FM Belfast fékk blessun Greifanna fyrir síðsumarsmelli Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. júlí 2024 15:00 FM Belfast er þekkt fyrir einstakt stuð á tónleikum sínum. Sigrún Halla Unnarsdóttir Gleðigjafarnir í FM Belfast gáfu í dag út nýtt lag, en um er að ræða ábreiðu af einu frægasta lagi Greifanna, Útihátíð. Lagið kom út árið 1986 og hefur allar götur síðan verið stór hluti af sumarstemningunni á Íslandi. Sveitin hyggst frumflytja ábreiðuna á Þjóðhátíð í Eyjum næstu helgi. Aðspurð segja þau í FM Belfast að það hafi verið löngu tímabært að gera fleiri útgáfur af þessum nostalgíugullmola. Þau hafi að sjálfsögðu fengið blessun Greifanna fyrir ábreiðunni. Lagið er komið út á Spotify. Verður mikið stuð og tryllingur „Þetta er einn af sumarsmellum íslensku þjóðarinnar,“ segir Björn Kristjánsson einn hljómsveitarmeðlima í samtali við Vísi. Ábreiðan hafi fyrst orðið til fyrir um fjórum árum á eldhúsborðinu hjá Árna og Lóu. Lagið var svo spilað í fyrsta og eina skiptið á Havarí tónleikum Prins Póló, Svavars Péturs Eysteinssonar heitins. „Síðan hefur það verið ofan í kassa í nokkur ár og nú ákváðum við að úr því að við erum að fara að spila á Þjóðhátíð í Eyjum að draga þetta lag fram og leggja lokahönd á það og koma því út,“ segir Björn. Hermigervill á sviði með sveitinni.Sigrún Halla Unnarsdóttir Í ár er um að ræða annað skiptið sem FM Belfast kemur fram á Þjóðhátíð og lofar sveitin algleymi og rafmagnaðri dansmessu sem endranær. „Þetta verður mikið stuð og verður bara dálítill tryllingur, eins og góð partý eiga að vera,“ segir Björn. Þjóðhátíðargestir geti fullvissað sig um að þeir verði í öruggum höndum og vill sveitin sérstaklega vekja athygli á því að fólk þurfi alls ekki að hafa áhyggjur af veðri og vindum, því það sé vel hægt að dansa í stígvélum. Tónlist Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Sveitin hyggst frumflytja ábreiðuna á Þjóðhátíð í Eyjum næstu helgi. Aðspurð segja þau í FM Belfast að það hafi verið löngu tímabært að gera fleiri útgáfur af þessum nostalgíugullmola. Þau hafi að sjálfsögðu fengið blessun Greifanna fyrir ábreiðunni. Lagið er komið út á Spotify. Verður mikið stuð og tryllingur „Þetta er einn af sumarsmellum íslensku þjóðarinnar,“ segir Björn Kristjánsson einn hljómsveitarmeðlima í samtali við Vísi. Ábreiðan hafi fyrst orðið til fyrir um fjórum árum á eldhúsborðinu hjá Árna og Lóu. Lagið var svo spilað í fyrsta og eina skiptið á Havarí tónleikum Prins Póló, Svavars Péturs Eysteinssonar heitins. „Síðan hefur það verið ofan í kassa í nokkur ár og nú ákváðum við að úr því að við erum að fara að spila á Þjóðhátíð í Eyjum að draga þetta lag fram og leggja lokahönd á það og koma því út,“ segir Björn. Hermigervill á sviði með sveitinni.Sigrún Halla Unnarsdóttir Í ár er um að ræða annað skiptið sem FM Belfast kemur fram á Þjóðhátíð og lofar sveitin algleymi og rafmagnaðri dansmessu sem endranær. „Þetta verður mikið stuð og verður bara dálítill tryllingur, eins og góð partý eiga að vera,“ segir Björn. Þjóðhátíðargestir geti fullvissað sig um að þeir verði í öruggum höndum og vill sveitin sérstaklega vekja athygli á því að fólk þurfi alls ekki að hafa áhyggjur af veðri og vindum, því það sé vel hægt að dansa í stígvélum.
Tónlist Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira