Mikil ánægja með nýju styttuna af Kobe og Gigi Bryant Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2024 10:01 Vanessa Bryant ásamt dætrum sínum Nataliu, Biönku og Capri en þær eru fyrir framan nýju styttuna af Kobe og Gigi. @lakers Ný stytta af bandaríska körfuboltamanninum Kobe Bryant og dóttur hans Gianna „Gigi“ Bryant var afhjúpuð við einkaathöfn í Los Angeles í gær. Hún verður síðan fyrst aðgengileg almenningi í dag. Styttan er fyrir utan Crypto.com Arena, heimavallar NBA körfuboltaliðsins Los Angeles Lakers, og var frumsýnd 2. ágúst 2024 eða 8/2/24 eins og Bandaríkjamenn segja dagsetninguna. Mikilvægi 2, 8 og 24 Kobe spilaði í treyjum númer 8 og 24 á sínum ferli en Gigi var alltaf númer 2. Eins og flestir vita þá fórust feðginin í þyrluslysi í janúar 2020 ásamt sjö öðrum en í þyrlunni voru körfuboltastelpur og foreldrar þeirra á leið á körfuboltamót. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Þetta er önnur af þremur styttum af Los Angeles Lakers goðsögninni. Fyrsta styttan var tæplega sex metra há stytta af honum til að minnast leiksins á móti Toronto Raptors þegar hann skoraði 81 stig. Táknræn fyrir samband feðginanna Mikil ánægja er með styttuna eftir að myndir af henni komust á flug á netmiðlum. Vanessa Bryant segir að hún sé mjög táknræn fyrir samband feðginanna. „Við sameinuðum tvö móment af Kobe og Gigi. Gianna er þarna með yndisfagra brosið sitt og Kobe er að kyssa hana á höfuðið. Hann er með Philadelphia Eagles húfuna sem Gigi gaf honum í jólagjöf. Hann er líka í appelsínugulu WNBA hettupeysunni sem hann var í á leik sem þau fóru á saman, sagði Vanessa Bryant, ekkja Kobe, í fréttatilkynningu. Í WNBA hettupeysu „Kobe var fyrsti NBA leikmaðurinn til að vera í þessari WNBA peysu en það gerði hann til að styðja við drauminn hennar Gigi og til sýna öllum kvennaíþróttum stuðning. Þetta var falleg stund sem þau tvö áttu saman en er líka táknræn fyrir gildin í okkar fjölskyldu þar sem jöfnuður er okkur svo mikilvægur, sagði Vanessa Þriðja og síðasta styttan verður frumsýnd á næsta tímabili en Vanessa segir að þar verðir Kobe í Lakers treyju númer 24. View this post on Instagram A post shared by Los Angeles Lakers (@lakers) NBA Andlát Kobe Bryant Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Styttan er fyrir utan Crypto.com Arena, heimavallar NBA körfuboltaliðsins Los Angeles Lakers, og var frumsýnd 2. ágúst 2024 eða 8/2/24 eins og Bandaríkjamenn segja dagsetninguna. Mikilvægi 2, 8 og 24 Kobe spilaði í treyjum númer 8 og 24 á sínum ferli en Gigi var alltaf númer 2. Eins og flestir vita þá fórust feðginin í þyrluslysi í janúar 2020 ásamt sjö öðrum en í þyrlunni voru körfuboltastelpur og foreldrar þeirra á leið á körfuboltamót. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Þetta er önnur af þremur styttum af Los Angeles Lakers goðsögninni. Fyrsta styttan var tæplega sex metra há stytta af honum til að minnast leiksins á móti Toronto Raptors þegar hann skoraði 81 stig. Táknræn fyrir samband feðginanna Mikil ánægja er með styttuna eftir að myndir af henni komust á flug á netmiðlum. Vanessa Bryant segir að hún sé mjög táknræn fyrir samband feðginanna. „Við sameinuðum tvö móment af Kobe og Gigi. Gianna er þarna með yndisfagra brosið sitt og Kobe er að kyssa hana á höfuðið. Hann er með Philadelphia Eagles húfuna sem Gigi gaf honum í jólagjöf. Hann er líka í appelsínugulu WNBA hettupeysunni sem hann var í á leik sem þau fóru á saman, sagði Vanessa Bryant, ekkja Kobe, í fréttatilkynningu. Í WNBA hettupeysu „Kobe var fyrsti NBA leikmaðurinn til að vera í þessari WNBA peysu en það gerði hann til að styðja við drauminn hennar Gigi og til sýna öllum kvennaíþróttum stuðning. Þetta var falleg stund sem þau tvö áttu saman en er líka táknræn fyrir gildin í okkar fjölskyldu þar sem jöfnuður er okkur svo mikilvægur, sagði Vanessa Þriðja og síðasta styttan verður frumsýnd á næsta tímabili en Vanessa segir að þar verðir Kobe í Lakers treyju númer 24. View this post on Instagram A post shared by Los Angeles Lakers (@lakers)
NBA Andlát Kobe Bryant Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum