guðmundi Einari, Bjarna Snæbjörnssyni, Telmu Huld Jóhannesdóttur, Björk Guðmundsdóttur og Vilhelm Neto. „Við erum að deyja úr spenningi. Ég er buin að fá að sjá nokkur brot úr nokkrum senum og þetta er algjört kast. Þetta er ógeðslega fyndið,“ segir Björk, sem fer einnig með eitt aðalhlutverkanna, í samtali við fréttamann. Gaman að gera grín með góðum vinum Hópurinn sem kemur að þáttunum séu góðir vinir og að það hafi verið gaman að fá að vinna þá saman. „Þetta var smá eins og að vera í sumarbúðum með bestu vinum sínum að gera grín saman, þannig ég hefði ekki getað óskað mér betra ferli.“ Þá segist hún ekki hafa trú á öðru en að þættirnir eigi eftir að fá góðar viðtökur. „Við erum náttúrulega öll ótrúlega fyndin þannig ég hugsa að þetta muni bara slá í gegn.“ Tökumaður þáttanna er Anton Kristensen, leikmynd gerir Sara Blöndal, Magnús Ómarsson sér um hljóðhönnun og Heimir Bjarnason og Katrín Briem sjá um klippingu. Studio Fin gerir grafík, markaðsefni og VFX. Þættirnir eru væntanlegir þann 23. ágúst næstkomandi á Stöð 2.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Grín og gaman Mest lesið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Fleiri fréttir Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Sjá meira