Hringvegurinn opnaður en ökumenn beðnir um að sýna tillitssemi Telma Tómasson skrifar 29. júlí 2024 06:45 Hlaup úr Mýrdalsjökli eru árviss viðburður en hlaupið í ár er með þeim umfangsmeiri í langan tíma. Sveinbjörn Darri Matthíasson Hringvegurinn við Skálmarbrú var opnaður á ellefta tímanum í gærkvöldi, en með þeim takmörkunum að vegurinn er einbreiður. Umferð var stýrt með ljósum yfir brúna í nótt, eftir því sem kemur fram á vef Vegagerðarinnar, en fjöldi ökumanna beið eftir að komast leiðar sinnar í gærkvöldi. Vegfarendur eru beðnir um að sýna tillitssemi og virða merkingar. Viðgerðir standa yfir á veginum austan við ána Skálm, en hann fór í sundur eftir stórt jökulhlaup úr Mýrdalsjökli, sem kunnugt er. Einnig urðu miklar skemmdir á um 700 metra vegkafla og er vegurinn þar verulega laskaður eftir flóðið. Hlaupið í ánni Skálm er nú í rénun, vatnshæð hefur lækkað og rafleiðni sömuleiðis, að sögn Elísabetar Pálmadóttur, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Ekkert bendir til annars en að hlaupinu ljúki smám saman en fylgst er grannt með gangi mála og segir Elísabet það geta tekið hlaupið nokkra daga að skila sér alveg niður þar til áin kemst í eðlilegt horf. Nokkrir skjálftar hafa mælst í Mýrdalsjökli síðan flóðið hófst og má búast við því áfram, en rólegt var hins vegar í nótt. Skjálftarnir geta þýtt að katlarnir séu að tæma sig, að sögn Elísabetar, það er þó ekki nákvæmlega vitað en líklegt að einhver tengsl séu á milli atburðanna. Mikil úrkoma hefur verið á sunnanverðu landinu og má búast við vatnavöxtum í Þórsmörk og nágrenni vegna þessa. Vatnsmagn jókst í ám á svæðinu í nótt samkvæmt mælitækjum og gæti haldið áfram í dag á þeim svæðum sem Veðurstofan telur ástæðu til að fylgjast með á Suðurlandi, Suðausturlandi og miðhálendinu. Enn er úrkomuspá á svæðinu en útlit fyrir að stytti upp þegar líður á daginn, ef spákort reynast rétt. Skilboð til ferðamanna eru að fylgjast grannt með og fara varlega. Mýrdalshreppur Náttúruhamfarir Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Vegfarendur eru beðnir um að sýna tillitssemi og virða merkingar. Viðgerðir standa yfir á veginum austan við ána Skálm, en hann fór í sundur eftir stórt jökulhlaup úr Mýrdalsjökli, sem kunnugt er. Einnig urðu miklar skemmdir á um 700 metra vegkafla og er vegurinn þar verulega laskaður eftir flóðið. Hlaupið í ánni Skálm er nú í rénun, vatnshæð hefur lækkað og rafleiðni sömuleiðis, að sögn Elísabetar Pálmadóttur, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Ekkert bendir til annars en að hlaupinu ljúki smám saman en fylgst er grannt með gangi mála og segir Elísabet það geta tekið hlaupið nokkra daga að skila sér alveg niður þar til áin kemst í eðlilegt horf. Nokkrir skjálftar hafa mælst í Mýrdalsjökli síðan flóðið hófst og má búast við því áfram, en rólegt var hins vegar í nótt. Skjálftarnir geta þýtt að katlarnir séu að tæma sig, að sögn Elísabetar, það er þó ekki nákvæmlega vitað en líklegt að einhver tengsl séu á milli atburðanna. Mikil úrkoma hefur verið á sunnanverðu landinu og má búast við vatnavöxtum í Þórsmörk og nágrenni vegna þessa. Vatnsmagn jókst í ám á svæðinu í nótt samkvæmt mælitækjum og gæti haldið áfram í dag á þeim svæðum sem Veðurstofan telur ástæðu til að fylgjast með á Suðurlandi, Suðausturlandi og miðhálendinu. Enn er úrkomuspá á svæðinu en útlit fyrir að stytti upp þegar líður á daginn, ef spákort reynast rétt. Skilboð til ferðamanna eru að fylgjast grannt með og fara varlega.
Mýrdalshreppur Náttúruhamfarir Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira