Niðurbrotin Marta gekk grátandi af velli Aron Guðmundsson skrifar 1. ágúst 2024 11:31 Leikurinn gæti hafa verið sá síðasti á stórmóti hjá hinni mögnuðu Mörtu. Vísir/Getty Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Marta gekk grátandi af velli eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið í leik Brasilíu gegn Spáni á Ólympíuleikunum í París í gær. Leikurinn gæti hafa verið sá síðasti á glæstum landsliðsferli Mörtu og var sá tvöhundruðasti í röðinni hjá leikmanninum með brasilíska landsliðinu. Hin 38 ára gamla Marta , sem er markahæsti leikmaður brasilíska landsliðsins frá upphafi, hefur áður gefið það út að þetta sé hennar síðasta ár með brasilíska landsliðinu. Hún er nú á sínum sjöttu Ólympíuleikum. Í uppbótatíma venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik í leik Brasilíu gegn Spáni í C-riðli tók Marta glórulausa ákvörðun þar sem að hún fór allt of hátt með vinstri fót sinn í návígi við Olgu Carmonu, leikmann spænska landsliðsins. Fótur Mörtu snerti höfuð Carmonu og var erfitt fyrir dómara leiksins að gera annað en að draga upp rauða spjaldið og reka Mörtu af velli. Espen Eskas, dómari leiksins, gat lítið annað gert en að sýna Mörtu rauða spjaldið.Vísir/Getty Marta varð gjörsamlega miður sín og gekk grátandi af velli inn til búningsherbergja í leik sem gæti hafa verið hennar síðasti fyrir brasilíska landsliðið á stórmóti, jafnvel síðasti leikurinn hennar yfir höfuð fyrir Brasilíu. Staðan var markalaus þegar að Marta var rekin af velli en ríkjandi heimsmeistarar Spánar settu tvö mörk í seinni hálfleik og fóru með 2-0 sigur af hólmi. Marta var niðurbrotinVísir/Getty Brasilía endaði í 3.sæti C-riðils en eftir sigur Bandaríkjanna gegn Ástralíu seinna sama dag varð ljóst að Brasilía kæmist áfram í átta liða úrslit Ólympíuleikanna sem eitt tveggja liða í þriðja sæti riðlanna með besta árangurinn. Brasilía mun mæta heimakonum í franska landsliðinu í átta liða úrslitum Ólympíuleikanna. Marta verður í banni í þeim leik og aðeins af Brasilíu tekst að vinna Frakkland mun hún snúa aftur til leiks á leikunum í undanúrslitum. Ólympíuleikar 2024 í París Brasilía Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Sjá meira
Hin 38 ára gamla Marta , sem er markahæsti leikmaður brasilíska landsliðsins frá upphafi, hefur áður gefið það út að þetta sé hennar síðasta ár með brasilíska landsliðinu. Hún er nú á sínum sjöttu Ólympíuleikum. Í uppbótatíma venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik í leik Brasilíu gegn Spáni í C-riðli tók Marta glórulausa ákvörðun þar sem að hún fór allt of hátt með vinstri fót sinn í návígi við Olgu Carmonu, leikmann spænska landsliðsins. Fótur Mörtu snerti höfuð Carmonu og var erfitt fyrir dómara leiksins að gera annað en að draga upp rauða spjaldið og reka Mörtu af velli. Espen Eskas, dómari leiksins, gat lítið annað gert en að sýna Mörtu rauða spjaldið.Vísir/Getty Marta varð gjörsamlega miður sín og gekk grátandi af velli inn til búningsherbergja í leik sem gæti hafa verið hennar síðasti fyrir brasilíska landsliðið á stórmóti, jafnvel síðasti leikurinn hennar yfir höfuð fyrir Brasilíu. Staðan var markalaus þegar að Marta var rekin af velli en ríkjandi heimsmeistarar Spánar settu tvö mörk í seinni hálfleik og fóru með 2-0 sigur af hólmi. Marta var niðurbrotinVísir/Getty Brasilía endaði í 3.sæti C-riðils en eftir sigur Bandaríkjanna gegn Ástralíu seinna sama dag varð ljóst að Brasilía kæmist áfram í átta liða úrslit Ólympíuleikanna sem eitt tveggja liða í þriðja sæti riðlanna með besta árangurinn. Brasilía mun mæta heimakonum í franska landsliðinu í átta liða úrslitum Ólympíuleikanna. Marta verður í banni í þeim leik og aðeins af Brasilíu tekst að vinna Frakkland mun hún snúa aftur til leiks á leikunum í undanúrslitum.
Ólympíuleikar 2024 í París Brasilía Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Sjá meira