„Ég var búinn að byrgja allt saman inni í mörg ár“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 29. júlí 2024 07:00 Pétur Elvar vill gefa til baka og á sama tíma vekja athygli á starfinu sem unnið er hjá Bjarmahlíð. Samsett „Mér líður þúsund sinnum betur í dag en áður, og það er vegna þess að ég byrjaði að tala um hlutina,“ segir Pétur Elvar Sigurðsson en hann leitaði til Bjarmahlíðar fyrir fimm árum til að takast á við erfið mál úr fortíðinni. Þann 2. ágúst næstkomandi fer fram Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka en Pétur Elvar er einn af þeim sem hyggst taka þátt og safna áheitum til styrktar Bjarmahlíð og starfinu sem er unnið þar. Tók allt saman á kassann Pétur ólst upp í Hrafnagilshverfi í Eyjafjarðarsveit hjá foreldrum sínum og er elstur í hópi fjögurra systkina. Aðdragandinn að því að hann leitaði til Bjarmahlíðar á sínum tíma var í mál sem snerti alla stórfjölskylduna. „Systir mín og yngsta móðursystir mín voru beittar kynferðisofbeldi sem börn, af hálfu annars einstaklings innan fjölskyldunnar. Það liðu síðan mörg ár þar til þetta komst allt saman upp,“ segir Pétur og bætir við að eins og svo oft gerist þá hafi allt farið „í háaloft“ innan fjölskyldunnar. „Fjölskyldan splundraðist hálfpartinn og það komu upp allskyns mál sem þurfti að leysa úr. Þetta reyndi gífurlega mikið á alla. En þetta varð sem sagt til þess að mamma og pabbi og annar af þessum tveimur einstaklingum leituðu til Bjarmahlíðar og fóru að sækja viðtöl þangað. Í kjölfarið leitaði ég síðan þangað líka. Það var fyrir tæpum tveimur árum.“ Þetta varð til þess að Pétur horfðist í augu við aðra fortíðardrauga og hóf að græða gömul sár sem tengdust andlegu ofbeldi sem hann varð fyrir á yngri árum. „Þessi viðtöl gáfu mér hugrekkið sem ég þurfti til að byrja úr vinna úr mínum málum. Eins og svo margir þá var ég búinn að byrgja allt saman inni í mörg ár, og ég talaði ekki um líðan mína við nokkurn einasta mann. Ég tók þetta bara á kassann og leit þannig á að ég þyrfti enga hjálp. Mín leið til að takast á við hlutina var að reyna að vera alltaf eins upptekinn og ég gat, eins og í íshokký og bandý. Ég reyndi að fylla upp allar stundir í sólarhringnum, bara til að þurfa ekki að díla við þetta allt saman. Það er svo ríkt í strákum að harka allt af sér, við eigum að vera sterkar fyrirmyndir fyrir börnin okkar og ekki gráta fyrir framan þau.“ Pétur segir það hafa breytt öllu að byrja loks að tala um hlutina.Aðsend Fyrsta skrefið var erfiðast „Það var ekki fyrr en ég kom í Bjarmahlíð að ég sá hvað það var gott að geta loksins talað um hlutina,“ segir Pétur jafnframt en hann viðurkennir að fyrsta skrefið hafi verið virkilega erfitt. „Ég og konan mín höfum farið saman í fyrstu viðtölin og það hafi verið gott að hafa stuðning hvors annars. Í kjölfarið fann ég kjarkinn til að leita til sálfræðings, og er ennþá hjá honum í dag. Ég er ennþá að vinna í mínum málum og ég er ekki nærri því búinn.“ Pétur er á góðum stað í dag, hann er menntaður tölvunarfræðingur og er nýbúinn að eignast sitt annað barn. „Ég held að það sé líka mikilvægt að benda á að ofbeldi birtist í svo mörgum myndum. Það er ekkert að því að leita sér hjálpar þrátt fyrir að ofbeldið sem maður varð fyrir sér ekki kynferðislegt eða líkamlegt heldur andlegt.“ Pétur Elvar og eiginkona hans Ásdís Inga Viktorsdóttir eiga tvö börn.Aðsend Ætlar að hlaupa hálfmaraþon Líkt og fyrr segir er Pétur Elvar einn af þeim sem hyggst taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu þann 24. ágúst næstkomandi. Hann hyggst hlaupa hálfmaraþon. Hann vill gefa til baka og á sama tíma vekja athygli á starfinu sem unnið er hjá Bjarmahlíð. „Það er einfaldlega svo magnað starf sem er unnið þarna. Þetta er gert á forsendum hvers eins og eins, og fólk tekur þetta á sínum hraða. Bjarmahlíð er svona byrjunarreiturinn, þau hjálpa manni og leiðbeina manni í önnur úrræði sem standa til boða og eru í samstarfi við fleiri aðila, eins og Aflið og lögregluna. Aðstaðan í Bjarmahlíð er líka frábær, og eitthvað svo heimilisleg og notaleg, þetta er bara eins og koma heim til ömmu sinnar og afa. Ég hef nú alltaf hatað að hlaupa, en ég fann að mig langaði að prófa þetta núna. Bjarmahlíð var ekki einu sinni skráð í hlaupið núna í ár, þannig að ég hafði bara samband og spurði hvort ég mætti skrá þau. Núna er bróðir minn líka búinn að skrá sig, og systir mín og pabbi sömuleiðis. Við ætlum öll að hlaupa og safna eins miklu fyrir þau og hægt er.