Hlý og góð tilfinning að mæta á Bessastaði Jón Ísak Ragnarsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 1. ágúst 2024 21:50 Halla segist vilja verða forseti sem leiðir fólk til samtals og samstarfs. Ragnar Axelsson Halla Tómasdóttir segir að tilfinningin að mæta á Bessastaði sem húsráðandi sé hlý og góð, en hún hafi auðvitað svolítil fiðrildi í maganum. Hún kveðst vilja verða forseti sem leiðir fólk saman til samtals og samstarfs, og reynir að virkja kraftinn í þjóðinni til að finna hvert við ætlum að stefna. Halla segist hafa nýtt tímann í sumar vel til að undirbúa flutningana til Bessastaða. „Já ég held nú að allt lífið sem betur fer búi mann undir öll verkefni sem maður fer í. Ég hef verið að hugsa mikið hvaða hlutverki embættið getur gegnt í samfélaginu okkar þessi misserin á þessum tíma, því hver forseti hefur haft sína nálgun,“ segir Halla. Fréttastofa Stöðvar 2 heimsótti Höllu á Bessastaði í kvöld. „Við erum að fagna 80 ára lýðveldisafmæli og spurningin er hvert viljum við fara, og hvað ætlum við að segja að 80 árum liðnum, að við höfum gert yfir þann mannsaldur, það er eitthvað sem ég vil velta fyrir mér,“ segir hún. Björn með doktorsgráðu í samsetningu Ikea-húsgagna Hún segir að fjölskylda hennar sé alltaf að flytja, og stundum sé sagt að Björn maður hennar sé kominn með meistara- eða doktorsgráðu í samsetningu Ikea-húsgagna. Þau eru ekki enn sem komið er flutt á Bessastaði, en nú standa yfir viðgerðir í húsi sem kallað er Litlu-Bessastaðir eða heimili forseta. „Þannig við erum ekki flutt inn ennþá, en við vonum að það verði hið fyrsta,“ segir hún. Halla segir Björn vera kominn með doktors-eða mastersgráðu í samsetningu Ikea húsgagna.Ragnar Axelsson Ætlar að beita sér fyrir heilsu Björn Skúlason eiginmaður Höllu kveðst gríðarlega spenntur fyrir nýju hlutverki sínu sem forsetamaki. „Hlutverkið sjálft er ekki skilgreint þannig lagað, en ég er bara gríðarlega spenntur og ótrúlega stoltur yfir þessum degi og hvernig Halla stóð sig. Þessi embættistaka var bara gæsahúð fyrir mig,“ segir Björn. Hann heldur að hann þurfi svolítið að „mjaka sér inn í þetta“ nýja hlutverk. Eliza fráfarandi forsetafrú hafi boðist til þess að hjálpa honum og segja honum hvernig hennar fyrstu skref voru. „En hvað varðar áhuga minn hef ég gríðarlegan áhuga á heilsu, hreyfingu og næringu. Mig langar til þess að beita mér á þeim vettvangi, en hvernig það verður og hvenær, það verður bara að koma í ljós,“ segir hann. Unga fólkið valdeflt Halla segir að það sem hún sé hvað mest þakklát fyrir þegar hún horfir á þessar kosningar, sé kosningaþátttaka unga fólksins. Margt ungt fólk hafi unnið að framboðinu hennar, en þeim var boðið til Bessastaða í kvöld. „Við erum að fagna ungu sjálfboðaliðunum og þakka þeim hér í kvöld. Einhver hluti þeirra var viðstaddur athöfnina í kvöld, og töluverður hluti á Austurvelli með klút,“ segir hún. Margt ungt fólk lagði hönd á plóg í kosningabaráttu Höllu.Ragnar Axelsson Þegar þau hafi farið af stað í kosningaferðalagið í vor hafi verið lögð áhersla á það að hitta ungt fólk. Það hafi tekist að valdefla þau og gefa þeim frelsi til að hafa áhrif, og þau hafi verið með eigin kosningaskrifstofu. „Mér þykir ekki vænt um neitt meira en það nema kannski eiginmanninn og börnin,“ segir hún. Ísland sé leiðandi í jafnrétti og jarðvarma Halla segir að hennar áherslur verði áfram þær sömu og hún hafi alltaf talað um. „Ég trúi því að við leiðum í jafnrétti og jarðvarma og að við getum verið friðsæl þjóð, og ég vona að við getum sýnt umheiminum að á Íslandi er lýðræðið og samfélagsumræðan heilbrigð, traustið er að byggjast upp. Að við getum kannski verið öðrum fyrirmynd, því að í núverandi heimi eru bara rosalega mikil átök um allt, og kannski getum við sýnt fram á aðra leið til þess að takast á við okkar ágreining,“ segir Halla Tómasdóttir. Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Halla segist hafa nýtt tímann í sumar vel til að undirbúa flutningana til Bessastaða. „Já ég held nú að allt lífið sem betur fer búi mann undir öll verkefni sem maður fer í. Ég hef verið að hugsa mikið hvaða hlutverki embættið getur gegnt í samfélaginu okkar þessi misserin á þessum tíma, því hver forseti hefur haft sína nálgun,“ segir Halla. Fréttastofa Stöðvar 2 heimsótti Höllu á Bessastaði í kvöld. „Við erum að fagna 80 ára lýðveldisafmæli og spurningin er hvert viljum við fara, og hvað ætlum við að segja að 80 árum liðnum, að við höfum gert yfir þann mannsaldur, það er eitthvað sem ég vil velta fyrir mér,“ segir hún. Björn með doktorsgráðu í samsetningu Ikea-húsgagna Hún segir að fjölskylda hennar sé alltaf að flytja, og stundum sé sagt að Björn maður hennar sé kominn með meistara- eða doktorsgráðu í samsetningu Ikea-húsgagna. Þau eru ekki enn sem komið er flutt á Bessastaði, en nú standa yfir viðgerðir í húsi sem kallað er Litlu-Bessastaðir eða heimili forseta. „Þannig við erum ekki flutt inn ennþá, en við vonum að það verði hið fyrsta,“ segir hún. Halla segir Björn vera kominn með doktors-eða mastersgráðu í samsetningu Ikea húsgagna.Ragnar Axelsson Ætlar að beita sér fyrir heilsu Björn Skúlason eiginmaður Höllu kveðst gríðarlega spenntur fyrir nýju hlutverki sínu sem forsetamaki. „Hlutverkið sjálft er ekki skilgreint þannig lagað, en ég er bara gríðarlega spenntur og ótrúlega stoltur yfir þessum degi og hvernig Halla stóð sig. Þessi embættistaka var bara gæsahúð fyrir mig,“ segir Björn. Hann heldur að hann þurfi svolítið að „mjaka sér inn í þetta“ nýja hlutverk. Eliza fráfarandi forsetafrú hafi boðist til þess að hjálpa honum og segja honum hvernig hennar fyrstu skref voru. „En hvað varðar áhuga minn hef ég gríðarlegan áhuga á heilsu, hreyfingu og næringu. Mig langar til þess að beita mér á þeim vettvangi, en hvernig það verður og hvenær, það verður bara að koma í ljós,“ segir hann. Unga fólkið valdeflt Halla segir að það sem hún sé hvað mest þakklát fyrir þegar hún horfir á þessar kosningar, sé kosningaþátttaka unga fólksins. Margt ungt fólk hafi unnið að framboðinu hennar, en þeim var boðið til Bessastaða í kvöld. „Við erum að fagna ungu sjálfboðaliðunum og þakka þeim hér í kvöld. Einhver hluti þeirra var viðstaddur athöfnina í kvöld, og töluverður hluti á Austurvelli með klút,“ segir hún. Margt ungt fólk lagði hönd á plóg í kosningabaráttu Höllu.Ragnar Axelsson Þegar þau hafi farið af stað í kosningaferðalagið í vor hafi verið lögð áhersla á það að hitta ungt fólk. Það hafi tekist að valdefla þau og gefa þeim frelsi til að hafa áhrif, og þau hafi verið með eigin kosningaskrifstofu. „Mér þykir ekki vænt um neitt meira en það nema kannski eiginmanninn og börnin,“ segir hún. Ísland sé leiðandi í jafnrétti og jarðvarma Halla segir að hennar áherslur verði áfram þær sömu og hún hafi alltaf talað um. „Ég trúi því að við leiðum í jafnrétti og jarðvarma og að við getum verið friðsæl þjóð, og ég vona að við getum sýnt umheiminum að á Íslandi er lýðræðið og samfélagsumræðan heilbrigð, traustið er að byggjast upp. Að við getum kannski verið öðrum fyrirmynd, því að í núverandi heimi eru bara rosalega mikil átök um allt, og kannski getum við sýnt fram á aðra leið til þess að takast á við okkar ágreining,“ segir Halla Tómasdóttir.
Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?