Nýliðarnir sanka að sér dýrmætri reynslu Aron Guðmundsson skrifar 2. ágúst 2024 16:30 Jonathan Wheatley hefur leikið stórt hlutverk hjá meistaraliði Red Bull Racing í Formúlu 1 undanfarin ár. Vísir/Getty Hið nýja Formúlu 1 lið Audi er farið að taka á sig mynd og hefur þýski bílaframleiðandinn sankað að sér reynsluboltum úr mótaröðinni upp á síðkastið fyrir frumraun sína í Formúlu 1 Nú síðast var greint frá ráðningu Bretans reynslumikla Jonathan Wheatley frá margföldu meistaraliði Red Bull Racing í starf liðsstjóra Audi Formúlu 1 liðsins. Wheatley hefur verið á mála hjá Red Bull Racing undanfarin átján ár og hefur þar leiki stór hlutverk sem íþróttastjóri (e.sporting director). Fyrir þann tíma var Wheatley á mála hjá liði Benetton/Renault frá árinu 1991 til 2006. Þar vann hann sig á endanum upp í starf yfirtæknistjóra en á þessum árum vann liðið til tveggja heimsmeistaratitla í flokki bílasmiða. Á þessum tímamótum, nú þegar að Wheatley horfir fram á að ganga til liðs við Audi, segist hann stoltur af tíma sínum og árangrinum sem náðst hefur hjá Red Bull Racing. Hins vegar hafi það reynst erfitt fyrir hann að hafna tækifæri til þess að hafa yfirumsjón með innkomu nýs bílasmiðs í Formúlu 1. Því hafi hann ákveðið að söðla um og ganga til liðs við Audi. Wheatley mun engu að síður klára yfirstandandi tímabil með Red Bull Racing og í kjölfarið taka sér mánaða frí áður en hann hefur formlega störf hjá Audi í síðasta lagi í júlí á næsta ári. Þýski spaðinn Nico Hulkenberg verður einn af tveimur aðalökumönnum Formúlu 1 liðs Audi tímabilið 2026. Hann mun aka undir merkjum Sauber á næsta tímabili en liðið mun í kjölfarið keppa undir merkjum Audi.Vísir/Getty Fyrr á þessu ári tók Audi yfir Sauber liðið í Formúlu 1 og mun frá og með tímabilinu 2026, þegar miklar breytingar eiga sér stað á regluverki mótaraðarinnar, keppa undir merkjum Audi. Liðið hefur nú þegar gengið frá ráðningu á einum af tveimur aðalökumönnum sínum fyrir það tímabil. Hinn 36 ára gamli Þjóðverji, Nico Hulkenberg, skiptir yfir til Sauber frá Haas á næsta tímabili og mun svo frá og með tímabilinu 2026 aka fyrir Audi. Þá var greint frá því á dögunum að Ítalinn Mattia Binotto hefði verið ráðinn yfirmaður Formúlu 1 liðs Audi. Binotto var áður liðsstjóri Ferrari og koma hann og Jonathan Wheatley, verðandi liðsstjóri Audi, til með að hafa yfirumsjón með og bera ábyrgð Formúlu 1 liði þýska bílaframleiðandans. „Reynsla þeirra og færni mun hjálpa okkur við að fóta okkur mjög fljótt í samkeppnishæfa umhverfinu sem ríkir í Formúlu 1,“ segir Gernot Dollner, framkvæmdastjóri Audi. Akstursíþróttir Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Norris vann í Mónakó í fyrsta sinn Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og fagnaði sigri Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Nú síðast var greint frá ráðningu Bretans reynslumikla Jonathan Wheatley frá margföldu meistaraliði Red Bull Racing í starf liðsstjóra Audi Formúlu 1 liðsins. Wheatley hefur verið á mála hjá Red Bull Racing undanfarin átján ár og hefur þar leiki stór hlutverk sem íþróttastjóri (e.sporting director). Fyrir þann tíma var Wheatley á mála hjá liði Benetton/Renault frá árinu 1991 til 2006. Þar vann hann sig á endanum upp í starf yfirtæknistjóra en á þessum árum vann liðið til tveggja heimsmeistaratitla í flokki bílasmiða. Á þessum tímamótum, nú þegar að Wheatley horfir fram á að ganga til liðs við Audi, segist hann stoltur af tíma sínum og árangrinum sem náðst hefur hjá Red Bull Racing. Hins vegar hafi það reynst erfitt fyrir hann að hafna tækifæri til þess að hafa yfirumsjón með innkomu nýs bílasmiðs í Formúlu 1. Því hafi hann ákveðið að söðla um og ganga til liðs við Audi. Wheatley mun engu að síður klára yfirstandandi tímabil með Red Bull Racing og í kjölfarið taka sér mánaða frí áður en hann hefur formlega störf hjá Audi í síðasta lagi í júlí á næsta ári. Þýski spaðinn Nico Hulkenberg verður einn af tveimur aðalökumönnum Formúlu 1 liðs Audi tímabilið 2026. Hann mun aka undir merkjum Sauber á næsta tímabili en liðið mun í kjölfarið keppa undir merkjum Audi.Vísir/Getty Fyrr á þessu ári tók Audi yfir Sauber liðið í Formúlu 1 og mun frá og með tímabilinu 2026, þegar miklar breytingar eiga sér stað á regluverki mótaraðarinnar, keppa undir merkjum Audi. Liðið hefur nú þegar gengið frá ráðningu á einum af tveimur aðalökumönnum sínum fyrir það tímabil. Hinn 36 ára gamli Þjóðverji, Nico Hulkenberg, skiptir yfir til Sauber frá Haas á næsta tímabili og mun svo frá og með tímabilinu 2026 aka fyrir Audi. Þá var greint frá því á dögunum að Ítalinn Mattia Binotto hefði verið ráðinn yfirmaður Formúlu 1 liðs Audi. Binotto var áður liðsstjóri Ferrari og koma hann og Jonathan Wheatley, verðandi liðsstjóri Audi, til með að hafa yfirumsjón með og bera ábyrgð Formúlu 1 liði þýska bílaframleiðandans. „Reynsla þeirra og færni mun hjálpa okkur við að fóta okkur mjög fljótt í samkeppnishæfa umhverfinu sem ríkir í Formúlu 1,“ segir Gernot Dollner, framkvæmdastjóri Audi.
Akstursíþróttir Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Norris vann í Mónakó í fyrsta sinn Lando Norris hrifsaði til sín ráspólinn á elleftu stundu Verstappen tók fram úr á fyrsta hring og fagnaði sigri Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Hamilton: „Dæmið okkur eftir nokkur ár“ Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira