„Eðlilegt að blaðamenn og fjölmiðlar verðleggi vinnu sína“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. ágúst 2024 19:30 Magnús Magnússon eigandi og ritstjóri Skessuhorns ákvað í fyrra að selja áskrift að vef sínum eftir hvatningu frá Facebook. Verkefnið gangi vel. Vísir/Sigurjón Skessuhorn ákvað að taka áskorun Facebook og selja áskriftir á fréttavef sinn í fyrra. Ritstjóri héraðsfréttamiðilsins segir eðlilegt að blaðamenn og fjölmiðlar fái greitt fyrir vinnu eins og aðrir sem selji þjónustu. Lesendur hafi tekið áskriftarsölunni vel. Magnús Magnússon eigandi og ritstjóri Skessuhorns á Vesturlandi ákvað fyrir nokkrum árum að taka þátt í námskeiði sem Facebook bauð fjölmiðlum á Norðurlöndum upp á. Námskeiðið fólst í að kenna þeim hefja áskriftarsölu af fréttavefsíðum og tóku alls þrettán einkareknir fjölmiðlar þátt í því. „Facebook hvatti þarna fjölmiðla til að setja vefsíður sínar á bak við greiðsluvegg,“ segir hann. Magnús segir samfélagsmiðillinn meðvitaðan um að margir einkareknir fjölmiðlar eigi erfitt uppdráttar vegna erfiðra rekstrarskilyrða og hversu margir hafi þurft að leggja upp laupana. Facebook sé hins vegar akkur í að sem flestir fjölmiðlar séu starfandi. „Facebook lifir á því að deila trúverðugu efni en á sama tíma hefur upplýsingaóreiða margfaldast. Þeir hafa verulegar áhyggjur af því að þetta leiði til þess að of stórt hlutfall af því efni sem er á samfélagsmiðlinum eigi ekki við rök að styðjast. Samfélagsmiðilinn hefur hagsmuni af því að sem flestir fjölmiðlar lifi af og séu til staðar. Hagsmunir þeirra og fjölmiðla fara þannig saman,“ segir Magnús. Hann hafi því ákveðið að hefja áskriftarsölu á vefinn í fyrra. Það er eðlilegt að blaðamenn og fjölmiðlar verðleggi sína vinnu eins og aðrir sem selja þjónustu. Þannig að ég er ekki í neinum vafa um að vefáskrift fjölmiðla er framtíðin. „Þetta er framtíðin“ Magnús segir að vel hafi gengið að selja áskriftir á vefinn og hvetur aðra einkarekna fjölmiðla til að gera það sama. „Við erum með ódýra áskrift á vefinn okkar og höfum fengið nýjar tekjur sem við höfðum ekki áður. Ég held að íslenskir einkareknir fjölmiðlar verði að gera það sama og kollegar á Norðurlöndum hafa verið að gera á síðustu árum. Ég er ekki í neinum vafa um að þetta er framtíðin,“ segir hann. Fjölmiðlar Facebook Akranes Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Sjá meira
Magnús Magnússon eigandi og ritstjóri Skessuhorns á Vesturlandi ákvað fyrir nokkrum árum að taka þátt í námskeiði sem Facebook bauð fjölmiðlum á Norðurlöndum upp á. Námskeiðið fólst í að kenna þeim hefja áskriftarsölu af fréttavefsíðum og tóku alls þrettán einkareknir fjölmiðlar þátt í því. „Facebook hvatti þarna fjölmiðla til að setja vefsíður sínar á bak við greiðsluvegg,“ segir hann. Magnús segir samfélagsmiðillinn meðvitaðan um að margir einkareknir fjölmiðlar eigi erfitt uppdráttar vegna erfiðra rekstrarskilyrða og hversu margir hafi þurft að leggja upp laupana. Facebook sé hins vegar akkur í að sem flestir fjölmiðlar séu starfandi. „Facebook lifir á því að deila trúverðugu efni en á sama tíma hefur upplýsingaóreiða margfaldast. Þeir hafa verulegar áhyggjur af því að þetta leiði til þess að of stórt hlutfall af því efni sem er á samfélagsmiðlinum eigi ekki við rök að styðjast. Samfélagsmiðilinn hefur hagsmuni af því að sem flestir fjölmiðlar lifi af og séu til staðar. Hagsmunir þeirra og fjölmiðla fara þannig saman,“ segir Magnús. Hann hafi því ákveðið að hefja áskriftarsölu á vefinn í fyrra. Það er eðlilegt að blaðamenn og fjölmiðlar verðleggi sína vinnu eins og aðrir sem selja þjónustu. Þannig að ég er ekki í neinum vafa um að vefáskrift fjölmiðla er framtíðin. „Þetta er framtíðin“ Magnús segir að vel hafi gengið að selja áskriftir á vefinn og hvetur aðra einkarekna fjölmiðla til að gera það sama. „Við erum með ódýra áskrift á vefinn okkar og höfum fengið nýjar tekjur sem við höfðum ekki áður. Ég held að íslenskir einkareknir fjölmiðlar verði að gera það sama og kollegar á Norðurlöndum hafa verið að gera á síðustu árum. Ég er ekki í neinum vafa um að þetta er framtíðin,“ segir hann.
Fjölmiðlar Facebook Akranes Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Sjá meira