„Ég held að stuðningsmenn okkar séu stressaðir“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 25. júlí 2024 21:47 Arnar Gunnlaugsson og Sölvi Geir Ottesen leggja á ráðin við hliðarlínuna. vísir / ernir Það var að vonum svekktur Arnar Gunnlaugsson sem mætti í viðtal eftir 0-1 tap Víkings gegn KF Egnatia í kvöld. Arnar segir sína menn hafa lagt sig alla fram en skortur á sjálfstrausti og tæknileg mistök urðu þeim að falli. „Mér fannst við reyna, reyna og reyna en það er klárlega eitthvað aðeins off. Við gerðum marga tæknifeila í fyrri hálfleik og vorum að missa boltann á slæmum stöðum, sem þeir þrífast á með sínar skyndisóknir. Þeir eru með klóka leikmenn sem gátu meitt okkur, vorum heppnir kannski að fá ekki á okkur mark úr öllum þessum skyndisóknum. Fyrir mér er of mikið af tæknifeilum sem útskýrist bara af því að menn eru með lágt sjálfstraust og tjá sig ekki almennilega á vellinum.“ Mistök leiddu til marks Markið sem Víkingur fékk á sig var einkar klaufalegt og væri hægt að skella sökinni á nokkra aðila. „Ég á eftir að sjá það betur almennilega en mér fannst þetta dæmigert mark sem lið sem er að ströggla fær á sig. Keðjuverkun á atriðum sem þessi og hinn gat komið í veg fyrir, boltinn fer inn í teig og upp í loftið, bara mark sem strögglandi lið fá á sig. Mómentin eru ekki með okkur þessa stundina.“ Tímatöfin trekkir taugar Arnar talaði um það í viðtölum fyrir leik að leikmenn mættu ekki láta hluti sem þeir hafa ekki stjórn á fara í taugarnar á sér, en leit ekki mikið inn á við og var sjálfur að bölsótast í dómaranum. „Það er virkilega erfitt að láta þetta ekki fara í taugarnar á sér. Það er ekki beint við andstæðinginn að sakast en mikil ósköp vildi ég að dómararnir myndu gefa bara gult spjald í fyrri hálfleik, ekki bíða fram á átttugustu mínútu. Þetta er allt of mikið af töfum og rugli sem er hægt að koma í veg fyrir, hafði auðvitað ekki áhrif á það að við töpuðum leiknum en þetta er leiðingjarnt.“ Slök stemning í stúkunni Víkingar hafa getið sér orð fyrir eina öflugustu stuðningsmannasveit landsins en hún var hvergi sjáanleg í kvöld. „Það er erfitt, maður veit alveg hvaða tími mánaðarins er núna með öll sumarfríin og skólafrí. Ég efast ekki um að margir Víkingar hafi fylgst með okkur og vildu okkur vel en ég held að þeir finni líka að liðið er off. Ég held að stuðningsmenn okkar séu stressaðir, örugglega jafn stressaðir og ég. Stundum þegar fólk stressast þá verður það hljótt í stað þess að öskra stressið úr sér. Um leið og við gerum okkar á vellinum munu kannski fleiri raddir hljóma en ég efast ekki um þeirra stuðning í eina sekúndu.“ Hálfleikur Einvígið er auðvitað ekki nema hálfnað og heill fótboltaleikur er eftir úti í Albaníu. „Ég held við þurfum bara að vera professional og láta þá panikka aðeins. Þó það sé jafnt í hálfleik, eftir sjötíu mínútur, bara allt í lagi. Trúa því að við séum að fá þetta eina mark sem lætur þá efast aðeins um sig. Þeir eru tæknilega góðir og allt það en guð minn almáttugur hvað þeir fara illa úr stöðu. Við náðum ekki að nýta það í dag en vonandi náum við að nýta það úti í Albaníu.“ Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Sjá meira
„Mér fannst við reyna, reyna og reyna en það er klárlega eitthvað aðeins off. Við gerðum marga tæknifeila í fyrri hálfleik og vorum að missa boltann á slæmum stöðum, sem þeir þrífast á með sínar skyndisóknir. Þeir eru með klóka leikmenn sem gátu meitt okkur, vorum heppnir kannski að fá ekki á okkur mark úr öllum þessum skyndisóknum. Fyrir mér er of mikið af tæknifeilum sem útskýrist bara af því að menn eru með lágt sjálfstraust og tjá sig ekki almennilega á vellinum.“ Mistök leiddu til marks Markið sem Víkingur fékk á sig var einkar klaufalegt og væri hægt að skella sökinni á nokkra aðila. „Ég á eftir að sjá það betur almennilega en mér fannst þetta dæmigert mark sem lið sem er að ströggla fær á sig. Keðjuverkun á atriðum sem þessi og hinn gat komið í veg fyrir, boltinn fer inn í teig og upp í loftið, bara mark sem strögglandi lið fá á sig. Mómentin eru ekki með okkur þessa stundina.“ Tímatöfin trekkir taugar Arnar talaði um það í viðtölum fyrir leik að leikmenn mættu ekki láta hluti sem þeir hafa ekki stjórn á fara í taugarnar á sér, en leit ekki mikið inn á við og var sjálfur að bölsótast í dómaranum. „Það er virkilega erfitt að láta þetta ekki fara í taugarnar á sér. Það er ekki beint við andstæðinginn að sakast en mikil ósköp vildi ég að dómararnir myndu gefa bara gult spjald í fyrri hálfleik, ekki bíða fram á átttugustu mínútu. Þetta er allt of mikið af töfum og rugli sem er hægt að koma í veg fyrir, hafði auðvitað ekki áhrif á það að við töpuðum leiknum en þetta er leiðingjarnt.“ Slök stemning í stúkunni Víkingar hafa getið sér orð fyrir eina öflugustu stuðningsmannasveit landsins en hún var hvergi sjáanleg í kvöld. „Það er erfitt, maður veit alveg hvaða tími mánaðarins er núna með öll sumarfríin og skólafrí. Ég efast ekki um að margir Víkingar hafi fylgst með okkur og vildu okkur vel en ég held að þeir finni líka að liðið er off. Ég held að stuðningsmenn okkar séu stressaðir, örugglega jafn stressaðir og ég. Stundum þegar fólk stressast þá verður það hljótt í stað þess að öskra stressið úr sér. Um leið og við gerum okkar á vellinum munu kannski fleiri raddir hljóma en ég efast ekki um þeirra stuðning í eina sekúndu.“ Hálfleikur Einvígið er auðvitað ekki nema hálfnað og heill fótboltaleikur er eftir úti í Albaníu. „Ég held við þurfum bara að vera professional og láta þá panikka aðeins. Þó það sé jafnt í hálfleik, eftir sjötíu mínútur, bara allt í lagi. Trúa því að við séum að fá þetta eina mark sem lætur þá efast aðeins um sig. Þeir eru tæknilega góðir og allt það en guð minn almáttugur hvað þeir fara illa úr stöðu. Við náðum ekki að nýta það í dag en vonandi náum við að nýta það úti í Albaníu.“
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Sjá meira