Ætla að ameríkuvæða „Húsafellshelluna“ á þessum heimsleikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2024 08:30 Keppendur þurfa að burðast með sandpokann ákveðna vegalengd og það getur reynt verulega á. Hér má sjá nýja sandpokann sem heitir Happy Star eða Ánægða stjarnan. @thedavecastro/@crossfitgames Það styttist í heimsleikana í CrossFit og að venju hafa lekið út upplýsingar um hvaða og hvernig greinar bíða besta CrossFit fólks heims í baráttunni um heimsmeistaratitilinn í ár. Leikarnir færa sig nú suður til Texas fylkis eftir að hafa verið haldnir í Madison i Wisconsin fylki undanfarin ár. Nýr sandpoki í ár Dave Castro, íþróttastjóri heimsleikanna, gaf það út á dögunum að það verði notaður nýr sandpoki á þessum heimsleikum. Pokann þurfa keppendur að burðast með ákveðna vegalengd og hann verður notaður í sjöttu grein leikanna. Í grein sex eiga keppendur að spretta, hvíla og svo hlaupa 1600 metra og þessi keppni verður utanhúss á Farrington Field á föstudagskvöldinu. Það er ekki ljóst hvernig sandpokinn kemur við sögu en hann gæti vissulega gert keppendum lífið leitt. Skiptu Húsafellshellunni út Það er aftur á móti komið í ljós að það er búið að skipta Húsafellshellunni út. Það er í raun búið að ameríkuvæða „Húsafellshelluna“ á þessum heimsleikum. Í fyrra var notaður sandpoki sem var eftirmynd af hinni frægu Húsafellshellu. Að þessu sinni munu keppendur burðast með svipaða sandpoka en hann verður í líki Texas stjörnunnar í tilefni að því að heimsleikarnir eru nú haldnir í Forth Worth í Texas. Húsafellshellan er steinn við Húsafell sem vegur 186 kíló og er líklegast frægasti aflraunasteinn í heimi. Eftirlíkingar af steininum notaðar víða í aflraunakeppnum erlendis og hann var meira að segja búinn að komast að á heimsleikunum en þó í gerði sandpokans. Heppnaðist mjög vel í fyrra Greinin með „Húsafellshelluna“ heppnaðist frábærlega í Madison og var hápunktur leikanna fyrir framan þinghúsið. Nú verður fróðlegt að sjá hvort að Hamingjustjarnan eða „The Happy Star“ á ensku komi eins vel út og „Húsafellshellan“. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Sjá meira
Leikarnir færa sig nú suður til Texas fylkis eftir að hafa verið haldnir í Madison i Wisconsin fylki undanfarin ár. Nýr sandpoki í ár Dave Castro, íþróttastjóri heimsleikanna, gaf það út á dögunum að það verði notaður nýr sandpoki á þessum heimsleikum. Pokann þurfa keppendur að burðast með ákveðna vegalengd og hann verður notaður í sjöttu grein leikanna. Í grein sex eiga keppendur að spretta, hvíla og svo hlaupa 1600 metra og þessi keppni verður utanhúss á Farrington Field á föstudagskvöldinu. Það er ekki ljóst hvernig sandpokinn kemur við sögu en hann gæti vissulega gert keppendum lífið leitt. Skiptu Húsafellshellunni út Það er aftur á móti komið í ljós að það er búið að skipta Húsafellshellunni út. Það er í raun búið að ameríkuvæða „Húsafellshelluna“ á þessum heimsleikum. Í fyrra var notaður sandpoki sem var eftirmynd af hinni frægu Húsafellshellu. Að þessu sinni munu keppendur burðast með svipaða sandpoka en hann verður í líki Texas stjörnunnar í tilefni að því að heimsleikarnir eru nú haldnir í Forth Worth í Texas. Húsafellshellan er steinn við Húsafell sem vegur 186 kíló og er líklegast frægasti aflraunasteinn í heimi. Eftirlíkingar af steininum notaðar víða í aflraunakeppnum erlendis og hann var meira að segja búinn að komast að á heimsleikunum en þó í gerði sandpokans. Heppnaðist mjög vel í fyrra Greinin með „Húsafellshelluna“ heppnaðist frábærlega í Madison og var hápunktur leikanna fyrir framan þinghúsið. Nú verður fróðlegt að sjá hvort að Hamingjustjarnan eða „The Happy Star“ á ensku komi eins vel út og „Húsafellshellan“. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Brassi tekur við af Billups Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Sjá meira