“ Hér má heita á Pétur Elvar og styðja við starf Bjarmahlíðar. Heimasíða Bjarmahlíðar Bjarmahlíð, þolendamiðstöð fyrir þolendur ofbeldis Bjarmahlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis og býður upp á ráðgjöf og upplýsingar fyrir einstaklinga frá 16 ára aldri sem hafa verið beittir ofbeldi. Hjá Bjarmahlíð er unnið með þolendum ofbeldis á þeirra forsendum. Öll þjónusta og ráðgjöf er undir sama þaki með það að markmiði að auðvelda þolendum að leita sér aðstoðar. Bjarmahlíð leggur áherslu á þverfaglega samvinnu mismunandi stofnanna og samtaka sem koma að vinnu á staðnum. Brotaþola er mætt í hlýlegu og öruggu umhverfi, á þeirra forsendum og einstaklingum að kostnaðarlausu. Einstaklingsviðtöl og ráðgjöf er i boði svo og tenging við aðra þjónustu sem er til staðar, þ.m.t velferðarþjónustu sveitafélaganna og heilsugæslu. Markmiðið Bjarmahlíðar er að efla fræðslu og umfjöllun um eðli og afleiðingar ofbeldis, ásamt því gefa skýr skilaboð um að ofbeldi verði ekki liðið. Reykjavíkurmaraþon Ofbeldi gegn börnum Akureyri Tengdar fréttir „Hann var of klár fyrir lífið“ Þann 15. desember síðastliðinn fannst Hjalti Þór Ísleifsson látinn á heimili sínu í Zürich í Sviss. Þrátt fyrir að vera einungis 27 ára gamall hafði Hjalti afrekað ótrúlegustu hluti og þá ekki síst innan stærðfræðiheimsins þar sem hann vann til verðlauna í alþjóðlegum keppnum og vakti mikla eftirtekt. Hann var við það að ljúka doktorsnámi í stærðfræði og stefndi hátt í lífinu. Andlát hans kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. 20. júlí 2024 08:00 „Hann er fullkominn eins og hann er“ „Það hefur reynst mér best að vera bara í núinu og ekki hugsa fram í tímann, heldur einblína bara á daginn í dag,“ segir Elísabet Green Guðmundsdóttir. Sonur hennar Huginn Ragnar er einn af örfáum einstaklingum hér á landi sem greinst hafa með Cornelia de Lange, sjaldgæft heilkenni og eru einkenni hans helst vaxtarskerðing og seinkun í þroska. 15. júlí 2024 10:01 „Þú gleymir fólki sem þú hefur elskað allt þitt líf“ „Alzheimer er sjúkdómur sem tekur ekki bara yfir líf þess sem greinist með hann heldur allrar fjölskyldunnar. Hægt og rólega mun sjúkdómurinn láta aðilann gleyma öllu, fyrst smáum hlutum og svo minningum. Loks mun hann gleyma þér og öllum sem hann hefur elskað,“ segir Andrés Garðar Andrésson. 6. júlí 2024 08:00 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Þann 2. ágúst næstkomandi fer fram Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka en Pétur Elvar er einn af þeim sem hyggst taka þátt og safna áheitum til styrktar Bjarmahlíð og starfinu sem er unnið þar. Tók allt saman á kassann Pétur ólst upp í Hrafnagilshverfi í Eyjafjarðarsveit hjá foreldrum sínum og er elstur í hópi fjögurra systkina. Aðdragandinn að því að hann leitaði til Bjarmahlíðar á sínum tíma var í mál sem snerti alla stórfjölskylduna. „Systir mín og yngsta móðursystir mín voru beittar kynferðisofbeldi sem börn, af hálfu annars einstaklings innan fjölskyldunnar. Það liðu síðan mörg ár þar til þetta komst allt saman upp,“ segir Pétur og bætir við að eins og svo oft gerist þá hafi allt farið „í háaloft“ innan fjölskyldunnar. „Fjölskyldan splundraðist hálfpartinn og það komu upp allskyns mál sem þurfti að leysa úr. Þetta reyndi gífurlega mikið á alla. En þetta varð sem sagt til þess að mamma og pabbi og annar af þessum tveimur einstaklingum leituðu til Bjarmahlíðar og fóru að sækja viðtöl þangað. Í kjölfarið leitaði ég síðan þangað líka. Það var fyrir tæpum tveimur árum.“ Þetta varð til þess að Pétur horfðist í augu við aðra fortíðardrauga og hóf að græða gömul sár sem tengdust andlegu ofbeldi sem hann varð fyrir á yngri árum. „Þessi viðtöl gáfu mér hugrekkið sem ég þurfti til að byrja úr vinna úr mínum málum. Eins og svo margir þá var ég búinn að byrgja allt saman inni í mörg ár, og ég talaði ekki um líðan mína við nokkurn einasta mann. Ég tók þetta bara á kassann og leit þannig á að ég þyrfti enga hjálp. Mín leið til að takast á við hlutina var að reyna að vera alltaf eins upptekinn og ég gat, eins og í íshokký og bandý. Ég reyndi að fylla upp allar stundir í sólarhringnum, bara til að þurfa ekki að díla við þetta allt saman. Það er svo ríkt í strákum að harka allt af sér, við eigum að vera sterkar fyrirmyndir fyrir börnin okkar og ekki gráta fyrir framan þau.“ Pétur segir það hafa breytt öllu að byrja loks að tala um hlutina.Aðsend Fyrsta skrefið var erfiðast „Það var ekki fyrr en ég kom í Bjarmahlíð að ég sá hvað það var gott að geta loksins talað um hlutina,“ segir Pétur jafnframt en hann viðurkennir að fyrsta skrefið hafi verið virkilega erfitt. „Ég og konan mín höfum farið saman í fyrstu viðtölin og það hafi verið gott að hafa stuðning hvors annars. Í kjölfarið fann ég kjarkinn til að leita til sálfræðings, og er ennþá hjá honum í dag. Ég er ennþá að vinna í mínum málum og ég er ekki nærri því búinn.“ Pétur er á góðum stað í dag, hann er menntaður tölvunarfræðingur og er nýbúinn að eignast sitt annað barn. „Ég held að það sé líka mikilvægt að benda á að ofbeldi birtist í svo mörgum myndum. Það er ekkert að því að leita sér hjálpar þrátt fyrir að ofbeldið sem maður varð fyrir sér ekki kynferðislegt eða líkamlegt heldur andlegt.“ Pétur Elvar og eiginkona hans Ásdís Inga Viktorsdóttir eiga tvö börn.Aðsend Ætlar að hlaupa hálfmaraþon Líkt og fyrr segir er Pétur Elvar einn af þeim sem hyggst taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu þann 24. ágúst næstkomandi. Hann hyggst hlaupa hálfmaraþon. Hann vill gefa til baka og á sama tíma vekja athygli á starfinu sem unnið er hjá Bjarmahlíð. „Það er einfaldlega svo magnað starf sem er unnið þarna. Þetta er gert á forsendum hvers eins og eins, og fólk tekur þetta á sínum hraða. Bjarmahlíð er svona byrjunarreiturinn, þau hjálpa manni og leiðbeina manni í önnur úrræði sem standa til boða og eru í samstarfi við fleiri aðila, eins og Aflið og lögregluna. Aðstaðan í Bjarmahlíð er líka frábær, og eitthvað svo heimilisleg og notaleg, þetta er bara eins og koma heim til ömmu sinnar og afa. Ég hef nú alltaf hatað að hlaupa, en ég fann að mig langaði að prófa þetta núna. Bjarmahlíð var ekki einu sinni skráð í hlaupið núna í ár, þannig að ég hafði bara samband og spurði hvort ég mætti skrá þau. Núna er bróðir minn líka búinn að skrá sig, og systir mín og pabbi sömuleiðis. Við ætlum öll að hlaupa og safna eins miklu fyrir þau og hægt er.“ Hér má heita á Pétur Elvar og styðja við starf Bjarmahlíðar. Heimasíða Bjarmahlíðar Bjarmahlíð, þolendamiðstöð fyrir þolendur ofbeldis Bjarmahlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis og býður upp á ráðgjöf og upplýsingar fyrir einstaklinga frá 16 ára aldri sem hafa verið beittir ofbeldi. Hjá Bjarmahlíð er unnið með þolendum ofbeldis á þeirra forsendum. Öll þjónusta og ráðgjöf er undir sama þaki með það að markmiði að auðvelda þolendum að leita sér aðstoðar. Bjarmahlíð leggur áherslu á þverfaglega samvinnu mismunandi stofnanna og samtaka sem koma að vinnu á staðnum. Brotaþola er mætt í hlýlegu og öruggu umhverfi, á þeirra forsendum og einstaklingum að kostnaðarlausu. Einstaklingsviðtöl og ráðgjöf er i boði svo og tenging við aðra þjónustu sem er til staðar, þ.m.t velferðarþjónustu sveitafélaganna og heilsugæslu. Markmiðið Bjarmahlíðar er að efla fræðslu og umfjöllun um eðli og afleiðingar ofbeldis, ásamt því gefa skýr skilaboð um að ofbeldi verði ekki liðið.
Reykjavíkurmaraþon Ofbeldi gegn börnum Akureyri Tengdar fréttir „Hann var of klár fyrir lífið“ Þann 15. desember síðastliðinn fannst Hjalti Þór Ísleifsson látinn á heimili sínu í Zürich í Sviss. Þrátt fyrir að vera einungis 27 ára gamall hafði Hjalti afrekað ótrúlegustu hluti og þá ekki síst innan stærðfræðiheimsins þar sem hann vann til verðlauna í alþjóðlegum keppnum og vakti mikla eftirtekt. Hann var við það að ljúka doktorsnámi í stærðfræði og stefndi hátt í lífinu. Andlát hans kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. 20. júlí 2024 08:00 „Hann er fullkominn eins og hann er“ „Það hefur reynst mér best að vera bara í núinu og ekki hugsa fram í tímann, heldur einblína bara á daginn í dag,“ segir Elísabet Green Guðmundsdóttir. Sonur hennar Huginn Ragnar er einn af örfáum einstaklingum hér á landi sem greinst hafa með Cornelia de Lange, sjaldgæft heilkenni og eru einkenni hans helst vaxtarskerðing og seinkun í þroska. 15. júlí 2024 10:01 „Þú gleymir fólki sem þú hefur elskað allt þitt líf“ „Alzheimer er sjúkdómur sem tekur ekki bara yfir líf þess sem greinist með hann heldur allrar fjölskyldunnar. Hægt og rólega mun sjúkdómurinn láta aðilann gleyma öllu, fyrst smáum hlutum og svo minningum. Loks mun hann gleyma þér og öllum sem hann hefur elskað,“ segir Andrés Garðar Andrésson. 6. júlí 2024 08:00 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
„Hann var of klár fyrir lífið“ Þann 15. desember síðastliðinn fannst Hjalti Þór Ísleifsson látinn á heimili sínu í Zürich í Sviss. Þrátt fyrir að vera einungis 27 ára gamall hafði Hjalti afrekað ótrúlegustu hluti og þá ekki síst innan stærðfræðiheimsins þar sem hann vann til verðlauna í alþjóðlegum keppnum og vakti mikla eftirtekt. Hann var við það að ljúka doktorsnámi í stærðfræði og stefndi hátt í lífinu. Andlát hans kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. 20. júlí 2024 08:00
„Hann er fullkominn eins og hann er“ „Það hefur reynst mér best að vera bara í núinu og ekki hugsa fram í tímann, heldur einblína bara á daginn í dag,“ segir Elísabet Green Guðmundsdóttir. Sonur hennar Huginn Ragnar er einn af örfáum einstaklingum hér á landi sem greinst hafa með Cornelia de Lange, sjaldgæft heilkenni og eru einkenni hans helst vaxtarskerðing og seinkun í þroska. 15. júlí 2024 10:01
„Þú gleymir fólki sem þú hefur elskað allt þitt líf“ „Alzheimer er sjúkdómur sem tekur ekki bara yfir líf þess sem greinist með hann heldur allrar fjölskyldunnar. Hægt og rólega mun sjúkdómurinn láta aðilann gleyma öllu, fyrst smáum hlutum og svo minningum. Loks mun hann gleyma þér og öllum sem hann hefur elskað,“ segir Andrés Garðar Andrésson. 6. júlí 2024 08:00