Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-0 | Meistararnir unnu toppslaginn Andri Már Eggertsson skrifar 31. júlí 2024 20:30 Valskonur fagna marki Katie Cousins. vísir/ernir Katie Cousins skoraði eina mark leiksins þegar Valur vann Breiðablik, 1-0, í uppgjöri efstu liða Bestu deildar kvenna. Með sigrinum komust Valskonur á topp deildarinnar. Það tók heimakonur innan við tíu mínútur að brjóta ísinn. Ásta Eir Árnadóttir átti lélega sendingu úr öftustu línu sem varð til þess að Valskonur unnu boltann á síðasta þriðjungi og Katherine Amanda Cousins fékk boltann rétt fyrir utan teig og átti hnitmiðað skot í hornið. Katherine Amanda Cousins að munda skotfótinnVísir/Ernir Eyjólfsson Eftir mark Vals datt leikurinn niður. Sóknarþunginn var þó allur í átt að marki Breiðabliks en gestirnir lifðu það af. Blikar ógnuðu lítið sem ekkert og tengdu varla sendingu á vallarhelmingi Vals. Eftir að hafa gert mistök í fyrsta markinu sá Ásta Eir til þess að Valskonur voru ekki 2-0 yfir í hálfleik þar sem hún bjargaði á línu eftir að Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir átti skalla í átt að markinu. Staðan var því 1-0 í hálfleik. Katrín Ásbjörnsdóttir með skot í átt að markinuVísir/Ernir Eyjólfsson Þrátt fyrir að Blikar hafi komist betur inn í síðari hálfleikinn var það Telma Ívarsdóttir, markmaður Breiðabliks, sem átti frábæra markvörslu þar sem hún varði skalla frá Guðrúnu Elísabetu Björgvinsdóttur. Fleiri urðu mörkin ekki og Valur vann sanngjarnan 1-0 sigur. Valur vann sanngjarnan 1-0 sigurVísir/Ernir Eyjólfsson Atvik leiksins Telma Ívarsdóttir sá til þess að Breiðablik var inni í leiknum. Telma varði frábærlega skalla frá Guðrúnu Elísabetu. Þrátt fyrir að Valur hafi unnið leikinn var þetta atvik leiksins þar sem Telma gaf Blikum líflínu og sá til þess að leikurinn hafi ekki verið búinn eftir 62 mínútur. Stjörnur og skúrkar Katherine Amanda Cousins er hjartslátturinn í Valsliðinu. Hún var allt í öllu á miðjunni og skoraði laglegt mark sem tryggði Val sigurinn. Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, gerði slæm mistök í fyrsta marki Vals þar sem hún átti lélega sendingu úr öftustu línu sem varð þess valdandi að Katherine Cousins skoraði. Ásta bjargaði þó á línu undir lok fyrri hálfleiks en það strokaði ekki út markið sem vann leikinn. Dómarinn 7 Erlendur Eiríksson sá um að dæma leik kvöldsins. Erlendur fékk auðveldan leik til þess að dæma og hann gerði það vel. Erlendur lyfti tvisvar upp gula spjaldinu annað þurfti hann ekki að gera. Stemning og umgjörð Þemað í leikjum milli Vals og Breiðabliks á þessu tímabili hefur verið vont veður og veðrið hefur set svip á mætinguna ásamt því að mesta ferðahelgi ársins er framundan. Yngri iðkendur Breiðabliks sáu um stemninguna og létu vel í sér heyra. „Það dugar mér að skora fleiri mörk en hitt liðið og fá þrjú stig“ Pétur Pétursson, þjálfari Vals, á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Ernir Eyjólfsson Valur vann 1-0 sigur gegn Breiðabliki. Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var afar ánægður með sigurinn. „Mér fannst þetta frábær leikur og fyrri hálfleikurinn var frábærlega spilaður. Ég var virkilega stoltur af liðinu og hvernig þær spiluðu,“ sagði Pétur Pétursson og hélt áfram að tala um yfirburði Vals. „Við erum með gott lið og höfum búið til frábært lið út á velli og við erum með góða liðsheild. Mér finnst við hafa sýnt þetta í síðustu 2-3 leikjum og það kom mér ekki á óvart að við myndum spila svona í dag.“ Breiðablik breytti um kerfi í síðari hálfleik og gestirnir komust betur inn í leikinn að mati Péturs. „Þær breyttu um kerfi og við breyttum aðeins á móti líka. Þegar þú ert að vinna með einu marki þá ætlarðu ekki að fara gefa neitt.“ En var Pétur orðinn smeykur að þetta myndi enda eins og þegar að liðin mættust síðast þar sem Valur komst yfir en Breiðablik skoraði tvö mörk á stuttum tíma. „Nei mér leið aldrei þannig og við hefðum frekar átt að skora fleiri mörk frekar en að Blikar myndu jafna.“ Natasha Moraa Anasi, leikmaður Vals, sagði í viðtali að liðið hafi svarað gagnrýnendum með því að halda hreinu og Pétur hafði gaman af þeim ummælum. „Nei ég hef engar áhyggjur af þessu. Það dugar mér að skora fleiri mörk en hitt liðið og fá þrjú stig. Mér er alveg sama um hitt.“ Valskonur eru á toppnum og það var létt yfir Pétri aðspurður hversu ljúft það yrði að vera á toppnum yfir verslunarmannahelgina. „Það verður gott að komast í frí í þessari helvítis rigningu og keyra eitthvað. Ég er að hugsa um að fara úr rigningunni í rigningu,“ sagði Pétur hress að lokum. „Pirrandi hvernig við fylgdum ekki leikplani í fyrri hálfleik“ Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, á hliðarlínunni í leik kvöldsins.Vísir/Ernir Eyjólfsson Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, var svekktur eftir leik. „Mér fannst við ekki hafa átt neitt skilið út úr þessum leik. Þrátt fyrir að við höfum fengið nokkur færi gerðum við ekki nóg til að fá hið minnsta stig,“ sagði Nik svekktur í viðtali eftir leik og hélt áfram. „Það var pirrandi hvernig við fylgdum ekki leikplani í fyrri hálfleik og það vantaði mikið upp á. Þær voru betri en við í dag og leikurinn vannst á miðjunni þar sem þær gerðu betur.“ Blikar spiluðu ekki vel og voru í miklum vandræðum sérstaklega í fyrri hálfleik. „Við vorum ekki að finna svæðin sem við vorum að leita af. Við tókum rangar ákvarðanir og fundum ekki svæðin. Í seinni hálfleik náðum við að senda boltann meira okkar á milli og fengum fleiri færi.“ „Við höfum spilað þetta leikkerfi áður og það var ekki það sem var að klikka í fyrri hálfleik heldur vorum við ekki nógu góðar og okkur var refsað,“ sagði Nik að lokum. Besta deild kvenna Valur Breiðablik
Katie Cousins skoraði eina mark leiksins þegar Valur vann Breiðablik, 1-0, í uppgjöri efstu liða Bestu deildar kvenna. Með sigrinum komust Valskonur á topp deildarinnar. Það tók heimakonur innan við tíu mínútur að brjóta ísinn. Ásta Eir Árnadóttir átti lélega sendingu úr öftustu línu sem varð til þess að Valskonur unnu boltann á síðasta þriðjungi og Katherine Amanda Cousins fékk boltann rétt fyrir utan teig og átti hnitmiðað skot í hornið. Katherine Amanda Cousins að munda skotfótinnVísir/Ernir Eyjólfsson Eftir mark Vals datt leikurinn niður. Sóknarþunginn var þó allur í átt að marki Breiðabliks en gestirnir lifðu það af. Blikar ógnuðu lítið sem ekkert og tengdu varla sendingu á vallarhelmingi Vals. Eftir að hafa gert mistök í fyrsta markinu sá Ásta Eir til þess að Valskonur voru ekki 2-0 yfir í hálfleik þar sem hún bjargaði á línu eftir að Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir átti skalla í átt að markinu. Staðan var því 1-0 í hálfleik. Katrín Ásbjörnsdóttir með skot í átt að markinuVísir/Ernir Eyjólfsson Þrátt fyrir að Blikar hafi komist betur inn í síðari hálfleikinn var það Telma Ívarsdóttir, markmaður Breiðabliks, sem átti frábæra markvörslu þar sem hún varði skalla frá Guðrúnu Elísabetu Björgvinsdóttur. Fleiri urðu mörkin ekki og Valur vann sanngjarnan 1-0 sigur. Valur vann sanngjarnan 1-0 sigurVísir/Ernir Eyjólfsson Atvik leiksins Telma Ívarsdóttir sá til þess að Breiðablik var inni í leiknum. Telma varði frábærlega skalla frá Guðrúnu Elísabetu. Þrátt fyrir að Valur hafi unnið leikinn var þetta atvik leiksins þar sem Telma gaf Blikum líflínu og sá til þess að leikurinn hafi ekki verið búinn eftir 62 mínútur. Stjörnur og skúrkar Katherine Amanda Cousins er hjartslátturinn í Valsliðinu. Hún var allt í öllu á miðjunni og skoraði laglegt mark sem tryggði Val sigurinn. Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, gerði slæm mistök í fyrsta marki Vals þar sem hún átti lélega sendingu úr öftustu línu sem varð þess valdandi að Katherine Cousins skoraði. Ásta bjargaði þó á línu undir lok fyrri hálfleiks en það strokaði ekki út markið sem vann leikinn. Dómarinn 7 Erlendur Eiríksson sá um að dæma leik kvöldsins. Erlendur fékk auðveldan leik til þess að dæma og hann gerði það vel. Erlendur lyfti tvisvar upp gula spjaldinu annað þurfti hann ekki að gera. Stemning og umgjörð Þemað í leikjum milli Vals og Breiðabliks á þessu tímabili hefur verið vont veður og veðrið hefur set svip á mætinguna ásamt því að mesta ferðahelgi ársins er framundan. Yngri iðkendur Breiðabliks sáu um stemninguna og létu vel í sér heyra. „Það dugar mér að skora fleiri mörk en hitt liðið og fá þrjú stig“ Pétur Pétursson, þjálfari Vals, á hliðarlínunni í leik kvöldsinsVísir/Ernir Eyjólfsson Valur vann 1-0 sigur gegn Breiðabliki. Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var afar ánægður með sigurinn. „Mér fannst þetta frábær leikur og fyrri hálfleikurinn var frábærlega spilaður. Ég var virkilega stoltur af liðinu og hvernig þær spiluðu,“ sagði Pétur Pétursson og hélt áfram að tala um yfirburði Vals. „Við erum með gott lið og höfum búið til frábært lið út á velli og við erum með góða liðsheild. Mér finnst við hafa sýnt þetta í síðustu 2-3 leikjum og það kom mér ekki á óvart að við myndum spila svona í dag.“ Breiðablik breytti um kerfi í síðari hálfleik og gestirnir komust betur inn í leikinn að mati Péturs. „Þær breyttu um kerfi og við breyttum aðeins á móti líka. Þegar þú ert að vinna með einu marki þá ætlarðu ekki að fara gefa neitt.“ En var Pétur orðinn smeykur að þetta myndi enda eins og þegar að liðin mættust síðast þar sem Valur komst yfir en Breiðablik skoraði tvö mörk á stuttum tíma. „Nei mér leið aldrei þannig og við hefðum frekar átt að skora fleiri mörk frekar en að Blikar myndu jafna.“ Natasha Moraa Anasi, leikmaður Vals, sagði í viðtali að liðið hafi svarað gagnrýnendum með því að halda hreinu og Pétur hafði gaman af þeim ummælum. „Nei ég hef engar áhyggjur af þessu. Það dugar mér að skora fleiri mörk en hitt liðið og fá þrjú stig. Mér er alveg sama um hitt.“ Valskonur eru á toppnum og það var létt yfir Pétri aðspurður hversu ljúft það yrði að vera á toppnum yfir verslunarmannahelgina. „Það verður gott að komast í frí í þessari helvítis rigningu og keyra eitthvað. Ég er að hugsa um að fara úr rigningunni í rigningu,“ sagði Pétur hress að lokum. „Pirrandi hvernig við fylgdum ekki leikplani í fyrri hálfleik“ Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, á hliðarlínunni í leik kvöldsins.Vísir/Ernir Eyjólfsson Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, var svekktur eftir leik. „Mér fannst við ekki hafa átt neitt skilið út úr þessum leik. Þrátt fyrir að við höfum fengið nokkur færi gerðum við ekki nóg til að fá hið minnsta stig,“ sagði Nik svekktur í viðtali eftir leik og hélt áfram. „Það var pirrandi hvernig við fylgdum ekki leikplani í fyrri hálfleik og það vantaði mikið upp á. Þær voru betri en við í dag og leikurinn vannst á miðjunni þar sem þær gerðu betur.“ Blikar spiluðu ekki vel og voru í miklum vandræðum sérstaklega í fyrri hálfleik. „Við vorum ekki að finna svæðin sem við vorum að leita af. Við tókum rangar ákvarðanir og fundum ekki svæðin. Í seinni hálfleik náðum við að senda boltann meira okkar á milli og fengum fleiri færi.“ „Við höfum spilað þetta leikkerfi áður og það var ekki það sem var að klikka í fyrri hálfleik heldur vorum við ekki nógu góðar og okkur var refsað,“ sagði Nik að lokum.
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti