Mikil ánægja með nýju styttuna af Kobe og Gigi Bryant Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. ágúst 2024 10:01 Vanessa Bryant ásamt dætrum sínum Nataliu, Biönku og Capri en þær eru fyrir framan nýju styttuna af Kobe og Gigi. @lakers Ný stytta af bandaríska körfuboltamanninum Kobe Bryant og dóttur hans Gianna „Gigi“ Bryant var afhjúpuð við einkaathöfn í Los Angeles í gær. Hún verður síðan fyrst aðgengileg almenningi í dag. Styttan er fyrir utan Crypto.com Arena, heimavallar NBA körfuboltaliðsins Los Angeles Lakers, og var frumsýnd 2. ágúst 2024 eða 8/2/24 eins og Bandaríkjamenn segja dagsetninguna. Mikilvægi 2, 8 og 24 Kobe spilaði í treyjum númer 8 og 24 á sínum ferli en Gigi var alltaf númer 2. Eins og flestir vita þá fórust feðginin í þyrluslysi í janúar 2020 ásamt sjö öðrum en í þyrlunni voru körfuboltastelpur og foreldrar þeirra á leið á körfuboltamót. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Þetta er önnur af þremur styttum af Los Angeles Lakers goðsögninni. Fyrsta styttan var tæplega sex metra há stytta af honum til að minnast leiksins á móti Toronto Raptors þegar hann skoraði 81 stig. Táknræn fyrir samband feðginanna Mikil ánægja er með styttuna eftir að myndir af henni komust á flug á netmiðlum. Vanessa Bryant segir að hún sé mjög táknræn fyrir samband feðginanna. „Við sameinuðum tvö móment af Kobe og Gigi. Gianna er þarna með yndisfagra brosið sitt og Kobe er að kyssa hana á höfuðið. Hann er með Philadelphia Eagles húfuna sem Gigi gaf honum í jólagjöf. Hann er líka í appelsínugulu WNBA hettupeysunni sem hann var í á leik sem þau fóru á saman, sagði Vanessa Bryant, ekkja Kobe, í fréttatilkynningu. Í WNBA hettupeysu „Kobe var fyrsti NBA leikmaðurinn til að vera í þessari WNBA peysu en það gerði hann til að styðja við drauminn hennar Gigi og til sýna öllum kvennaíþróttum stuðning. Þetta var falleg stund sem þau tvö áttu saman en er líka táknræn fyrir gildin í okkar fjölskyldu þar sem jöfnuður er okkur svo mikilvægur, sagði Vanessa Þriðja og síðasta styttan verður frumsýnd á næsta tímabili en Vanessa segir að þar verðir Kobe í Lakers treyju númer 24. View this post on Instagram A post shared by Los Angeles Lakers (@lakers) NBA Andlát Kobe Bryant Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Körfubolti Fleiri fréttir „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Sjá meira
Styttan er fyrir utan Crypto.com Arena, heimavallar NBA körfuboltaliðsins Los Angeles Lakers, og var frumsýnd 2. ágúst 2024 eða 8/2/24 eins og Bandaríkjamenn segja dagsetninguna. Mikilvægi 2, 8 og 24 Kobe spilaði í treyjum númer 8 og 24 á sínum ferli en Gigi var alltaf númer 2. Eins og flestir vita þá fórust feðginin í þyrluslysi í janúar 2020 ásamt sjö öðrum en í þyrlunni voru körfuboltastelpur og foreldrar þeirra á leið á körfuboltamót. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Þetta er önnur af þremur styttum af Los Angeles Lakers goðsögninni. Fyrsta styttan var tæplega sex metra há stytta af honum til að minnast leiksins á móti Toronto Raptors þegar hann skoraði 81 stig. Táknræn fyrir samband feðginanna Mikil ánægja er með styttuna eftir að myndir af henni komust á flug á netmiðlum. Vanessa Bryant segir að hún sé mjög táknræn fyrir samband feðginanna. „Við sameinuðum tvö móment af Kobe og Gigi. Gianna er þarna með yndisfagra brosið sitt og Kobe er að kyssa hana á höfuðið. Hann er með Philadelphia Eagles húfuna sem Gigi gaf honum í jólagjöf. Hann er líka í appelsínugulu WNBA hettupeysunni sem hann var í á leik sem þau fóru á saman, sagði Vanessa Bryant, ekkja Kobe, í fréttatilkynningu. Í WNBA hettupeysu „Kobe var fyrsti NBA leikmaðurinn til að vera í þessari WNBA peysu en það gerði hann til að styðja við drauminn hennar Gigi og til sýna öllum kvennaíþróttum stuðning. Þetta var falleg stund sem þau tvö áttu saman en er líka táknræn fyrir gildin í okkar fjölskyldu þar sem jöfnuður er okkur svo mikilvægur, sagði Vanessa Þriðja og síðasta styttan verður frumsýnd á næsta tímabili en Vanessa segir að þar verðir Kobe í Lakers treyju númer 24. View this post on Instagram A post shared by Los Angeles Lakers (@lakers)
NBA Andlát Kobe Bryant Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Bein útsending: Dregið í Þjóðadeildarumspilið Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Sjöunda og stærsta Icebox-kvöldið: „Klikkað að sjá að Ísland geti þetta“ Sport „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Körfubolti Fleiri fréttir „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Sjá meira