Ber ekki vitni í spillingarrannsókn á eiginkonu sinni Kjartan Kjartansson skrifar 30. júlí 2024 14:53 Hópur stjórnarandstæðinga stóð fyrir utan Moncloa-höllina á meðan Sánchez ræddi við rannsóknardómarann og krafðist afsagnar forsætisráðherrans. Þeir héldu meðal annars á spjaldi með mynd af forsætisráðherrahjónunum þar sem þau voru lýst sek. Vísir/EPA Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, baðst undan að bera vitni í réttarrannsókn á meintri spillingu eiginkonu hans í dag. Hann sakar dómarann sem rannsakar málið um embættisafglöp. Rannsókn hófst á því hvort að Begoña Gómez, eiginkona Sánchez, hefði notfært sér aðstöðu sína til þess að fá styrktaraðila að meistaranámi sem hún hafði umsjón eftir kæru frá samtökum sem tengjast ysta hægri spænskra stjórnmála. Sánchez íhugaði að segja af sér vegna málsins í apríl. Forsætisráðherrann kom fyrir dómarann í Moncloa-höllinni í Madrid þar sem hann hefur aðsetur. Hann nýtti sér rétt sinn samkvæmt lögum sem heimila honum að neita að bera vitni gegn maka sínum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Með dómaranum í för var lögmaður Gómez og öfgahægriflokksins Vox sem kærði Gómez. Sánchez hefur ítrekað hafnað ásökunum á hendur konu sinnar en hún hefur sjálf ekki tjáð sig opinberlega um þær. Ríkissaksóknari höfðaði mál fyrir hönd Sánchez gegn dómaranum sem rannsakar ásakanirnar fyrir meint embættisglöp í dag. Pilar Alegría, talskona ríkisstjórnar Sánchez, sagði að málsóknin gegn dómaranum snerist um að að verja sjálfstæði dómstóla fyrir þeim sem láti stjórnast af pólitískum hvötum og utan ramma laganna. Spánn Tengdar fréttir Sánchez boðaður til að bera vitni í spillingarmáli eiginkonunnar Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formaður Sósíalistaflokksins, hefur verið boðaður til að bera vitni fyrir dómi vegna rannsóknar á meintri spillingu eiginkonu hans sem er grunuð um að hafa notfært sér stöðu sína í viðskiptum. 22. júlí 2024 14:25 Sánchez hættir við að segja af sér Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formaður Sósíalistaflokksins, hefur ákveðið að segja ekki af sér. Hann hafði áður sagst vera að íhuga það sökum aðfarar hægriafla að sér og eiginkonu sinni. 29. apríl 2024 10:25 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Rannsókn hófst á því hvort að Begoña Gómez, eiginkona Sánchez, hefði notfært sér aðstöðu sína til þess að fá styrktaraðila að meistaranámi sem hún hafði umsjón eftir kæru frá samtökum sem tengjast ysta hægri spænskra stjórnmála. Sánchez íhugaði að segja af sér vegna málsins í apríl. Forsætisráðherrann kom fyrir dómarann í Moncloa-höllinni í Madrid þar sem hann hefur aðsetur. Hann nýtti sér rétt sinn samkvæmt lögum sem heimila honum að neita að bera vitni gegn maka sínum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Með dómaranum í för var lögmaður Gómez og öfgahægriflokksins Vox sem kærði Gómez. Sánchez hefur ítrekað hafnað ásökunum á hendur konu sinnar en hún hefur sjálf ekki tjáð sig opinberlega um þær. Ríkissaksóknari höfðaði mál fyrir hönd Sánchez gegn dómaranum sem rannsakar ásakanirnar fyrir meint embættisglöp í dag. Pilar Alegría, talskona ríkisstjórnar Sánchez, sagði að málsóknin gegn dómaranum snerist um að að verja sjálfstæði dómstóla fyrir þeim sem láti stjórnast af pólitískum hvötum og utan ramma laganna.
Spánn Tengdar fréttir Sánchez boðaður til að bera vitni í spillingarmáli eiginkonunnar Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formaður Sósíalistaflokksins, hefur verið boðaður til að bera vitni fyrir dómi vegna rannsóknar á meintri spillingu eiginkonu hans sem er grunuð um að hafa notfært sér stöðu sína í viðskiptum. 22. júlí 2024 14:25 Sánchez hættir við að segja af sér Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formaður Sósíalistaflokksins, hefur ákveðið að segja ekki af sér. Hann hafði áður sagst vera að íhuga það sökum aðfarar hægriafla að sér og eiginkonu sinni. 29. apríl 2024 10:25 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Sánchez boðaður til að bera vitni í spillingarmáli eiginkonunnar Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formaður Sósíalistaflokksins, hefur verið boðaður til að bera vitni fyrir dómi vegna rannsóknar á meintri spillingu eiginkonu hans sem er grunuð um að hafa notfært sér stöðu sína í viðskiptum. 22. júlí 2024 14:25
Sánchez hættir við að segja af sér Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar og formaður Sósíalistaflokksins, hefur ákveðið að segja ekki af sér. Hann hafði áður sagst vera að íhuga það sökum aðfarar hægriafla að sér og eiginkonu sinni. 29. apríl 2024 10:25