Lífið

Haukur Hall­dórs­son mynd­listar­maður látinn

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Haukur Halldórsson kom að hönnun Heimskautsgerðisins við Raufarhöfn og styttunnar af Þór og Þrumuvagninum.
Haukur Halldórsson kom að hönnun Heimskautsgerðisins við Raufarhöfn og styttunnar af Þór og Þrumuvagninum. Vísir/Vilhelm

Haukur Halldórsson myndlistamaður lést á heimili sínu í Hafnarfirði 30. júlí síðastliðinn, 87 ára að aldri. Hann skilur eftir sig börn, barnabörn og barnabarnabörn. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 12. ágúst klukkan 15.

Haukur fæddist í Reykjavík 4. júlí 1937. Framlag hans til lista er umfangsmikið, en hann fékkst við málverk, teikningar, skúlptúra og flókna skartgripahönnun.

Helstu viðfangsefni hans í myndlist voru Norræn, Norður-evrópsk, og keltnesk goðafræði, þjóðsögur og þjóðtrú. Hann var meðlimur í Ásatrúarfélaginu.

Haukur hannaði m.a. Heimskautsgerðið á Raufarhöfn og styttuna af Þór og Þrumuvagninum sem stendur við þjóðveg 1 hjá Vík í Mýrdal.

Vísir sló á þráðinn til Hauks í apríl síðastliðnum, þegar haldin var sýning honum til heiðurs í Noregi.

Wikipedia-síða Hauks.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.