Fólk einfaldi matseldina um helgina Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. ágúst 2024 10:50 Jói Fel hefur haft í nógu að snúast. Vísir/Vilhelm Jói Fel bakari og matreiðslumaður með meiru hvetur landsmenn til þess að flækja ekki hlutina að óþörfu þegar kemur að matseldinni og nestisgerð fyrir Verslunarmannahelgina. Hann segir auðvelt að henda peningum í ruslið með að ætla sér um of. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Jói opnaði í morgun nýja uppskriftarsíðu, eldabaka.is. Þar býður Jói upp á allar sínar uppskriftir gegn ársgjaldi en hann segir marga hætta til að flækja hlutina þegar það kemur að eldamennsku, sérstaklega í ferðalögum. Sneiðar frekar en steikur „Þegar ég fer í ferðalag þá verð ég alltaf að búa allt til sjálfur. Ég myndi vera búinn að gera rauðlaukssultuna og rauðkálið og kartöflusalatið og allt saman. En í dag, ég er að hugsa um að fólk er að fara í ferðalag í dag og þú getur ekki gert neitt.“ Jói segir allt vera til í matvöruverslunum í dag. Þar sé hægt að finna kartöflusalatið, sósuna, grænmetið jafnvel niðurskorið í álbakka svo einungis þurfi að skella því á grillið. Þá sé kjötið meira að segja til kryddlegið. „Ekki kaupa fimm hundruð gramma Rib eye steik sem tekur hálftíma og þarf að hvíla. Keyptu bara flottar lærissneiðar, kótelettur, í góðum kryddlegi. Tíminn skiptir ekki máli, að grilla, því lengur því betra, þannig að þú þarft ekkert að hugsa mikið.“ Varist að ofhlaða grillið Hann segir það algeng mistök að ætla sér um of í matargerð stórar ferðahelgar líkt og Versló, þegar tíminn sé í raun og veru of knappur. Mörgum hætti til að henda peningunum hreinlega í ruslið. Oft séu til staðar grill, til dæmis á tjaldsvæðum sem hægt sé að samnýta og skella kótelettunum eða pulsunum einfaldlega bara á grillið. „Svo eru náttúrulega margir í bústað og það eru oft þannig að það eru kannski tíu, tólf manns saman. Þú ferð aldrei einn í bústað,“ segir Jói Fel. Hann minnir á að grillið í bústaðnum geti verið minna en fólk búist við. „Ekki vera þá með risasteikur og fullt af bökunarkartöflum sem þurfa að fara á grillið. Þetta tekur allan daginn. Vertu bara með þetta tilbúið og svo getur kallinn bara verið á kantinum að grilla lærissneiðarnar, haft einn kaldann og hitt bara inn í ofn eða eitthvað, kartöflurnar og svo ertu bara með ferskt salat. Þetta er miklu skemmtilegra svona.“ Nesti sem fer ekki í sætið Spurður að því hvernig nesti hann myndi taka með sér ef hann væri að fara að keyra til Egilsstaða, án þess að stoppa of oft segir Jói Fel: „Sko ég passa mig alltaf á því að þetta þarf að vera eitthvað sem maður getur borðað án þess að það detti í sætin. Ekki kaupa croissant sem er smurt og svo bíturðu í það og það dettur út um allt.“ Bítið Matur Ferðalög Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Jói opnaði í morgun nýja uppskriftarsíðu, eldabaka.is. Þar býður Jói upp á allar sínar uppskriftir gegn ársgjaldi en hann segir marga hætta til að flækja hlutina þegar það kemur að eldamennsku, sérstaklega í ferðalögum. Sneiðar frekar en steikur „Þegar ég fer í ferðalag þá verð ég alltaf að búa allt til sjálfur. Ég myndi vera búinn að gera rauðlaukssultuna og rauðkálið og kartöflusalatið og allt saman. En í dag, ég er að hugsa um að fólk er að fara í ferðalag í dag og þú getur ekki gert neitt.“ Jói segir allt vera til í matvöruverslunum í dag. Þar sé hægt að finna kartöflusalatið, sósuna, grænmetið jafnvel niðurskorið í álbakka svo einungis þurfi að skella því á grillið. Þá sé kjötið meira að segja til kryddlegið. „Ekki kaupa fimm hundruð gramma Rib eye steik sem tekur hálftíma og þarf að hvíla. Keyptu bara flottar lærissneiðar, kótelettur, í góðum kryddlegi. Tíminn skiptir ekki máli, að grilla, því lengur því betra, þannig að þú þarft ekkert að hugsa mikið.“ Varist að ofhlaða grillið Hann segir það algeng mistök að ætla sér um of í matargerð stórar ferðahelgar líkt og Versló, þegar tíminn sé í raun og veru of knappur. Mörgum hætti til að henda peningunum hreinlega í ruslið. Oft séu til staðar grill, til dæmis á tjaldsvæðum sem hægt sé að samnýta og skella kótelettunum eða pulsunum einfaldlega bara á grillið. „Svo eru náttúrulega margir í bústað og það eru oft þannig að það eru kannski tíu, tólf manns saman. Þú ferð aldrei einn í bústað,“ segir Jói Fel. Hann minnir á að grillið í bústaðnum geti verið minna en fólk búist við. „Ekki vera þá með risasteikur og fullt af bökunarkartöflum sem þurfa að fara á grillið. Þetta tekur allan daginn. Vertu bara með þetta tilbúið og svo getur kallinn bara verið á kantinum að grilla lærissneiðarnar, haft einn kaldann og hitt bara inn í ofn eða eitthvað, kartöflurnar og svo ertu bara með ferskt salat. Þetta er miklu skemmtilegra svona.“ Nesti sem fer ekki í sætið Spurður að því hvernig nesti hann myndi taka með sér ef hann væri að fara að keyra til Egilsstaða, án þess að stoppa of oft segir Jói Fel: „Sko ég passa mig alltaf á því að þetta þarf að vera eitthvað sem maður getur borðað án þess að það detti í sætin. Ekki kaupa croissant sem er smurt og svo bíturðu í það og það dettur út um allt.“
Bítið Matur Ferðalög Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Sjá meira