Sitja uppi með rifið tjald og engan næturstað í hífandi roki Rafn Ágúst Ragnarsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 3. ágúst 2024 15:51 Jómfrúarþjóðhátíð Kristínar og Köru byrjar hressilega með hávaðaroki og mígandi rigningu. Kolbeinn Tumi Stöllurnar Kristín María Snorradóttir og Karen Lind Helgadóttir sitja uppi með ónýtt tjald og engan næturstað eftir fyrstu nóttina á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hávaðarok hefur verið í eyjum í morgun og valdið tjóni á tjaldsvæðunum. Kristín og Karen eru á sinni jómfrúarþjóðhátíð og þeim ber ekki saman um líkurnar á því að þær komi aftur á næsta ári. „Það byrjaði með að við komum og það var mígandi rigning. Aldrei séð jafnmikla rigningu áður. Síðan um kvöldið byrjaði að hvessa. Við komum heim um nóttina eftir að hafa verið í Herjólfsdal og það var fínt veður þá. En svo er búið að vera brjálaður vindur og tjaldið okkar er í hakki,“ segir Karen. Ekkert heldur tjaldinu Þær segjast vera með þrjár ólíkar gerðir tjaldhæla en ekkert nær að tjóðra tjaldið við jörðina. Svefntjaldið sé búið að rifna og skjólið lítið sem ekkert. „Þetta er stemmari,“ segir Karen. Þær segjast vera að skoða möguleika sína en kalla eftir því að íþróttahúsið verði opnað fyrir næturgestum. „Þeir verða eiginlega að gera það því það er fullt af tjöldum hérna handónýt og mér finnst það það eina í stöðunni fyrir þau,“ segir Karen. Þeim bar ekki saman um hvort þær ætluðu sér að fara aftur til eyja næsta sumar. Aðspurð segir Kristín ekki ætla að koma aftur og að hún sé jafnvel að spá í að fara aftur í bæinn í dag. „Nei nei, við komum aftur á næsta ári og það er bókað mál að við verðum í húsi,“ segir Karen þá. Opna samkomuhúsið næturgestum Jónas Guðbjörn Jónasson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir að það hafi verið reifað í gærkvöldi að opna íþróttahúsið og leyfa fólki að koma sér fyrir þar yfir nóttina en að veðrið hafi batnað umtalsvert um kvöldið þannig að hætt var við það. Hann segir að samkomuhús sem opið er Þjóðhátíðargestum til að flýja vindinn, hlaða síma og fleira verði opnað og fólki leyft að gista þar sé fólk í sömu sporum og Kristín og Karen. „Þá gerum við það, klárlega. Við viljum hugsa mjög vel um fólkið,“ segir Jónas. Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Kristín og Karen eru á sinni jómfrúarþjóðhátíð og þeim ber ekki saman um líkurnar á því að þær komi aftur á næsta ári. „Það byrjaði með að við komum og það var mígandi rigning. Aldrei séð jafnmikla rigningu áður. Síðan um kvöldið byrjaði að hvessa. Við komum heim um nóttina eftir að hafa verið í Herjólfsdal og það var fínt veður þá. En svo er búið að vera brjálaður vindur og tjaldið okkar er í hakki,“ segir Karen. Ekkert heldur tjaldinu Þær segjast vera með þrjár ólíkar gerðir tjaldhæla en ekkert nær að tjóðra tjaldið við jörðina. Svefntjaldið sé búið að rifna og skjólið lítið sem ekkert. „Þetta er stemmari,“ segir Karen. Þær segjast vera að skoða möguleika sína en kalla eftir því að íþróttahúsið verði opnað fyrir næturgestum. „Þeir verða eiginlega að gera það því það er fullt af tjöldum hérna handónýt og mér finnst það það eina í stöðunni fyrir þau,“ segir Karen. Þeim bar ekki saman um hvort þær ætluðu sér að fara aftur til eyja næsta sumar. Aðspurð segir Kristín ekki ætla að koma aftur og að hún sé jafnvel að spá í að fara aftur í bæinn í dag. „Nei nei, við komum aftur á næsta ári og það er bókað mál að við verðum í húsi,“ segir Karen þá. Opna samkomuhúsið næturgestum Jónas Guðbjörn Jónasson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir að það hafi verið reifað í gærkvöldi að opna íþróttahúsið og leyfa fólki að koma sér fyrir þar yfir nóttina en að veðrið hafi batnað umtalsvert um kvöldið þannig að hætt var við það. Hann segir að samkomuhús sem opið er Þjóðhátíðargestum til að flýja vindinn, hlaða síma og fleira verði opnað og fólki leyft að gista þar sé fólk í sömu sporum og Kristín og Karen. „Þá gerum við það, klárlega. Við viljum hugsa mjög vel um fólkið,“ segir Jónas.
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira