Bylgjan verður í beinni milli kl. 12 og 16 á laugardag og má búast við góðum gestum eins og venjulega. Trúbadorinn Tryggvi Vilmundar kemur í heimsókn og tónlistarmaðurinn Hreimur Heimis kíkir við í stutt spjall milli klukkan 15 og 16.
Með Bylgjulestinni verða matarvagnar frá Götubitanum, boðið verður upp á tónlist, ókeypis andlitsmálning og blaðrarinn mætir og gleður börnin. Í bjórtjaldinu fer fram heimsmeistaramótið í Beerpong en skráning fer fram á Tix.is.

Um kvöldið verða svo rosalegir tónleikar í Bylgjutjaldinu þar sem fram koma Króli ásamt hljómsveit, Dj Ingi Bauer, Háski og Sprite Zero Klan. Ókeypis er inn á tónleikana.
Hér er hægt að kynna sér nánar dagskrá Hjarta Hafnarfjarðar.

Kíktu við og taktu þátt í fjörinu!
Gríptu með þér hollustubita frá MUNA og skoðaðu glæsilega bíla frá bílaumboðinu Öskju. Svalaðu þorstanum með Appelsíni án sykurs, gæddu þér á góðgæti frá Nóa Síríus og Sláðu í gegn um land allt með Golfsambandi Íslands og Bylgjulestinni.
