Innlent

Styðja í­þrótta­fólk og hvetja ríkið til að gera slíkt hið sama

Árni Sæberg skrifar
Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar.
Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Vísir/JóiK

Bæjarráð Vestamannaeyja samþykkti í gær tillögu að reglum um styrki til efnilegs íþróttafólks í Vestmannaeyjum vegna landsliðsverkefna á vegum Íslands. Bæjarráð skorar á ríkið og ráðherra málaflokksins að styðja betur við afreksstarf á Íslandi og sameiginleg landslið okkar.

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir í færslu á Facebook að hún sé mjög ánægð með það skref sem bæjarráð steig í gær til þess að styðja við ungt afreksfólk í Vestmannaeyjum.

Lagt sé til að ungt landsliðsfólk haldi launum sé það í sumarvinnu hjá Vestmannaeyjabæ þegar það fer í landsliðsverkefni. Einnig verði A-landsliðsfólki samkvæmt reglunum mætt með launastyrk vegna fjarveru frá vinnu vegna landsliðsverkefna, sé það starfsfólk sveitarfélagsins.

Þá geti iðkenndur sótt um sérstakan ferðastyrk, greiði sérsamband ekki ferðakostnað þeirra við landsliðsferðir erlendis. Reglurnar gildi afturvirkt frá og með 1. maí 2024.

„Bæjarráð Vestmannaeyja skorar á ríkið og ráðherra málaflokksins að styðja betur við afreksstarf á Íslandi og sameiginleg landslið okkar. Ekki veitir af eins og fram hefur komið undanfarið!“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×