Fótbolti

Val­geir lagði upp tvö mörk í stór­sigri Häcken

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valgeir Lunddal Friðriksson gaf tvær stoðsendingar gegn Dudelange.
Valgeir Lunddal Friðriksson gaf tvær stoðsendingar gegn Dudelange. getty/Jose Breton

Íslenski landsliðsmaðurinn Valgeir Lunddal Friðriksson átti góðu gengi að fagna með sínu liði í Sambandsdeild Evrópu í kvöld.

Valgeir og félagar í Häcken áttu ekki í neinum vandræðum með að leggja Dudelange frá Lúxemborg að velli í seinni leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Lokatölur 6-1, Häcken í vil. 

Valgeir lék vel í kvöld og lagði upp tvö af fyrstu þremur mörkum Häcken. Dudelange missti mann af velli með rautt spjald í stöðunni 2-1 á 39. mínútu. Á lokamínútu fyrri hálfleiks kom Srdjan Hrstic heimamönnum svo í 3-1 eftir sendingu frá Valgeiri.

Häcken bætti svo þremur mörkum við í seinni hálfleik, vann leikinn 6-1 og einvígið, 12-3 samanlagt.

Elías Rafn Ólafsson sat á varamannabekknum þegar Midtjylland tryggði sér sæti í 3. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar með 1-0 sigri á Santa Coloma. Dönsku meistararnir unnu fyrri leikinn í Andorra, 0-3, og einvígið 4-0, samanlagt.

Elías lék fyrstu þrjá leiki Midtjylland á tímabilinu en Jonas Lössl stóð á milli stanganna hjá danska liðinu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×